Lýsa hræðilegu ofbeldi fyrir sjóslys þar sem tugir létu lífið Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2024 10:00 Tólf ára stúlka sem gengur undir nafninu N var beitt grófu kynferðislegu ofbeldi á leiðinni frá Bangladess til Indónesíu. Ferðin endaði með ósköpum og margir þeirra sem voru á flótta létu lífið. AP/Peter Hamlin Embættismenn og sjómenn frá Indónesíu björguðu í mars 75 manns frá fiskiskipi sem hafði hvolft undan ströndum ríkisins. Aðrir 67 farþegar og þar á meðal 28 börn, dóu þegar skipið hvolfdi en um borð voru Róhingjar á flótta frá Mjanmar. Ekki hefur þó legið fyrir hvað olli því að skipið hvolfdi og af hverju allt þetta fólk dó. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa fundið fólk sem var um borð í skipinu og þar á meðal tólf ára stúlka sem var ítrekað nauðgað um borð, ásamt öðrum stúlkum og konum. Á undanförnum árum hafa Róhingjar orðið fyrir gífurlegu ofbeldi í Mjanmar og Bangladess. Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skilgreint ódæðin gegn Róhingjum sem þjóðarmorði. Sjá einnig: Fyrrverandi hermenn viðurkenna ódæði gegn Róhingjum Mikill fjöldi Róhingja hafa flúið til Bangladess þar sem þau hafa haldið til í einhverjum stærstu flóttamannabúðum heims. Aðstæður þar hafa þó versnað verulega á undanförnum árum og samhliða því hefur herforingjastjórnin í Mjanmar gert frekari árásir á Róhingja þar í landi. Verulega hefur dregið úr stuðningi alþjóðasamfélagsins við Róhingja og hafa margir því reynt að flýja til annarra ríkja eins og Indónesíu. Tólf ára á leið til eiginmanns í Malasíu Í mars fór tólf ára stúlka, sem blaðamenn AP kalla N, um borð í bát við stendur Bangladess sem átti að flytja hana aðra til Indónesíu en þaðan átti hún að fara til Malasíu og giftast manni sem fjölskylda hennar hafði fundið. AP segir fjölskyldur í flóttamannabúðum ekki hafa tök á því að fæða börn sín og því sé gripið til þess örþrifaráðs að senda ungar stúlkur til manna í öðrum löndum. Eftir að hafa farið nokkrum sinnum milli báta var hópurinn orðinn 140 manns en eftir um vikulangt ferðalag voru þau flutt um borð í fiskiskip frá Indónesíu. Þeim var sagt að það væri nauðsynlegt þar sem yfirvöld í Indónesíu fylgdust grannt með ferðum skipa frá Bangladess og Mjanmar. Fiskiskipið var þó mun minna en hinn báturinn og áhöfnin frá Indónesíu. Viðmælendur AP sögðust hafa lýst áhyggjum sínum en þau voru sannfærð um að skipið væri öruggt og þau yrðu komin til Indónesíu á næsta sólarhring. Svo reyndist þó alls ekki vera. Skömmu eftir að fólkið fór um borð í fiskiskipið skipti áhöfn þess hópnum upp. Konur voru aðskildar frá mönnum og allir sem mótmæltu voru barðir. Mennirnir voru svo þvingaðir í lest skipsins og skipstjórinn og áhöfn hans kröfðust þess að nokkrar konur færu inn í káetu skipstjórans. Allir sem mótmæltu voru barðir frekar og áhafnarmeðlimir skipsins sögðust vopnaðir og hótuðu því að skjóta fólk. Skipstjóri skipsins reyndi að þvinga hina sautján ára gömlu Samiru inn í káetu sína. Eiginmaður hennar, Akram Ullah, tókst þó að koma henni til varnar.AP/Reza Saifullah Var nauðgað ítrekað yfir nóttina N og fjórar aðra stúlkur og konur voru þvingaðar inn í káetuna. Eins og áður segir var N tólf ára, tvær þeirra voru táningar og sú fjórða var um tvítugt. Fimmtu konunni tókst að lauma sér úr káetunni. Skipstjórinn og fimm af sex í áhöfn skipsins brutu á þeim alla nóttina og ef þær reyndu að streitast á móti voru þær barðar. Mennirnir sem höfðu verið lokaðir í lest skipsins, beint undir káetu skipstjórans, heyrðu grátur og kall stúlknanna alla nóttina. Þeir trúðu mönnunum í áhöfn skipsins sem sögðust vopnaðir og töldu sig því ekkert geta gert til að stöðva nauðganirnar. N segir að þegar sólin kom upp hafi hún séð mann sem hún kannaðist við og sent honum merki um að hjálpa sér. Hann nálgaðist káetuna og var fyrir vakið barinn af áhöfninni. Manninum tókst þrátt fyrir það að sannfæra skipstjórann um að hleypa N á klósettið. Hún fór og faldi sig meðal hinna í lest skipsins. Mennirnir héldu þó áfram að nauðga hinum stúlkunum þremur ítrekað. Næsta morgun komust stúlkurnar út og leituðu sér skjóls meðal annarra flóttamanna. Skipstjórinn og hinir mennirnir fóru þó fljótt að krefjast fleiri fórnarlamba. Viðmælendur AP segja mennina hafa barið bæði menn og konur en þeim hafi ekki orðið ágengt. Þau segja skipstjórann og áhöfnina hafa drukkið óhóflega og neytt kannabisefna. Skipstjórinn var orðinn fjúkandi reiður og hótaði því að hvolfa bátnum ef hann fengi ekki konur inn í káetu. Segja skipstjórann hafa hvolft skipinu viljandi Viðmælendurnir segja að um níuleytið um kvöldið hafi þau séð skipstjórann ganga ölvaðan að stýrinu og snúa því harkalega. Við það lenti báturinn á öldu og hvolfdi á skömmum tíma. Margir sátu fastir í lest skipsins og þar að auki flæktust margir í fiskinetum sem voru um borð. Af um hundrað og 140 farþegum drukknuðu 67 þeirra á meðan hinir reyndu eftir bestu getu að koma þeim til bjargar. Í mörgum tilfellum var það án árangurs. Margir flæktust í netum þegar skipið hvolfdi.AP/Peter Hamlin N var ein þeirra sem náði upp á kjöl skipsins en hinar þrjár stúlkurnar sem höfðu verið misnotaðar í káetu skipstjórans drukknuðu. Skipstjórinn og aðrir í áhöfn skipsins lifðu af. Hann synti á brott ásamt þremur öðrum en menn úr hópi flóttafólksins stöðvuðu hina þrjá. Þeir óttuðust að ef þeim yrði bjargað og enginn úr áhöfninni væri með þeim yrði þeim kennt um atvikið. Um morguninn var smáum bát siglt upp að kjöl skipsins en einungis sex manns komu þangað um borð. Áhafnir annarra skipa sem komu á vettvang hjálpuðu fólkinu ekki, heldur tóku myndir af því og sigldu á brott. Veðrið versnaði þann dag og fór skipið aftur að velta. Við það féll fólk á kilinum aftur í sjóinn og komust margir þeirra ekki aftur upp og drukknuðu. Ein kona segir frá því hvernig níu ára dóttir hennar var orðin veikburða og var hætt að geta talað. Heill dagur leið til viðbótar og næsta morgun, um einum og sólarhring eftir að skipið hvolfdi, var dóttir konunnar dáin. Um hálftíma eftir það var fyrsta björgunarskipinu siglt á vettvang. Fólkinu var komið til bjargar um einum og hálfum sólarhring eftir að fiskiskipið hvoldi rúma tuttugu kílómetra frá ströndum Indónesíu.AP/Reza Saifulla Enginn ákærður fyrir morð eða nauðgun Þann 2. apríl lýsti lögreglan því yfir að þrír menn úr áhöfn skipsins hefðu verið handteknir, auk eins til viðbótar sem var ekki um borð. Þeir voru ákærðir fyrir að smygla fólkinu og standa frammi fyrir allt að fimmtán árum í fangelsi. Skipstjórinn og hinir þrír sem syntu á brott hafa ekki fundist en lögreglan segir símagögn benda til þess að skipstjórinn sé í Malasíu. Ekki stendur til að ákæra mennina fyrir morð, þar sem lögreglan stendur í þeirri trú að um slys hafi verið að ræða. Skipið hafi hvolft því of margir hafi verið um borð. Þá stendur ekki til að ákæra neinn fyrir nauðgun og forsvarsmenn lögreglunnar segja engan hafa sagt þeim frá því að kynferðislegt ofbeldi hafi átt sér stað. Í samtali við AP segir N að enginn hafi rætt við hana um hvað gerðist um borð. Hún og aðrir sem lifðu slysið af hafa verið færð milli neyðarskýla í Indónesíu á undanförnum vikum. Hún er ein og segist sakna móður sinnar. Þá segist hún halda í vonina varðandi það að ná til væntanlegs eiginmanns hennar í Malasíu og telur að þá geti hún loks orðið frjáls. Eins og segir í grein AP er þó líklegra að hún endi eins og margar aðrar ungar Róhingjakonur í svipuðum aðstæðum. Sem eins konar fangi í haldi ofbeldisfulls eiginmanns. Fatima Khatun lifði slysið af en átta ára dóttir hennar gerði það ekki.AP/Reza Saifullah Mjanmar Bangladess Indónesía Tengdar fréttir Grunur um að kveikt hafi verið í stærstu flóttamannabúðum heims Yfirvöld í Bangladess rannsaka nú eldsupptök í flóttamannabúðum Rohingja en eldurinn breyddist stjórnlaust um byggðina og nú eru um 12 þúsund flóttamenn án húsaskjóls. 6. mars 2023 08:26 Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06 Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Ekki hefur þó legið fyrir hvað olli því að skipið hvolfdi og af hverju allt þetta fólk dó. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa fundið fólk sem var um borð í skipinu og þar á meðal tólf ára stúlka sem var ítrekað nauðgað um borð, ásamt öðrum stúlkum og konum. Á undanförnum árum hafa Róhingjar orðið fyrir gífurlegu ofbeldi í Mjanmar og Bangladess. Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skilgreint ódæðin gegn Róhingjum sem þjóðarmorði. Sjá einnig: Fyrrverandi hermenn viðurkenna ódæði gegn Róhingjum Mikill fjöldi Róhingja hafa flúið til Bangladess þar sem þau hafa haldið til í einhverjum stærstu flóttamannabúðum heims. Aðstæður þar hafa þó versnað verulega á undanförnum árum og samhliða því hefur herforingjastjórnin í Mjanmar gert frekari árásir á Róhingja þar í landi. Verulega hefur dregið úr stuðningi alþjóðasamfélagsins við Róhingja og hafa margir því reynt að flýja til annarra ríkja eins og Indónesíu. Tólf ára á leið til eiginmanns í Malasíu Í mars fór tólf ára stúlka, sem blaðamenn AP kalla N, um borð í bát við stendur Bangladess sem átti að flytja hana aðra til Indónesíu en þaðan átti hún að fara til Malasíu og giftast manni sem fjölskylda hennar hafði fundið. AP segir fjölskyldur í flóttamannabúðum ekki hafa tök á því að fæða börn sín og því sé gripið til þess örþrifaráðs að senda ungar stúlkur til manna í öðrum löndum. Eftir að hafa farið nokkrum sinnum milli báta var hópurinn orðinn 140 manns en eftir um vikulangt ferðalag voru þau flutt um borð í fiskiskip frá Indónesíu. Þeim var sagt að það væri nauðsynlegt þar sem yfirvöld í Indónesíu fylgdust grannt með ferðum skipa frá Bangladess og Mjanmar. Fiskiskipið var þó mun minna en hinn báturinn og áhöfnin frá Indónesíu. Viðmælendur AP sögðust hafa lýst áhyggjum sínum en þau voru sannfærð um að skipið væri öruggt og þau yrðu komin til Indónesíu á næsta sólarhring. Svo reyndist þó alls ekki vera. Skömmu eftir að fólkið fór um borð í fiskiskipið skipti áhöfn þess hópnum upp. Konur voru aðskildar frá mönnum og allir sem mótmæltu voru barðir. Mennirnir voru svo þvingaðir í lest skipsins og skipstjórinn og áhöfn hans kröfðust þess að nokkrar konur færu inn í káetu skipstjórans. Allir sem mótmæltu voru barðir frekar og áhafnarmeðlimir skipsins sögðust vopnaðir og hótuðu því að skjóta fólk. Skipstjóri skipsins reyndi að þvinga hina sautján ára gömlu Samiru inn í káetu sína. Eiginmaður hennar, Akram Ullah, tókst þó að koma henni til varnar.AP/Reza Saifullah Var nauðgað ítrekað yfir nóttina N og fjórar aðra stúlkur og konur voru þvingaðar inn í káetuna. Eins og áður segir var N tólf ára, tvær þeirra voru táningar og sú fjórða var um tvítugt. Fimmtu konunni tókst að lauma sér úr káetunni. Skipstjórinn og fimm af sex í áhöfn skipsins brutu á þeim alla nóttina og ef þær reyndu að streitast á móti voru þær barðar. Mennirnir sem höfðu verið lokaðir í lest skipsins, beint undir káetu skipstjórans, heyrðu grátur og kall stúlknanna alla nóttina. Þeir trúðu mönnunum í áhöfn skipsins sem sögðust vopnaðir og töldu sig því ekkert geta gert til að stöðva nauðganirnar. N segir að þegar sólin kom upp hafi hún séð mann sem hún kannaðist við og sent honum merki um að hjálpa sér. Hann nálgaðist káetuna og var fyrir vakið barinn af áhöfninni. Manninum tókst þrátt fyrir það að sannfæra skipstjórann um að hleypa N á klósettið. Hún fór og faldi sig meðal hinna í lest skipsins. Mennirnir héldu þó áfram að nauðga hinum stúlkunum þremur ítrekað. Næsta morgun komust stúlkurnar út og leituðu sér skjóls meðal annarra flóttamanna. Skipstjórinn og hinir mennirnir fóru þó fljótt að krefjast fleiri fórnarlamba. Viðmælendur AP segja mennina hafa barið bæði menn og konur en þeim hafi ekki orðið ágengt. Þau segja skipstjórann og áhöfnina hafa drukkið óhóflega og neytt kannabisefna. Skipstjórinn var orðinn fjúkandi reiður og hótaði því að hvolfa bátnum ef hann fengi ekki konur inn í káetu. Segja skipstjórann hafa hvolft skipinu viljandi Viðmælendurnir segja að um níuleytið um kvöldið hafi þau séð skipstjórann ganga ölvaðan að stýrinu og snúa því harkalega. Við það lenti báturinn á öldu og hvolfdi á skömmum tíma. Margir sátu fastir í lest skipsins og þar að auki flæktust margir í fiskinetum sem voru um borð. Af um hundrað og 140 farþegum drukknuðu 67 þeirra á meðan hinir reyndu eftir bestu getu að koma þeim til bjargar. Í mörgum tilfellum var það án árangurs. Margir flæktust í netum þegar skipið hvolfdi.AP/Peter Hamlin N var ein þeirra sem náði upp á kjöl skipsins en hinar þrjár stúlkurnar sem höfðu verið misnotaðar í káetu skipstjórans drukknuðu. Skipstjórinn og aðrir í áhöfn skipsins lifðu af. Hann synti á brott ásamt þremur öðrum en menn úr hópi flóttafólksins stöðvuðu hina þrjá. Þeir óttuðust að ef þeim yrði bjargað og enginn úr áhöfninni væri með þeim yrði þeim kennt um atvikið. Um morguninn var smáum bát siglt upp að kjöl skipsins en einungis sex manns komu þangað um borð. Áhafnir annarra skipa sem komu á vettvang hjálpuðu fólkinu ekki, heldur tóku myndir af því og sigldu á brott. Veðrið versnaði þann dag og fór skipið aftur að velta. Við það féll fólk á kilinum aftur í sjóinn og komust margir þeirra ekki aftur upp og drukknuðu. Ein kona segir frá því hvernig níu ára dóttir hennar var orðin veikburða og var hætt að geta talað. Heill dagur leið til viðbótar og næsta morgun, um einum og sólarhring eftir að skipið hvolfdi, var dóttir konunnar dáin. Um hálftíma eftir það var fyrsta björgunarskipinu siglt á vettvang. Fólkinu var komið til bjargar um einum og hálfum sólarhring eftir að fiskiskipið hvoldi rúma tuttugu kílómetra frá ströndum Indónesíu.AP/Reza Saifulla Enginn ákærður fyrir morð eða nauðgun Þann 2. apríl lýsti lögreglan því yfir að þrír menn úr áhöfn skipsins hefðu verið handteknir, auk eins til viðbótar sem var ekki um borð. Þeir voru ákærðir fyrir að smygla fólkinu og standa frammi fyrir allt að fimmtán árum í fangelsi. Skipstjórinn og hinir þrír sem syntu á brott hafa ekki fundist en lögreglan segir símagögn benda til þess að skipstjórinn sé í Malasíu. Ekki stendur til að ákæra mennina fyrir morð, þar sem lögreglan stendur í þeirri trú að um slys hafi verið að ræða. Skipið hafi hvolft því of margir hafi verið um borð. Þá stendur ekki til að ákæra neinn fyrir nauðgun og forsvarsmenn lögreglunnar segja engan hafa sagt þeim frá því að kynferðislegt ofbeldi hafi átt sér stað. Í samtali við AP segir N að enginn hafi rætt við hana um hvað gerðist um borð. Hún og aðrir sem lifðu slysið af hafa verið færð milli neyðarskýla í Indónesíu á undanförnum vikum. Hún er ein og segist sakna móður sinnar. Þá segist hún halda í vonina varðandi það að ná til væntanlegs eiginmanns hennar í Malasíu og telur að þá geti hún loks orðið frjáls. Eins og segir í grein AP er þó líklegra að hún endi eins og margar aðrar ungar Róhingjakonur í svipuðum aðstæðum. Sem eins konar fangi í haldi ofbeldisfulls eiginmanns. Fatima Khatun lifði slysið af en átta ára dóttir hennar gerði það ekki.AP/Reza Saifullah
Mjanmar Bangladess Indónesía Tengdar fréttir Grunur um að kveikt hafi verið í stærstu flóttamannabúðum heims Yfirvöld í Bangladess rannsaka nú eldsupptök í flóttamannabúðum Rohingja en eldurinn breyddist stjórnlaust um byggðina og nú eru um 12 þúsund flóttamenn án húsaskjóls. 6. mars 2023 08:26 Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06 Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Grunur um að kveikt hafi verið í stærstu flóttamannabúðum heims Yfirvöld í Bangladess rannsaka nú eldsupptök í flóttamannabúðum Rohingja en eldurinn breyddist stjórnlaust um byggðina og nú eru um 12 þúsund flóttamenn án húsaskjóls. 6. mars 2023 08:26
Róhingjar verða fluttir á afskekkta eyju Til standur að fyrstu flóttamenn Róhingja verði fluttir til eyjar, sem er í árósum Meghna árinnar í Bangladess, á næstu mánuðum segir utanríkisráðherra Bangladess. 19. júlí 2019 12:06
Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24