Tekst Glódísi að hrifsa „barnið“ af Popp í dag? Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 11:01 Glódís Perla Viggósdóttir þekkir það vel að eiga við Alexöndru Popp, hvort sem er með landsliði eða félagsliði. Þær mætast í Köln í dag í bikarúrslitaleik. Getty Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í dag í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í fótbolta, þegar stórveldin Bayern München og Wolfsburg eigast við. Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Á meðal þeirra leikmanna sem Glódís þarf að stöðva í dag er hin 33 ára gamla Alexandra Popp sem ótrúlegt en satt gæti orðið bikarmeistari í ellefta sinn. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Wolfsburg hefur nefnilega einokað þýska bikarinn síðasta áratuginn og unnið keppnina níu ár í röð, og Popp var einnig í sigurliðinu 2013. Það er því ekki skrýtið að hún lýsi bikarnum sem „barninu“ sínu en í ár ætti samt Bayern að þykja sigurstranglegra eftir að hafa nú þegar tryggt sér sigur í þýsku deildinni, og ekki tapað leik þar. Bayern á því möguleika á að vinna tvöfalt í fyrsta sinn en Popp hefur engan áhuga á að missa bikarinn frá sér. „Ég hef nú aldrei sofið með hann hjá mér en ég grínast stundum með að hann sé barnið mitt því við höfum unnið hann svo oft,“ sagði Popp létt í bragði. Sveindís komin af stað eftir meiðsli Tæplega 45.000 manns verða á leikvanginum í Köln í dag og það kemur svo í ljós hvort að Glódís og varamarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fagna öðrum titli, eins og um síðustu helgi, eða hvort Sveindís, Popp og félagar hafa betur enn eitt árið. Sveindís lék síðasta föstudag sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir mánuði, þegar hún kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Köln. Hún ætti því að geta komið við sögu í leiknum í dag. Bikarúrslitaleikur Bayern og Wolfsburg hefst klukkan 14 í dag og er sýndur á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Á meðal þeirra leikmanna sem Glódís þarf að stöðva í dag er hin 33 ára gamla Alexandra Popp sem ótrúlegt en satt gæti orðið bikarmeistari í ellefta sinn. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Wolfsburg hefur nefnilega einokað þýska bikarinn síðasta áratuginn og unnið keppnina níu ár í röð, og Popp var einnig í sigurliðinu 2013. Það er því ekki skrýtið að hún lýsi bikarnum sem „barninu“ sínu en í ár ætti samt Bayern að þykja sigurstranglegra eftir að hafa nú þegar tryggt sér sigur í þýsku deildinni, og ekki tapað leik þar. Bayern á því möguleika á að vinna tvöfalt í fyrsta sinn en Popp hefur engan áhuga á að missa bikarinn frá sér. „Ég hef nú aldrei sofið með hann hjá mér en ég grínast stundum með að hann sé barnið mitt því við höfum unnið hann svo oft,“ sagði Popp létt í bragði. Sveindís komin af stað eftir meiðsli Tæplega 45.000 manns verða á leikvanginum í Köln í dag og það kemur svo í ljós hvort að Glódís og varamarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fagna öðrum titli, eins og um síðustu helgi, eða hvort Sveindís, Popp og félagar hafa betur enn eitt árið. Sveindís lék síðasta föstudag sinn fyrsta leik fyrir Wolfsburg eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu í leik gegn Þýskalandi fyrir mánuði, þegar hún kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Köln. Hún ætti því að geta komið við sögu í leiknum í dag. Bikarúrslitaleikur Bayern og Wolfsburg hefst klukkan 14 í dag og er sýndur á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Sjá meira