Vonar að pabbi sinn komist ekki á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 11:30 Mads Mensah í baráttu við Ými Örn Gíslason í leik á einu fjölmargra stórmóta sem Mensah hefur spilað á; EM 2022. Getty/Sanjin Strukic Sá böggull fylgir skammrifi fyrir bestu handboltamenn heims að á meðan að þeir eru önnum kafnir við stórmót landsliða og með félagsliðum, þá missa þeir af dýrmætum tíma með fjölskyldunni. Þetta þekkir Mads Mensah, einn af heimsmeisturum danska landsliðsins, til að mynda vel en Danir hafa átt einstakri velgengni að fagna síðustu ár og því fylgja sífellt fleiri leikir og fleiri mót. Í sumar eru svo Ólympíuleikarnir í París á dagskrá og Mensah hefur fengið skýr skilaboð frá börnum sínum varðandi það. „Þó að það geti alveg verið skemmtilegt að pabbi spili handbolta þá hefur elsta dóttir mín sagt að hún voni að ég verði ekki valinn [í ÓL-hópinn], svo að við höfum meiri tíma til að njóta saman,“ sagði Mensah við TV 2 Sport. Mads Mensah hefur verið lengi að og er hér í greipum Sverre Jakobssonar á HM 2015.Getty/Christof Koepsel Mensah segir börnin hafa fengið að koma með á stórmót og upplifa skemmtilega hluti en að það geti einnig verið erfitt að vera sífellt á stórmótum. Það eigi við um bæði unga sem aldna. „Þetta felur í sér mikinn missi en sem betur fer fær maður líka mikið út úr þessum ferðum. Það er erfitt að fara út um dyrnar en það sýnir líka að okkur líður vel saman og viljum verja tíma hvert með öðru,“ sagði Mensah. Rólegur yfir því hvort hann fái sæti TV 2 bendir á að það sé ólíklegt að landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen verði með börn Mensah í huga við val á ólympíuhópnum. Það sé hins vegar alls ekki öruggt að Mensah fái þar sæti, enda hópurinn minni en til að mynda á EM og HM. „Það róar mann að vita til þess að ég hef verið með á öllum stórmótum síðan 2013 og ef að ég missi af einu þá er það bara þannig. Það sem gæti svekkt mann mest er ef manni liði eins og maður hefði getað gert meira. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því að ég sitji og hugsi þannig í sumar, að ég hefði getað gert margt öðruvísi,“ sagði Mensah. Ólympíuleikarnir standa yfir frá 26. júlí til 11. ágúst og byrja Danir á leik við Frakka 27. júlí. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Þetta þekkir Mads Mensah, einn af heimsmeisturum danska landsliðsins, til að mynda vel en Danir hafa átt einstakri velgengni að fagna síðustu ár og því fylgja sífellt fleiri leikir og fleiri mót. Í sumar eru svo Ólympíuleikarnir í París á dagskrá og Mensah hefur fengið skýr skilaboð frá börnum sínum varðandi það. „Þó að það geti alveg verið skemmtilegt að pabbi spili handbolta þá hefur elsta dóttir mín sagt að hún voni að ég verði ekki valinn [í ÓL-hópinn], svo að við höfum meiri tíma til að njóta saman,“ sagði Mensah við TV 2 Sport. Mads Mensah hefur verið lengi að og er hér í greipum Sverre Jakobssonar á HM 2015.Getty/Christof Koepsel Mensah segir börnin hafa fengið að koma með á stórmót og upplifa skemmtilega hluti en að það geti einnig verið erfitt að vera sífellt á stórmótum. Það eigi við um bæði unga sem aldna. „Þetta felur í sér mikinn missi en sem betur fer fær maður líka mikið út úr þessum ferðum. Það er erfitt að fara út um dyrnar en það sýnir líka að okkur líður vel saman og viljum verja tíma hvert með öðru,“ sagði Mensah. Rólegur yfir því hvort hann fái sæti TV 2 bendir á að það sé ólíklegt að landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen verði með börn Mensah í huga við val á ólympíuhópnum. Það sé hins vegar alls ekki öruggt að Mensah fái þar sæti, enda hópurinn minni en til að mynda á EM og HM. „Það róar mann að vita til þess að ég hef verið með á öllum stórmótum síðan 2013 og ef að ég missi af einu þá er það bara þannig. Það sem gæti svekkt mann mest er ef manni liði eins og maður hefði getað gert meira. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því að ég sitji og hugsi þannig í sumar, að ég hefði getað gert margt öðruvísi,“ sagði Mensah. Ólympíuleikarnir standa yfir frá 26. júlí til 11. ágúst og byrja Danir á leik við Frakka 27. júlí.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira