Riðið á Bessastöðum? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 7. maí 2024 09:31 Hugleiðingar fólks eru allskonar varðandi komandi kosningar á nýjum forseta, spurningarnar sem fólki dettur í hug að spyrja alveg með ólíkindum margar hverjar og stór spurning hvernig fólki dettur öll þessi vitleysa í hug, hvað þá að spyrja. Fólk skrifar pistla og greinar, mis gáfulegar, um sínar hugleiðingar á frambjóðendunum og fylgdarliði. En spurningin sem virðist hafa tröllriðið öllu er „ætlið þið að ríða á Bessastöðum“? Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að leggja til að forsetinn og maki hans lifi skírlífi þau ár sem hann verður í embætti. Svo við getum gert ráð fyrir að það verði kysst, faðmað, knúsað, kelað, kúrt og riðið já riðið á Bessastöðum. Kæru forsetaframbjóðendur segið okkur fyrir hvað þið standið, hættið að níða aðra og væla yfir öðrum, þá fáið þið kannski að ríða á Bessastöðum því það er jú það sem allt snýst um er það ekki? Ólafur Ragnar Grímsson fannst gaman að ríða og fór oft í útreiðartúra, og féll af hestbaki þar sem hann var í reiðtúr með Dorrit vinkonu sinni í Húnaþingi í september 1999 eins og frægt varð. En það er allt önnur saga. Kjósendur veljið ykkar forseta málefnalega, ekki eftir því hvað aðrir segja eða finnst um þau, forðist alla fordóma og sleggjudóma, Kjósið þann glæsilegasta, virðulegasta, málefnalegasta, glaðlegasta eða hvað ykkur finnst að forseti þurfi til að bera, verið sjálfum ykkur samkvæm og heiðarleg. En umfram allt kjósið, nýtið kosningaréttinn. Þá getið þið haft áhrif á hver fái að ríða á Bessastöðum. Höfundur er kjósandi á Hvolsvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugleiðingar fólks eru allskonar varðandi komandi kosningar á nýjum forseta, spurningarnar sem fólki dettur í hug að spyrja alveg með ólíkindum margar hverjar og stór spurning hvernig fólki dettur öll þessi vitleysa í hug, hvað þá að spyrja. Fólk skrifar pistla og greinar, mis gáfulegar, um sínar hugleiðingar á frambjóðendunum og fylgdarliði. En spurningin sem virðist hafa tröllriðið öllu er „ætlið þið að ríða á Bessastöðum“? Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að leggja til að forsetinn og maki hans lifi skírlífi þau ár sem hann verður í embætti. Svo við getum gert ráð fyrir að það verði kysst, faðmað, knúsað, kelað, kúrt og riðið já riðið á Bessastöðum. Kæru forsetaframbjóðendur segið okkur fyrir hvað þið standið, hættið að níða aðra og væla yfir öðrum, þá fáið þið kannski að ríða á Bessastöðum því það er jú það sem allt snýst um er það ekki? Ólafur Ragnar Grímsson fannst gaman að ríða og fór oft í útreiðartúra, og féll af hestbaki þar sem hann var í reiðtúr með Dorrit vinkonu sinni í Húnaþingi í september 1999 eins og frægt varð. En það er allt önnur saga. Kjósendur veljið ykkar forseta málefnalega, ekki eftir því hvað aðrir segja eða finnst um þau, forðist alla fordóma og sleggjudóma, Kjósið þann glæsilegasta, virðulegasta, málefnalegasta, glaðlegasta eða hvað ykkur finnst að forseti þurfi til að bera, verið sjálfum ykkur samkvæm og heiðarleg. En umfram allt kjósið, nýtið kosningaréttinn. Þá getið þið haft áhrif á hver fái að ríða á Bessastöðum. Höfundur er kjósandi á Hvolsvelli.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar