Stuðningsmenn stöðvuðu liðsrútuna og leik Standard frestað Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 12:30 Stuðningsmenn Standard Liege hafa verið duglegir við að láta í ljós óánægju sína með bandaríska eigendur félagsins; 777 Partners. Getty/Sebastien Smets Belgíska stórveldið Standard Liege má muna fífil sinn fegurri og óánægðir stuðningsmenn ollu því að liðið gat ekki spilað leik sinn við Westerlo í gærkvöld. Hópur stuðningsmanna mætti á æfingasvæði Standard og kom í veg fyrir að liðsrútan kæmist af stað í leikinn, en þeir eru sérstaklega óánægðir með bandaríska eigendur félagsins. Í tilkynningu frá Standard sagði að tilraunir til að semja við stuðningsmennina hefðu engu skilað og því gæti leikurinn ekki farið fram, og bað félagið stuðningsmenn sína og Westerlo afsökunar á því. Standard hefur tíu sinnum orðið belgískur meistari og átta sinnum bikarmeistari, þar af einu sinni með Ásgeir Sigurvinsson í broddi fylkingar. Sex ár eru hins vegar liðin frá síðasta stóra titli og lið Standard ekki lengur meðal þeirra bestu í Belgíu. Stuðningsmenn kenna bandarískum eigendum félagsins um, en fjárfestingafélagið 777 Partners keypti félagið í mars 2022. Það félag verst nú lögsókn vegna meintra fjársvika fyrir 600 milljónir Bandaríkjadala, og er Standard sem stendur í félagaskiptabanni. Belgíska blaðið HLN sagði í vikunni að leikmenn Standard hefðu ekki fengið laun sín greidd í apríl. Standard endaði í 10. sæti af 16 liðum áður en belgísku deildinni var skipt upp í vor, og spila því ásamt fimm öðrum liðum um 7.-11. sæti í úrslitakeppninni, þar sem keppt er um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Þar hefur liðið ekki unnið neinn af sjö leikjum sínum og situr því í 11. sætinu, eftir 3-1 tap gegn Jóni Degi Þorsteinssyni og félögum í OH Leuven í síðasta leik. Belgíski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hópur stuðningsmanna mætti á æfingasvæði Standard og kom í veg fyrir að liðsrútan kæmist af stað í leikinn, en þeir eru sérstaklega óánægðir með bandaríska eigendur félagsins. Í tilkynningu frá Standard sagði að tilraunir til að semja við stuðningsmennina hefðu engu skilað og því gæti leikurinn ekki farið fram, og bað félagið stuðningsmenn sína og Westerlo afsökunar á því. Standard hefur tíu sinnum orðið belgískur meistari og átta sinnum bikarmeistari, þar af einu sinni með Ásgeir Sigurvinsson í broddi fylkingar. Sex ár eru hins vegar liðin frá síðasta stóra titli og lið Standard ekki lengur meðal þeirra bestu í Belgíu. Stuðningsmenn kenna bandarískum eigendum félagsins um, en fjárfestingafélagið 777 Partners keypti félagið í mars 2022. Það félag verst nú lögsókn vegna meintra fjársvika fyrir 600 milljónir Bandaríkjadala, og er Standard sem stendur í félagaskiptabanni. Belgíska blaðið HLN sagði í vikunni að leikmenn Standard hefðu ekki fengið laun sín greidd í apríl. Standard endaði í 10. sæti af 16 liðum áður en belgísku deildinni var skipt upp í vor, og spila því ásamt fimm öðrum liðum um 7.-11. sæti í úrslitakeppninni, þar sem keppt er um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Þar hefur liðið ekki unnið neinn af sjö leikjum sínum og situr því í 11. sætinu, eftir 3-1 tap gegn Jóni Degi Þorsteinssyni og félögum í OH Leuven í síðasta leik.
Belgíski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira