Mætti í eftirpartý og verður eftir í Malmö Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2024 16:48 Joost Klein var spáð nokkuð góðu gengi á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fór í gær. Þó varð ekkert úr því þar sem honum var vikið úr keppni vegna meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU. AP/Martin Meissner Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein mætti var í eftirpartýi úrslitakvölds Eurovision-keppninnar í gærkvöldi, þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni fyrr um daginn. Hann verður þá eftir í Malmö, þar sem keppnin fór fram, þrátt fyrir að aðrir úr hollenska föruneytinu haldi heim á leið. Aftonbladet greinir frá því að Klein, sem var vísað úr keppni í gær í kjölfar meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, hafi fengið sér nokkra drykki í gleðskapnum sem var haldinn eftir úrslitakvöldið. Haft er eftir Twan van de Nieuwenhuizen, sem fer fyrir hollenska hópnum, að Klein hafi skemmt sér vel og spjallað við vini. Hollenski fjölmiðillinn NOS greinir frá því að Klein muni ekki ferðast heim til Hollands með hópnum sem fylgdi honum út, og hefur eftir AVROTROS, stöðvarinnar sem sendir út Eurovision í Hollandi. Þó er greint frá því að Klein sé frjáls ferða sinna og ekkert komi í veg fyrir að hann yfirgefi Svíþjóð, kjósi hann það. Tvennum sögum fer af atvikinu AVROTROS mótmælti brottrekstri Klein úr keppninni harðlega, og sagði hana úr samhengi við það sem honum væri gefið að sök. Hann hefði „hreyft sig með ógnandi hætti í garð kvikmyndatökukonu“ en ekki slegið til hennar. Noel Curran, forstjóri EBU, hefur hins vegar sagt við sænska fjölmiðla að umrædd kvikmyndatökukona hafi aðra sögu að segja. Var spáð fínasta gengi Klein var spáð nokkuð góðu gengi með lag sitt Europapa. Skömmu fyrir keppnina töldu veðbankar að hann væri líklegur til að hafna í 8. sæti keppninnar. Þó getur verið varasamt að leggja ofurtrú á slíkar spár, þar sem veðbankar töldu mestar líkur á að Króatar bæru sigur úr býtum og að Ísrael yrði í öðru sæti. Svo fór þó ekki, heldur sigraði Svisslendingurinn Nemo, með lagið The Code. Eurovision Holland Svíþjóð Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Aftonbladet greinir frá því að Klein, sem var vísað úr keppni í gær í kjölfar meintrar ógnandi hegðunar í garð starfsmanns EBU, Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, hafi fengið sér nokkra drykki í gleðskapnum sem var haldinn eftir úrslitakvöldið. Haft er eftir Twan van de Nieuwenhuizen, sem fer fyrir hollenska hópnum, að Klein hafi skemmt sér vel og spjallað við vini. Hollenski fjölmiðillinn NOS greinir frá því að Klein muni ekki ferðast heim til Hollands með hópnum sem fylgdi honum út, og hefur eftir AVROTROS, stöðvarinnar sem sendir út Eurovision í Hollandi. Þó er greint frá því að Klein sé frjáls ferða sinna og ekkert komi í veg fyrir að hann yfirgefi Svíþjóð, kjósi hann það. Tvennum sögum fer af atvikinu AVROTROS mótmælti brottrekstri Klein úr keppninni harðlega, og sagði hana úr samhengi við það sem honum væri gefið að sök. Hann hefði „hreyft sig með ógnandi hætti í garð kvikmyndatökukonu“ en ekki slegið til hennar. Noel Curran, forstjóri EBU, hefur hins vegar sagt við sænska fjölmiðla að umrædd kvikmyndatökukona hafi aðra sögu að segja. Var spáð fínasta gengi Klein var spáð nokkuð góðu gengi með lag sitt Europapa. Skömmu fyrir keppnina töldu veðbankar að hann væri líklegur til að hafna í 8. sæti keppninnar. Þó getur verið varasamt að leggja ofurtrú á slíkar spár, þar sem veðbankar töldu mestar líkur á að Króatar bæru sigur úr býtum og að Ísrael yrði í öðru sæti. Svo fór þó ekki, heldur sigraði Svisslendingurinn Nemo, með lagið The Code.
Eurovision Holland Svíþjóð Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira