Bíó og plokkfiskur á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. maí 2024 12:29 Skjaldborg hefur alltaf verið mjög vinsæl kvikmyndahátíð og vel sótt. Patrik Ontkovic Það stendur mikið til á Patreksfirði því um hvítasunnuhelgina verður haldin þar hátíð íslenskra heimildarmynda. Auk þess verður boðið upp á plokkfiskveislu og limbókeppni. Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og áhugafólks um heimildamyndir á Íslandi enda eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir en hátíðin verður haldin dagana 17. til 20. maí eða um hvítasunnuhelgina. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. Kristín Andrea Þórðardóttir er ein af stjórnendum Skjaldborgar. „Við erum með sex myndir í fullri lengd, sem verða frumsýndar á hátíðinni og sjö heimildastuttmyndir. Efnistökin eru af ýmsum toga og verður mjög fróðlegt fyrir alla áhorfendur og eins alla höfunda í faginu. Í fyrsta skipti í ár ætlum við að verðlauna sérstaklega heimildastuttmynd ársins, sem að við höfum ekki verið með verðlaun fyrir hingað til,” segir Kristín Andrea. Kristín Andrea Þórðardóttir, sem er ein af þeim, sem fer fyrir Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Aðsend Þetta hljómar allt mjög spennandi? „Já, það er það. Svo erum við með stórkostlega heiðursgesti, sem ætla að koma og kíkja til okkar en það eru klipparar, sem heita Joe Bini og Maya Daisy Hawke, sem eru hjón og bestu kempur í faginu. Þau eru að velja Skjaldborg fram yfir Cannes kvikmyndahátíðina,” bætir Kristín Andrea við kampakát. Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Joe Bini og Maya Daisy Hawke margverðlaunaðir klipparar sem vinna bæði á sviði heimildamynda og leikinna. Aðsend Á milli kvikmynda verður farið í skrúðgöngu, boðið verður upp á vestfirskan plokkfisk, keppt í limbó svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í skrúðgöngu á hátíðinni eins og alltaf.Patrik Ontkovic „Við vonum til að sjá sem flesta fyrir vestan,” segir Kristín Andrea. Frekari upplýsingar og miða á hátíðna má finna á vef hennar, Skjaldborg.is. Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og áhugafólks um heimildamyndir á Íslandi enda eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir en hátíðin verður haldin dagana 17. til 20. maí eða um hvítasunnuhelgina. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. Kristín Andrea Þórðardóttir er ein af stjórnendum Skjaldborgar. „Við erum með sex myndir í fullri lengd, sem verða frumsýndar á hátíðinni og sjö heimildastuttmyndir. Efnistökin eru af ýmsum toga og verður mjög fróðlegt fyrir alla áhorfendur og eins alla höfunda í faginu. Í fyrsta skipti í ár ætlum við að verðlauna sérstaklega heimildastuttmynd ársins, sem að við höfum ekki verið með verðlaun fyrir hingað til,” segir Kristín Andrea. Kristín Andrea Þórðardóttir, sem er ein af þeim, sem fer fyrir Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Aðsend Þetta hljómar allt mjög spennandi? „Já, það er það. Svo erum við með stórkostlega heiðursgesti, sem ætla að koma og kíkja til okkar en það eru klipparar, sem heita Joe Bini og Maya Daisy Hawke, sem eru hjón og bestu kempur í faginu. Þau eru að velja Skjaldborg fram yfir Cannes kvikmyndahátíðina,” bætir Kristín Andrea við kampakát. Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Joe Bini og Maya Daisy Hawke margverðlaunaðir klipparar sem vinna bæði á sviði heimildamynda og leikinna. Aðsend Á milli kvikmynda verður farið í skrúðgöngu, boðið verður upp á vestfirskan plokkfisk, keppt í limbó svo eitthvað sé nefnt. Farið verður í skrúðgöngu á hátíðinni eins og alltaf.Patrik Ontkovic „Við vonum til að sjá sem flesta fyrir vestan,” segir Kristín Andrea. Frekari upplýsingar og miða á hátíðna má finna á vef hennar, Skjaldborg.is.
Vesturbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira