Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2024 21:14 Eden Golan syngur Hurricane á sviðinu í Malmö Arena í kvöld. Getty/Jens Büttner Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. Stóru þjóðirnar sem fjármagna keppnina að stærstum hluta, Bretar, Ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar, fá sjálfkrafa sæti í úrslitum sem og gestgjafarnir Svíar. Grikkland Sviss Austurríki Armenía Lettland Georgía Eistland Ísrael Noregur Holland Þau lönd sem komust áfram á þriðjudagskvöldið þegar Hera flutti framlag Íslands, Scared of heights, voru: Serbía Portúgal Slóvenía Úkraína Litháen Finnland Kýpur Króatía Írland Lúxemborg Baul á Ísrael heyrðist ekki heima í stofu Sjónvarpsáhorfendur urðu ekki varir við hávært baul í áhorfendum þegar framlag Ísraels var flutt á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Ísrael var fjórtánda lagið í röðinni en útsendingu EBU má sjá að neðan. Það hefur farið fram hjá fæestum Íslendingum að þátttaka Ísraels í keppninni í ár hefur verið í meira lagi umdeild. Fjöldi fólks mótmælti þátttöku Ísraels í Malmö í dag og hefur verið hávær krafa hér á landi um að Ísland sniðgengi Eurovision fyrst EBU, Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í Evrópu, meinaði Ísrael ekki þátttöku vegna árása þeirra á Palestínu undanfarna mánuði. Eurovision er einn áhorfsmesti viðburður í Evrópu ár hvert og margir með kveikt á skjánum þegar framlag Ísraels var flutt í kvöld, það fjórtánda í röðinni. Framlagið virtist fá nokkuð góð viðbrögð í höllinni en annað sýna myndskeið úr höllinni sem eru í dreifingu á X, áður Twitter. 🇮🇱The booing can be heard throughout the entire performance of Israel, but especially at the endIf we compare it to the rehearsal’s performance, the booing has been definitely lowered down by the sound engineers#Eurovision #Israel pic.twitter.com/JADrth7ez0— Eurovision Insider (@escinsiders) May 9, 2024 Þar heyrist nokkuð baulað á söngkonuna Eden Golan og félaga hennar í laginu. Hið sama gerðist á dómararennslinu í gær og kvartaði ísraelska sendinefndin við EBU vegna þess. Golan sagði að ekkert myndi stöðva hana í að flytja framlag Ísraela. Myndbönd úr öðrum hluta salarins í Malmö sýndu töluverð fagnaðarlæti. Israel’s Eurovision entry Eden Golan receives huge cheers after her performance at tonight’s Semi-Finals. The enthusiastic crowd showed their support- in the wake of anti-Israel activists threatening to disrupt the competition.🎥 @HenryMcKean pic.twitter.com/dMgv2trz3B— Oli London (@OliLondonTV) May 9, 2024 Ekki heyrðust annað en fagnaðarlæti í sjónvarpsútsendingunni þegar tilkynnt var að Ísrael færi áfram. Því er spáð góðu gengi í veðbönkum og verður fróðlegt að sjá hvernig fer á laugardag. Fréttin hefur verið uppfærð með öðru myndbandi frá Malmö í kvöld. Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Stóru þjóðirnar sem fjármagna keppnina að stærstum hluta, Bretar, Ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar, fá sjálfkrafa sæti í úrslitum sem og gestgjafarnir Svíar. Grikkland Sviss Austurríki Armenía Lettland Georgía Eistland Ísrael Noregur Holland Þau lönd sem komust áfram á þriðjudagskvöldið þegar Hera flutti framlag Íslands, Scared of heights, voru: Serbía Portúgal Slóvenía Úkraína Litháen Finnland Kýpur Króatía Írland Lúxemborg Baul á Ísrael heyrðist ekki heima í stofu Sjónvarpsáhorfendur urðu ekki varir við hávært baul í áhorfendum þegar framlag Ísraels var flutt á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Ísrael var fjórtánda lagið í röðinni en útsendingu EBU má sjá að neðan. Það hefur farið fram hjá fæestum Íslendingum að þátttaka Ísraels í keppninni í ár hefur verið í meira lagi umdeild. Fjöldi fólks mótmælti þátttöku Ísraels í Malmö í dag og hefur verið hávær krafa hér á landi um að Ísland sniðgengi Eurovision fyrst EBU, Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í Evrópu, meinaði Ísrael ekki þátttöku vegna árása þeirra á Palestínu undanfarna mánuði. Eurovision er einn áhorfsmesti viðburður í Evrópu ár hvert og margir með kveikt á skjánum þegar framlag Ísraels var flutt í kvöld, það fjórtánda í röðinni. Framlagið virtist fá nokkuð góð viðbrögð í höllinni en annað sýna myndskeið úr höllinni sem eru í dreifingu á X, áður Twitter. 🇮🇱The booing can be heard throughout the entire performance of Israel, but especially at the endIf we compare it to the rehearsal’s performance, the booing has been definitely lowered down by the sound engineers#Eurovision #Israel pic.twitter.com/JADrth7ez0— Eurovision Insider (@escinsiders) May 9, 2024 Þar heyrist nokkuð baulað á söngkonuna Eden Golan og félaga hennar í laginu. Hið sama gerðist á dómararennslinu í gær og kvartaði ísraelska sendinefndin við EBU vegna þess. Golan sagði að ekkert myndi stöðva hana í að flytja framlag Ísraela. Myndbönd úr öðrum hluta salarins í Malmö sýndu töluverð fagnaðarlæti. Israel’s Eurovision entry Eden Golan receives huge cheers after her performance at tonight’s Semi-Finals. The enthusiastic crowd showed their support- in the wake of anti-Israel activists threatening to disrupt the competition.🎥 @HenryMcKean pic.twitter.com/dMgv2trz3B— Oli London (@OliLondonTV) May 9, 2024 Ekki heyrðust annað en fagnaðarlæti í sjónvarpsútsendingunni þegar tilkynnt var að Ísrael færi áfram. Því er spáð góðu gengi í veðbönkum og verður fróðlegt að sjá hvernig fer á laugardag. Fréttin hefur verið uppfærð með öðru myndbandi frá Malmö í kvöld.
Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“