Hamas samþykkir vopnahléstillögu Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 16:55 Ísraelskum skriðdreka ekið frá Gasaströndinni. AP/Tsafrir Abayov Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. Fyrstu fregnir frá Ísrael gefa til kynna að tillagan sé ný, eftir breytingu á fyrri tillögum, og breytingin sé runnin undan rifjum Egypta. Ólíklegt sé að Ísraelar muni samþykkja hana. Enn sem komið er hefur þó lítið verið staðfest varðandi tillöguna og virðist sem Ísraelum hafi ekki verið sagt frá henni áður en leiðtogi Hamas birti yfirlýsinguna um samþykkt hennar. Times of Israel hefur heimildir fyrir því að tillagan feli í sér fjörutíu daga vopnahlé í skiptum fyrir 33 gísla. Þá verði Ísraelum gert að sleppa hundruðum Palestínumanna úr haldi. Viðræður eiga svo að halda áfram þegar vopnahléið hefur staðið yfir í sextán daga. Eftir fjörutíu daga tímabilið eigi Hamas-liðar að sleppa þeim gíslum sem eftir eru í skiptum fyrir fleiri Palestínumenn og 42 daga vopnahlé til viðbótar. Eftir það tímabil eigi Hamas-liðar að afhenda þau lík sem þeir fluttu til Gasa frá Ísrael þann 7. október og lík gísla sem hafa dáið í haldi þeirra, í skiptum fyrir aðra 42 daga og líka Palestínumanna í haldi Ísraela. Erfiðar viðræður Erindrekar frá Katar og Egyptalandi hafa undanfarið reynt að miðla mála milli Ísraela og Hamas, með því markmiði að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Pólitískir leiðtogar Hamas hafa um langt skeið haldið til í Katar. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Um hundrað þúsund sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Viðræður síðustu daga sagðar hafa verið erfiðar. Benjamín Netanjahú sagði um helgina að þó Ísraelar samþykktu vopnahlé í skiptum fyrir það að Hamas-liðar slepptu þeim gíslum sem þeir hefðu enn í haldi, kæmi ekki til greina að binda endanlega enda á átökin. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Fyrstu fregnir frá Ísrael gefa til kynna að tillagan sé ný, eftir breytingu á fyrri tillögum, og breytingin sé runnin undan rifjum Egypta. Ólíklegt sé að Ísraelar muni samþykkja hana. Enn sem komið er hefur þó lítið verið staðfest varðandi tillöguna og virðist sem Ísraelum hafi ekki verið sagt frá henni áður en leiðtogi Hamas birti yfirlýsinguna um samþykkt hennar. Times of Israel hefur heimildir fyrir því að tillagan feli í sér fjörutíu daga vopnahlé í skiptum fyrir 33 gísla. Þá verði Ísraelum gert að sleppa hundruðum Palestínumanna úr haldi. Viðræður eiga svo að halda áfram þegar vopnahléið hefur staðið yfir í sextán daga. Eftir fjörutíu daga tímabilið eigi Hamas-liðar að sleppa þeim gíslum sem eftir eru í skiptum fyrir fleiri Palestínumenn og 42 daga vopnahlé til viðbótar. Eftir það tímabil eigi Hamas-liðar að afhenda þau lík sem þeir fluttu til Gasa frá Ísrael þann 7. október og lík gísla sem hafa dáið í haldi þeirra, í skiptum fyrir aðra 42 daga og líka Palestínumanna í haldi Ísraela. Erfiðar viðræður Erindrekar frá Katar og Egyptalandi hafa undanfarið reynt að miðla mála milli Ísraela og Hamas, með því markmiði að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Pólitískir leiðtogar Hamas hafa um langt skeið haldið til í Katar. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Um hundrað þúsund sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Viðræður síðustu daga sagðar hafa verið erfiðar. Benjamín Netanjahú sagði um helgina að þó Ísraelar samþykktu vopnahlé í skiptum fyrir það að Hamas-liðar slepptu þeim gíslum sem þeir hefðu enn í haldi, kæmi ekki til greina að binda endanlega enda á átökin.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50
Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17
Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14