Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 11:50 Óli Palli ásamt þeim Siggu Lund og Sigvalda Kaldalóns í Bylgjulestinni fyrir nokkrum árum. Hann ætlar ekki að horfa á Eurovision í kvöld. vísir/hulda margrét Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. Einhver grjótharðasti RÚV-ari sem um getur, Óli Palli, ætlar ekki að horfa heldur fylgjast með samstöðutónleikum sem verða í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. „Við foreldrar og skólinn kennum börnunum okkar að allir eigi að fá að vera með í leik og engan eigi að skilja útundan. Það er bannað að meiða og segja ljótt og einelti er ekki í boði. Á sama tíma mætum við og tökum þátt í söngvakeppni með mesta og hræðilegasta hrekkjusvíninu – ekki bara í bekknum eða skólanum – heldur í öllum heiminum.“ Svo hefst pistill Ólafs Páls Gunnarssonar, Óla Palla útvarpsmanns á Rás 2, en hann hefur horft á Eurovison með báðum augum og hlustað með báðum eyrum í næstum hálfa öld. En hann mun ekki fylgjast með Eurovison á neinn hátt í ár. Óli Palli segir að hrekkjusvínið sem hann nefndi sé ekki í því að skilja út undan eða leggja í einelti, það sé hreinlega að drepa börn í þúsundavís með sprengjum. „Hrekkjusvínið er búið að smala fórnarlömbum sínum út í horn og er svo að gera sig klárt í blóðbað og barna og þjóðarmorð.“ Skilaboðin frá okkur fullorðna fólkinu séu því þessi eða ef hrekkjusvínið er mjög stórt og sterkt þá er bara best að leyfa því að gera það sem það vill og kýs – annars gætum við sjálf lent í vandræðum. Óli Palli vitnar í Gísla Martein Baldursson kollega sinn á RÚV sem sagði að Eurovision snerist um stemmningu og gleði. En hann finndi fyrir hvorugu. Óli Palli leyfir sér að taka undir þau orð: „Það eru samstöðutónleikar í Háskólabíó í kvöld fyrir börnin og fólkið á Gaza sem ég ætla að fylgjast með í kvöld og styrkja.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Sjá meira
Einhver grjótharðasti RÚV-ari sem um getur, Óli Palli, ætlar ekki að horfa heldur fylgjast með samstöðutónleikum sem verða í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. „Við foreldrar og skólinn kennum börnunum okkar að allir eigi að fá að vera með í leik og engan eigi að skilja útundan. Það er bannað að meiða og segja ljótt og einelti er ekki í boði. Á sama tíma mætum við og tökum þátt í söngvakeppni með mesta og hræðilegasta hrekkjusvíninu – ekki bara í bekknum eða skólanum – heldur í öllum heiminum.“ Svo hefst pistill Ólafs Páls Gunnarssonar, Óla Palla útvarpsmanns á Rás 2, en hann hefur horft á Eurovison með báðum augum og hlustað með báðum eyrum í næstum hálfa öld. En hann mun ekki fylgjast með Eurovison á neinn hátt í ár. Óli Palli segir að hrekkjusvínið sem hann nefndi sé ekki í því að skilja út undan eða leggja í einelti, það sé hreinlega að drepa börn í þúsundavís með sprengjum. „Hrekkjusvínið er búið að smala fórnarlömbum sínum út í horn og er svo að gera sig klárt í blóðbað og barna og þjóðarmorð.“ Skilaboðin frá okkur fullorðna fólkinu séu því þessi eða ef hrekkjusvínið er mjög stórt og sterkt þá er bara best að leyfa því að gera það sem það vill og kýs – annars gætum við sjálf lent í vandræðum. Óli Palli vitnar í Gísla Martein Baldursson kollega sinn á RÚV sem sagði að Eurovision snerist um stemmningu og gleði. En hann finndi fyrir hvorugu. Óli Palli leyfir sér að taka undir þau orð: „Það eru samstöðutónleikar í Háskólabíó í kvöld fyrir börnin og fólkið á Gaza sem ég ætla að fylgjast með í kvöld og styrkja.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Sjá meira