Rodri kemur ekki til greina en Spánn á bestu stjórana Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 13:17 Erling Haaland gæti verið valinn bestur annað árið í röð, en Rodri kemur ekki til greina. Getty/Neal Simpson Átta leikmenn hafa verið tilnefndir sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en það er í höndum almennings og dómnefndar að skera úr um hver þeirra var bestur. Athygli vekur að spænski miðjumaðurinn Rodri er ekki á meðal þeirra tilnefndu, þrátt fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki hjá Manchester City og ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu. City hefur tapað þremur af fjórum deildarleikjum sínum án Rodri. Rodri has the same number of defeats as Player of the Season nominations in the Premier League this season (0). 🤪He's the only player with:◉ 20+ shots on target◉ 20+ chances created◉ 20+ aerial duels won◉ 20+ take-ons completed◉ 20+ tackles made◉ 20+ interceptions… pic.twitter.com/Kj9MiPCIuN— Squawka (@Squawka) May 9, 2024 Liðsfélagar Rodri, þeir Erling Haaland og Phil Foden, eru hins vegar tilnefndir og gæti Haaland því unnið verðlaunin annað árið í röð. Foden var á dögunum valinn bestur af samtökum fótboltafréttamanna á Englandi. Þeir Martin Ödegaard og Declan Rice úr Arsenal, Cole Palmer úr Chelsea, Alexander Isak úr Newcastle, Ollie Watkins úr Aston Villa og Virgil van Dijk úr Liverpool eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um verðlaunin 18. maí. BREAKING: The Premier League Player of the Season nominees have been announced 👀🏆 pic.twitter.com/mQPzeOlOyb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 9, 2024 Spánverjar eru afar áberandi á listanum yfir þá stjóra sem tilnefndir eru sem besti stjóri tímabilsins. Fyrir utan Þjóðverjann Jürgen Klopp hjá Liverpool eru á listanum Spánverjarnir Pep Guardiola (City), Mikel Arteta (Arsenal), Unai Emery (Aston Villa) og Andoni Iraola (Bournemouth). Guardiola hefur unnið verðlaunin fjórum sinnum. Haaland varð í fyrra fyrstur í sögunni til að vera valinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn, eftir 36 mörk í 35 deildarleikjum. Í vetur hefur hann skorað 25 mörk. Haaland er aftur tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í ár, ásamt Foden, Palmer og Isak, og auk þeirra eru Kobbie Mainoo úr Manchester United, Destiny Udogie úr Tottenham og William Saliba úr Arsenal tilnefndir. Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Athygli vekur að spænski miðjumaðurinn Rodri er ekki á meðal þeirra tilnefndu, þrátt fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki hjá Manchester City og ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu. City hefur tapað þremur af fjórum deildarleikjum sínum án Rodri. Rodri has the same number of defeats as Player of the Season nominations in the Premier League this season (0). 🤪He's the only player with:◉ 20+ shots on target◉ 20+ chances created◉ 20+ aerial duels won◉ 20+ take-ons completed◉ 20+ tackles made◉ 20+ interceptions… pic.twitter.com/Kj9MiPCIuN— Squawka (@Squawka) May 9, 2024 Liðsfélagar Rodri, þeir Erling Haaland og Phil Foden, eru hins vegar tilnefndir og gæti Haaland því unnið verðlaunin annað árið í röð. Foden var á dögunum valinn bestur af samtökum fótboltafréttamanna á Englandi. Þeir Martin Ödegaard og Declan Rice úr Arsenal, Cole Palmer úr Chelsea, Alexander Isak úr Newcastle, Ollie Watkins úr Aston Villa og Virgil van Dijk úr Liverpool eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um verðlaunin 18. maí. BREAKING: The Premier League Player of the Season nominees have been announced 👀🏆 pic.twitter.com/mQPzeOlOyb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 9, 2024 Spánverjar eru afar áberandi á listanum yfir þá stjóra sem tilnefndir eru sem besti stjóri tímabilsins. Fyrir utan Þjóðverjann Jürgen Klopp hjá Liverpool eru á listanum Spánverjarnir Pep Guardiola (City), Mikel Arteta (Arsenal), Unai Emery (Aston Villa) og Andoni Iraola (Bournemouth). Guardiola hefur unnið verðlaunin fjórum sinnum. Haaland varð í fyrra fyrstur í sögunni til að vera valinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn, eftir 36 mörk í 35 deildarleikjum. Í vetur hefur hann skorað 25 mörk. Haaland er aftur tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í ár, ásamt Foden, Palmer og Isak, og auk þeirra eru Kobbie Mainoo úr Manchester United, Destiny Udogie úr Tottenham og William Saliba úr Arsenal tilnefndir.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira