Mikilvægi íþróttafélaga Lárus Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 21:01 Íþróttafélögin á Íslandi eru á margan hátt einstakt fyrirbæri. Fyrirbæri sem eru að mínu mati gríðarlega vanmetin í íslensku samfélagi. Þau eru byggð upp af áhugamönnum um íþróttir, sjálfboðaliðum, sem unnu þrotlaust starf til þess að tryggja betri aðsöðu fyrir íþróttaiðkun. Íþróttafélögin á Íslandi eru almennaheilla félög, án eiganda. Aðkoma sveitarfélaga að íþróttafélögunum var í upphafi þeirra, afar takmörkuð. Fyrst var aðalega um að ræða lóðaúthlutanir en smátt og smátt komu sveitarfélögin meira inn í fjármögnun og uppbyggingu á mannvirkum. Rekstarstyrkir vegna íþrótta hafa líka komið frá sveitarfélögum og eru þeir misjafnir eftir landshlutum, borgum og bæjum. Í flestum tilfellum er um að ræða niðurgreiðslur á æfinga- og fasteignagjöldum og í einhverjum tilfellum viðhaldskostnaði á mannvirkjum. Einstaka sveitarfélög hafa gert enn betur og styrkja barna og afreksstarf með beinu fjárframlagi, en það er sjaldgæft. Engar greiðslur koma til íþróttafélaga frá ríkinu. Í dag stunda lang flest börn á Íslandi reglulegar íþróttir hjá íþróttafélagi og er hlutfallið mjög hátt í alþjóðlegum samanburði (t.d. um 80% 12 ára barna). Má nefna það hér að forsvarsmenn íþróttafélaga hér á landi kannast við ófáar erlendar sendinefndir sem hafa komið til Íslands frá öðrum löndum til þess að kynna sér starf íslenskra íþróttafélaga. Það segir sig sjálft að á síðustu áratugum hefur umfang á rekstri íþróttafélaga margfaldast. Mörg af stærstu félögum landsins velta nú yfir einum milljarði króna á ári. Starfsemin er yfirleitt undirmönnuð og erfiðara getur verið er að fá sjálfboðaliða til starfa í réttu hlutfalli við aukna starfsemi. Íþróttafélögin eru gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar samfélagi og er aukinn aðsókn í þeirra starfsemi ekkert annað en fagnaðarefni. Íþróttirnar eru sennilega einn besti undirbúningur sem einstaklingur getur fengið fyrir lífið, fyrir utan það mikilvæga forvarnargildi sem í íþróttum felst. Íþróttafélögin eru í dag orðin stór hluti af okkar uppeldiskerfi, og er það vel. En rekstur flestra íþróttafélaga hefur verið mjög erfiður á undanförnum árum. Það má segja að á meðan aðsókn og kröfur á íþróttafélögin hafi aukist, hafi fjárhagsleg staða þeirra almennt veikst. Ég veit fyrir víst að mörg íþróttafélög eru að berjast í bökkum hver mánaðarmót að greiða starfsmönnum sínum laun og halda starfseminni gangandi. Ef ekki væri fyrir þrotlaust starf sjálfboðaliða íþróttafélagana, sem vinna gríðarlega óeigingjarnt staf, þá væri flest íþróttafélög landsins komin í greiðsluþrot. Að mínu mati þarf að fara líta á íþróttafélögin í landinu sem stóra stoð í uppeldisstarfinu, sem þau eru. Það þarf að verja íþróttafélögin og tryggja áfram það góða starf sem þau inna af hendi. Það er komnin tími á að enduhugsa og endurmeta starfsemi íþróttafélaga á Íslandi. Kröfur samfélagsins á íþróttafélögin eru að mörgu leiti óraunhæfar í dag, miða við það fjármagn sem þau hafa úr að moða. Þessu verður að breyta og það þarf að koma á samtali á milli íþróttafélagana og stjórnvalda til þess að tryggja að íþróttafélögin geti haldið áfram að vaxa og dafna og skila áfram því góða starfi sem þau hafa ávallt gert, í tengslum við auknar kröfur, aukinn iðkendafjölda og breyttu umhverfi í samfélaginu. Höfundur er fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Vals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íþróttafélögin á Íslandi eru á margan hátt einstakt fyrirbæri. Fyrirbæri sem eru að mínu mati gríðarlega vanmetin í íslensku samfélagi. Þau eru byggð upp af áhugamönnum um íþróttir, sjálfboðaliðum, sem unnu þrotlaust starf til þess að tryggja betri aðsöðu fyrir íþróttaiðkun. Íþróttafélögin á Íslandi eru almennaheilla félög, án eiganda. Aðkoma sveitarfélaga að íþróttafélögunum var í upphafi þeirra, afar takmörkuð. Fyrst var aðalega um að ræða lóðaúthlutanir en smátt og smátt komu sveitarfélögin meira inn í fjármögnun og uppbyggingu á mannvirkum. Rekstarstyrkir vegna íþrótta hafa líka komið frá sveitarfélögum og eru þeir misjafnir eftir landshlutum, borgum og bæjum. Í flestum tilfellum er um að ræða niðurgreiðslur á æfinga- og fasteignagjöldum og í einhverjum tilfellum viðhaldskostnaði á mannvirkjum. Einstaka sveitarfélög hafa gert enn betur og styrkja barna og afreksstarf með beinu fjárframlagi, en það er sjaldgæft. Engar greiðslur koma til íþróttafélaga frá ríkinu. Í dag stunda lang flest börn á Íslandi reglulegar íþróttir hjá íþróttafélagi og er hlutfallið mjög hátt í alþjóðlegum samanburði (t.d. um 80% 12 ára barna). Má nefna það hér að forsvarsmenn íþróttafélaga hér á landi kannast við ófáar erlendar sendinefndir sem hafa komið til Íslands frá öðrum löndum til þess að kynna sér starf íslenskra íþróttafélaga. Það segir sig sjálft að á síðustu áratugum hefur umfang á rekstri íþróttafélaga margfaldast. Mörg af stærstu félögum landsins velta nú yfir einum milljarði króna á ári. Starfsemin er yfirleitt undirmönnuð og erfiðara getur verið er að fá sjálfboðaliða til starfa í réttu hlutfalli við aukna starfsemi. Íþróttafélögin eru gríðarlega mikilvægur þáttur í okkar samfélagi og er aukinn aðsókn í þeirra starfsemi ekkert annað en fagnaðarefni. Íþróttirnar eru sennilega einn besti undirbúningur sem einstaklingur getur fengið fyrir lífið, fyrir utan það mikilvæga forvarnargildi sem í íþróttum felst. Íþróttafélögin eru í dag orðin stór hluti af okkar uppeldiskerfi, og er það vel. En rekstur flestra íþróttafélaga hefur verið mjög erfiður á undanförnum árum. Það má segja að á meðan aðsókn og kröfur á íþróttafélögin hafi aukist, hafi fjárhagsleg staða þeirra almennt veikst. Ég veit fyrir víst að mörg íþróttafélög eru að berjast í bökkum hver mánaðarmót að greiða starfsmönnum sínum laun og halda starfseminni gangandi. Ef ekki væri fyrir þrotlaust starf sjálfboðaliða íþróttafélagana, sem vinna gríðarlega óeigingjarnt staf, þá væri flest íþróttafélög landsins komin í greiðsluþrot. Að mínu mati þarf að fara líta á íþróttafélögin í landinu sem stóra stoð í uppeldisstarfinu, sem þau eru. Það þarf að verja íþróttafélögin og tryggja áfram það góða starf sem þau inna af hendi. Það er komnin tími á að enduhugsa og endurmeta starfsemi íþróttafélaga á Íslandi. Kröfur samfélagsins á íþróttafélögin eru að mörgu leiti óraunhæfar í dag, miða við það fjármagn sem þau hafa úr að moða. Þessu verður að breyta og það þarf að koma á samtali á milli íþróttafélagana og stjórnvalda til þess að tryggja að íþróttafélögin geti haldið áfram að vaxa og dafna og skila áfram því góða starfi sem þau hafa ávallt gert, í tengslum við auknar kröfur, aukinn iðkendafjölda og breyttu umhverfi í samfélaginu. Höfundur er fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Vals
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun