„Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 21:01 Eyja Sigríður, bangsalæknir, með bangsa sem hún saumaði sjálf nýverið. Vísir/Arnar Ekkert verkefni er ómögulegt fyrir Bangsalækninn svokallaða. Að hennar mati eru bangsar partur af fjölskyldunni og fátt veitir henni meiri gleði en að gera þá eins og nýja. Eyja Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á saumaskap og sjö ára gömul saumaði hún sinn fyrsta bangsa. Hún stofnaði nýlega Facebook síðuna Eyja bangsalæknir en hún tekur að sér að hjúkra mjúkdýrum sem þurfa á hverskyns aðhlynningu að halda. Verkefnin eru allt frá góðum þvotti og blettahreinsun upp í meiriháttar saumaskap. Þessa dagana er Eyja að hlúa að bangsa sem hefur fengið mikla ást í gegnum árin. „Þetta er Mína Mús, hún er jafn gömul og ég, 27 ára. Hún er mjög vel farin en það voru komin göt og fötin vantaði.“ Talsvert mikil vinna hefur farið í að gera upp hina 27 ára gömlu Mínu Mús, sem meðal annars fékk handmálað kjól frá Bangsalækninum.Aðsend Það reyndist þó þrautinni þyngra að finna rétta efnið í fötin sem þurfti að vera rautt með hvítum doppum. Eyja dó þó ekki ráðalaus. „Ég endaði á að handmála það. Ég gerði stimpla og notaði svo pensla til að dekkja doppurnar.“ Bangsar partur af fjölskyldunni Svona verkefni taka alveg upp í fjóra til fimm daga. Sumir kunna mögulega að spyrja sig hvort það væri ekki hreinlega einfaldast að kaupa nýjan bangsa, en Eyja er ekki á því. „Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni. Nýir bangsar eru ekki sömu bangsarnir. Þeir líta eins út en það er ekki þessi tengsl, ekki þessi ást sem fylgir.“ Uppáhalds verkefnið sem Eyja hefur tekið á sér er þessi kanína. Aðspurð um hvert sé uppáhalds verkefnið hingað til nefnir Eyja þessa kanínu.Aðsend „Hún var alveg grá. Feldurinn var svo skítugur, hún hafði aldrei farið í þvott. Það tók þrjá daga að gera þetta en í lokin var hún eins og ný.“ Ástin og lífið Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Sjá meira
Eyja Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á saumaskap og sjö ára gömul saumaði hún sinn fyrsta bangsa. Hún stofnaði nýlega Facebook síðuna Eyja bangsalæknir en hún tekur að sér að hjúkra mjúkdýrum sem þurfa á hverskyns aðhlynningu að halda. Verkefnin eru allt frá góðum þvotti og blettahreinsun upp í meiriháttar saumaskap. Þessa dagana er Eyja að hlúa að bangsa sem hefur fengið mikla ást í gegnum árin. „Þetta er Mína Mús, hún er jafn gömul og ég, 27 ára. Hún er mjög vel farin en það voru komin göt og fötin vantaði.“ Talsvert mikil vinna hefur farið í að gera upp hina 27 ára gömlu Mínu Mús, sem meðal annars fékk handmálað kjól frá Bangsalækninum.Aðsend Það reyndist þó þrautinni þyngra að finna rétta efnið í fötin sem þurfti að vera rautt með hvítum doppum. Eyja dó þó ekki ráðalaus. „Ég endaði á að handmála það. Ég gerði stimpla og notaði svo pensla til að dekkja doppurnar.“ Bangsar partur af fjölskyldunni Svona verkefni taka alveg upp í fjóra til fimm daga. Sumir kunna mögulega að spyrja sig hvort það væri ekki hreinlega einfaldast að kaupa nýjan bangsa, en Eyja er ekki á því. „Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni. Nýir bangsar eru ekki sömu bangsarnir. Þeir líta eins út en það er ekki þessi tengsl, ekki þessi ást sem fylgir.“ Uppáhalds verkefnið sem Eyja hefur tekið á sér er þessi kanína. Aðspurð um hvert sé uppáhalds verkefnið hingað til nefnir Eyja þessa kanínu.Aðsend „Hún var alveg grá. Feldurinn var svo skítugur, hún hafði aldrei farið í þvott. Það tók þrjá daga að gera þetta en í lokin var hún eins og ný.“
Ástin og lífið Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Sjá meira