Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Afstaða verður tekin til varðhaldsins í Héraðsdómi Suðurlands síðar í dag, en núverandi gæsluvarðhald rennur út í dag.
Jón Gunnar segir að rannsókn málsins gangi vel, en að í mörg horn sé að líta.
Karlmennirnir tveir eru frá Litháen, sem og hinn látni. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið að smíða bústað í sumarhúsabyggðinni í Kiðjabergi.