Innlent

Svona var Pall­borðið með mökunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Felix Bergsson, Jóga Jóhannsdóttir og Kristján Freyr Kristjánsson eru gift hvert sínu forsetaefninu. Þau verða gestir Pallborðsins á Vísi í dag.
Felix Bergsson, Jóga Jóhannsdóttir og Kristján Freyr Kristjánsson eru gift hvert sínu forsetaefninu. Þau verða gestir Pallborðsins á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm

Makar þriggja forsetaframbjóðenda verða gestir Pallborðsins á Vísi sem hefst í beinni útsendingu klukkan 14 í dag. Í myndver mæta Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Jóhannsdóttir eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur.

Baldur, Jón og Halla Hrund hafa verið að mælast með mest fylgi forsetaframbjóðenda í skoðanakönnunum síðustu vikna. Katrín Jakobsdóttir er einnig í þeim hópi en Gunnar Sigvaldason eiginmaður hennar komst ekki í Pallborðið í dag.

Miðað við skoðanakannanir gæti svo farið að eitthvert þeirra þriggja sem verða til viðtals í Pallborðinu flytji inn á Bessastaði og fylgi maka sínum til ýmissa embættisverka. Í Pallborðinu í dag ætlum við að kynnast þeim Felix, Jógu og Kristjáni betur, heyra hvernig kosningabaráttan blasir við þeim og hvernig mögulegir búferlaflutningar á Álftanes leggist í þau.

Kristín Ólafsdóttir stýrir umræðum. Pallborðið verður eins og áður segir í beinni útsendingu hér á Vísi og hefst klukkan 14.

Uppfært klukkan 15:20. 

Pallborðinu er lokið en upptöku má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×