Enski boltinn

Fjór­tán ára strákur með Man City klá­súlu í samningi sínum við annað fé­lag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cavan Sullivan sýnir hér nýju keppnistreyjuna sína hjá Philadelphia Union.
Cavan Sullivan sýnir hér nýju keppnistreyjuna sína hjá Philadelphia Union. AP/Jonathan Tannenwald

Cavan Sullivan hefur gengið frá samningi við bandaríska fótboltafélagið Philadelphia Union sem ætti kannski að vera mjög fréttnæmt nema vegna þess að hann er aðeins fjórtán ára gamall og það Manchester City ákvæði í samningi hans.

Í samningurinn kemur fram að Sullivan muni fara til Manchester City þegar hann verður orðinn átján ára.

Philadelphia félagið mátti ekki segja nánar frá skilyrðum samningsins en forráðamenn staðfestu við ESPN að þessi City klásúla ætti þátt í að hann skrifaði undir hjá félaginu.

Eldri bróðir hans, hinn tvítugi Quinn Sullivan, hefur verið leikmaður Philadelphia Union frá árinu 2021.

„Ég vildi alltaf byrja ferilinn minn hér af því að þetta er mitt heimili og ég hef alltaf verið á hliðarlínunni á leikjum Quinn. Ég hef verið lengi í kringum félagið og það veitti mér innblástur og ósk um að geta spilað fyrir framan þessa stuðningsmenn,“ sagði Cavan Sullivan við ESPN.

„Það að Union og City voru til í þetta samstarf réði úrslitum fyrir mig. Ég horfi alltaf á leiki Manchester City. Þetta er draumaklúbbur allra krakka. Ég settist niður með fjölskyldu minni og umboðsmanni og við ákváðum að þetta væri besta planið,“ sagði Sullivan.

Sullivan er sá fimmti yngsti til að skrifa undir samning við MLS-lið. Ef hann spilar sinn fyrsta leik fyrir 29. júlí þá bætir hann met Freddy Adu sem yngri leikmaðurinn í sögu bandarísku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×