Aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum hafa takmörkuð áhrif á verðbólgu
![Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur](https://www.visir.is/i/CEFC7DEA377DC9270FBFCBF5D176D460EE7336EEC638754B0754646203D25621_713x0.jpg)
Áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum fyrir stóran hluta vinnumarkaðarins eru takmörkuð á hagvöxt og verðbólgu, sagði aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi peningastefnunefndar í morgun. Seðlabankastjóri nefndi að hætta væri á að verðbólga verði treg til að fara niður í fjögur til fimm prósent.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/6E309B93110DBCF75924CC9234F0A3705CA6C6D02CF3878D8295B8929CBBEE03_308x200.jpg)
Hægir enn á hagvexti og auknar líkur á að núverandi raunvaxtastig sé „hæfilegt“
Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið.