Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 12:01 Andri Lucas Guðjohnsen var léttur í bragði eftir sigurinn í gær og tók við sætabrauði frá liðsstjóra sínum. @LyngbyBoldklub Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. Á samfélagsmiðlum Lyngby var í dag birt skemmtilegt myndskeið úr klefanum þar sem liðsstjóri Lyngby færir Andra Lucasi verðlaun fyrir árangur sinn, í formi kanilstykkis sem framherjinn ungi fagnaði vel. Leikurinn í gær fór fram í Óðinsvéum, á heimavelli OB, og það þótti því við hæfi að bjóða Andra upp á kanilstykki sem virðist vera vinsælt bakkelsi á Fjóni. NÅR MAN BLIVER TOPSCORER PÅ FYN.. 🍰Andri Gudjohnsen scorede i går sit 13. Superliga-mål, hvilket gør ham til øjeblikkelig topscorer i rækken 👏🏻Det skulle naturligvis markeres af verdens bedste holdleder på ægte fynsk manér 😅#SammenForLyngby pic.twitter.com/tx9o8yUfiw— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2024 Andri Lucas skoraði fyrra mark Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon sigurmarkið, og eftir tvo sigra í röð er Lyngby nú sex stigum fyrir ofan OB sem situr í fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. This guy 😮💨 pic.twitter.com/ZgukG04FIz— Andri Lucas Gudjohnsen (@AndriLucasG) May 10, 2024 Andri Lucas er að sjálfsögðu staðráðinn í að verða markakóngur í Danmörku en hann er einu marki á undan Patrick Mortensen, framherja AGF, og þrír leikmenn eru svo komnir með 11 mörk. „Þetta er stórkostlegt [að vera markahæstur]. Ég geri bara það sem ég get til að hjálpa liðinu, en það er oft með því að skora,“ sagði Andri Lucas við bold.dk. „Ég er reyndar víst ekki enn kominn með stoðsendingu á þessari leiktíð en þetta er samt stórkostlegt,“ sagði Andri Lucas léttur, og var svo spurður hvort hann stefndi ekki á markakóngstitilinn: „Að sjálfsögðu. Ég geri allt til þess að skora og til þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Liðsfélagar mínir eru farnir að þekkja mig vel og vita hvar þeir finna mig,“ sagði Andri Lucas sem kom að láni frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar en hefur nú samið við félagið til þriggja ára. Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Á samfélagsmiðlum Lyngby var í dag birt skemmtilegt myndskeið úr klefanum þar sem liðsstjóri Lyngby færir Andra Lucasi verðlaun fyrir árangur sinn, í formi kanilstykkis sem framherjinn ungi fagnaði vel. Leikurinn í gær fór fram í Óðinsvéum, á heimavelli OB, og það þótti því við hæfi að bjóða Andra upp á kanilstykki sem virðist vera vinsælt bakkelsi á Fjóni. NÅR MAN BLIVER TOPSCORER PÅ FYN.. 🍰Andri Gudjohnsen scorede i går sit 13. Superliga-mål, hvilket gør ham til øjeblikkelig topscorer i rækken 👏🏻Det skulle naturligvis markeres af verdens bedste holdleder på ægte fynsk manér 😅#SammenForLyngby pic.twitter.com/tx9o8yUfiw— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2024 Andri Lucas skoraði fyrra mark Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon sigurmarkið, og eftir tvo sigra í röð er Lyngby nú sex stigum fyrir ofan OB sem situr í fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. This guy 😮💨 pic.twitter.com/ZgukG04FIz— Andri Lucas Gudjohnsen (@AndriLucasG) May 10, 2024 Andri Lucas er að sjálfsögðu staðráðinn í að verða markakóngur í Danmörku en hann er einu marki á undan Patrick Mortensen, framherja AGF, og þrír leikmenn eru svo komnir með 11 mörk. „Þetta er stórkostlegt [að vera markahæstur]. Ég geri bara það sem ég get til að hjálpa liðinu, en það er oft með því að skora,“ sagði Andri Lucas við bold.dk. „Ég er reyndar víst ekki enn kominn með stoðsendingu á þessari leiktíð en þetta er samt stórkostlegt,“ sagði Andri Lucas léttur, og var svo spurður hvort hann stefndi ekki á markakóngstitilinn: „Að sjálfsögðu. Ég geri allt til þess að skora og til þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Liðsfélagar mínir eru farnir að þekkja mig vel og vita hvar þeir finna mig,“ sagði Andri Lucas sem kom að láni frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar en hefur nú samið við félagið til þriggja ára.
Danski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira