Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2024 22:33 Heðin Mortensen er borgarstjóri Þórshafnar í Færeyjum. Egill Aðalsteinsson Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá smíði hallarinnar og af væntanlegu útliti en hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir. Hún rís í útjaðri Þórshafnar en skammt frá ná hin mögnuðu Austureyjargöng landi á Straumey. Þjóðarhöll Færeyinga rýkur upp og er áformað að hún verði tekin í notkun í febrúar á næsta ári. Fyrsta skóflustunga var tekin fyrir sautján mánuðum.Egill Aðalsteinsson Það var rétt fyrir jólin 2022, fyrir um sautján mánuðum, sem fyrsta skóflustungan var tekin. Byggingin rýkur upp þessa dagana. Borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen, er helsti forystumaður verkefnisins. Hann hefur einnig setið á Lögþinginu og gegnt formennsku í Íþróttasambandi Færeyja og er stoltur af árangri færeyskra íþróttamanna. Heðin Mortensen í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson „Eins og þú veist höfum við staðið okkur vel í handboltanum. Við eigum einn besta leikmanninn í Þýskalandi í dag og í Svíþjóð,” segir Heðin. Og hann vill að heimavöllur landsliðanna sé í Færeyjum. „Í staðinn fyrir að spila heimaleiki okkar í Danmörku eða annars staðar; nei, það á að spila þá hér í Höfn, Þórshöfn,” segir borgarstjórinn. Svona mun höllin líta út fullsmíðuð. Hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir.TÓRSHAVNAR KOMMUNA Þjóðarhöll Færeyinga verður fjölnotahús fyrir flestar greinar inniíþrótta með sæti fyrir 2.700 áhorfendur á kappleikjum. „Svo nýtist hún líka sem stór tónleikasalur og einnig fyrir ráðstefnur þar sem margir koma saman. Á tónleikum rúmar hún um fjögur þúsund manns. Svo þetta er mjög stór höll sem við erum ægilega stolt af.” Kostnaður er áætlaður um fimm milljarðar króna og greiðir Þórshafnarbær um sextíu prósent en afgangurinn kemur frá Landsstjórninni, danska ríkinu og einkaaðilum. Á kappleikjum rúmar höllin 2.700 áhorfendur.TÓRSHAVNAR KOMMUNA „Hún verður fokheld núna á Ólafsvöku, það er 28. júlí í ár. Svo verkið skotgengur, gengur mjög hratt. Og fyrsti handboltaleikurinn verður í febrúar á komandi ári. Við erum mjög spennt fyrir að geta tekið hana í notkun. Og bíðum spennt eftir að fá heimaleikina hingað. Og Íslendingum er velkomið að nota höllina líka. Að sjálfsögðu,” segir Heðin Mortensen, sem ber titilinn borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30 „Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá smíði hallarinnar og af væntanlegu útliti en hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir. Hún rís í útjaðri Þórshafnar en skammt frá ná hin mögnuðu Austureyjargöng landi á Straumey. Þjóðarhöll Færeyinga rýkur upp og er áformað að hún verði tekin í notkun í febrúar á næsta ári. Fyrsta skóflustunga var tekin fyrir sautján mánuðum.Egill Aðalsteinsson Það var rétt fyrir jólin 2022, fyrir um sautján mánuðum, sem fyrsta skóflustungan var tekin. Byggingin rýkur upp þessa dagana. Borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen, er helsti forystumaður verkefnisins. Hann hefur einnig setið á Lögþinginu og gegnt formennsku í Íþróttasambandi Færeyja og er stoltur af árangri færeyskra íþróttamanna. Heðin Mortensen í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson „Eins og þú veist höfum við staðið okkur vel í handboltanum. Við eigum einn besta leikmanninn í Þýskalandi í dag og í Svíþjóð,” segir Heðin. Og hann vill að heimavöllur landsliðanna sé í Færeyjum. „Í staðinn fyrir að spila heimaleiki okkar í Danmörku eða annars staðar; nei, það á að spila þá hér í Höfn, Þórshöfn,” segir borgarstjórinn. Svona mun höllin líta út fullsmíðuð. Hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir.TÓRSHAVNAR KOMMUNA Þjóðarhöll Færeyinga verður fjölnotahús fyrir flestar greinar inniíþrótta með sæti fyrir 2.700 áhorfendur á kappleikjum. „Svo nýtist hún líka sem stór tónleikasalur og einnig fyrir ráðstefnur þar sem margir koma saman. Á tónleikum rúmar hún um fjögur þúsund manns. Svo þetta er mjög stór höll sem við erum ægilega stolt af.” Kostnaður er áætlaður um fimm milljarðar króna og greiðir Þórshafnarbær um sextíu prósent en afgangurinn kemur frá Landsstjórninni, danska ríkinu og einkaaðilum. Á kappleikjum rúmar höllin 2.700 áhorfendur.TÓRSHAVNAR KOMMUNA „Hún verður fokheld núna á Ólafsvöku, það er 28. júlí í ár. Svo verkið skotgengur, gengur mjög hratt. Og fyrsti handboltaleikurinn verður í febrúar á komandi ári. Við erum mjög spennt fyrir að geta tekið hana í notkun. Og bíðum spennt eftir að fá heimaleikina hingað. Og Íslendingum er velkomið að nota höllina líka. Að sjálfsögðu,” segir Heðin Mortensen, sem ber titilinn borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30 „Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30
„Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels