Ísland geti orðið fyrsta reyklausa landið í heimi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. maí 2024 13:21 Þær Elísa Kristinsdóttir og Mari Jarsk slógu í gegn í bakgarðshlaupinu um helgina svo athygli vekur. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og fjallgöngugarpur heldur ekki vatni yfir árangri ofurhlaupakonunnar Mari Järsk í Bakgarðshlaupinu sem lauk í gær og er hæstánægður með hlaupakonuna að hafa hlustað á ráð hans og hætt að reykja. Líkt og alþjóð veit fór Mari með sigur af hólmi í Bakgarðslaupinu í Öskjuhlíð í gær eftir að hafa hlaupið 57 hringi á tveimur sólarhringum. Um var að ræða yfir 380 kílómetra og Íslandsmetið slegið. Mari hefur slegið í gegn undanfarin ár, ekki síst þar sem hún hefur áður reykt á milli hringja, en á því varð breyting á í ár líkt og athygli vekur. Leiðir Mari og Tómasar liggja saman vegna heimildamyndar um Mari sem fór í loftið á Stöð 2 í maí, eftir fjölmiðlakonuna Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Mari hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í Elliðaárdal í október í fyrra en hún reykti eina sígarettu á milli hringja. Hver hringur var sjö kílómetrar og Mari hljóp nærri 250 kílómetra. Tómas tjáði sig eftirminnilega um flottan árangur Mari á samfélagsmiðlum í kjölfar hlaupsins í fyrra. Þar sagði hann hana geta orðið enn betri hlaupara, jafnvel á heimsmælikvarða, ef hún segði skilið við sígaretturnar. Mari tók vel í það og sló á létta strengi á samfélagsmiðlum í kjölfarið. „Tómas hjartalæknir langar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eigum við gefa honum séns? Ég er allavega SPENNTUST,“ skrifaði Mari við mynd af sér og Tómasi á samfélagsmiðlum í apríl í fyrra. Ljóst er að hún stóð við stóru orðin. Segir um stórbætingu að ræða „Afrek Mari Järsk í gær í Bakgarðshlaupinu 2024, þar sem hún hljóp 380 km á 57 klst., er ekkert annað en árangur á heimsmælikvarða, enda 7. besti árangur konu frá upphafi í þessari krefjandi íþrótt. Um stórbætingu er að ræða frá fyrri hlaupum,“ segir Tómas Guðbjartsson um árangurinn. „Það sem er ekki síður ánægjulegt er að þetta er fyrsta reyklausa ofurhlaup þessarar ofurkonu sem á meðal okkar fremstu íþróttamanna. Hún er því ekki aðeins fyrirmynd fyrir íþróttafólk almennt heldur líka þá sem vilja hætta að reykja - og taka þátt í að gera Ísland að fyrsta reyklausa landi í heim.“ Bakgarðshlaup Heilsa Áfengi og tóbak Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Líkt og alþjóð veit fór Mari með sigur af hólmi í Bakgarðslaupinu í Öskjuhlíð í gær eftir að hafa hlaupið 57 hringi á tveimur sólarhringum. Um var að ræða yfir 380 kílómetra og Íslandsmetið slegið. Mari hefur slegið í gegn undanfarin ár, ekki síst þar sem hún hefur áður reykt á milli hringja, en á því varð breyting á í ár líkt og athygli vekur. Leiðir Mari og Tómasar liggja saman vegna heimildamyndar um Mari sem fór í loftið á Stöð 2 í maí, eftir fjölmiðlakonuna Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Mari hafnaði í öðru sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum í Elliðaárdal í október í fyrra en hún reykti eina sígarettu á milli hringja. Hver hringur var sjö kílómetrar og Mari hljóp nærri 250 kílómetra. Tómas tjáði sig eftirminnilega um flottan árangur Mari á samfélagsmiðlum í kjölfar hlaupsins í fyrra. Þar sagði hann hana geta orðið enn betri hlaupara, jafnvel á heimsmælikvarða, ef hún segði skilið við sígaretturnar. Mari tók vel í það og sló á létta strengi á samfélagsmiðlum í kjölfarið. „Tómas hjartalæknir langar að hjálpa mér að hætta reykja?? Eigum við gefa honum séns? Ég er allavega SPENNTUST,“ skrifaði Mari við mynd af sér og Tómasi á samfélagsmiðlum í apríl í fyrra. Ljóst er að hún stóð við stóru orðin. Segir um stórbætingu að ræða „Afrek Mari Järsk í gær í Bakgarðshlaupinu 2024, þar sem hún hljóp 380 km á 57 klst., er ekkert annað en árangur á heimsmælikvarða, enda 7. besti árangur konu frá upphafi í þessari krefjandi íþrótt. Um stórbætingu er að ræða frá fyrri hlaupum,“ segir Tómas Guðbjartsson um árangurinn. „Það sem er ekki síður ánægjulegt er að þetta er fyrsta reyklausa ofurhlaup þessarar ofurkonu sem á meðal okkar fremstu íþróttamanna. Hún er því ekki aðeins fyrirmynd fyrir íþróttafólk almennt heldur líka þá sem vilja hætta að reykja - og taka þátt í að gera Ísland að fyrsta reyklausa landi í heim.“
Bakgarðshlaup Heilsa Áfengi og tóbak Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira