„Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Ólafur Björn Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. maí 2024 22:03 Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður Blessing. vísir/Steingrímur Dúi Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. Umrædd kona heitir Blessing Uzoma Newton og er frá Nígeríu. Til stendur að vísa henni úr landi á morgun. Hún er eins og áður segir við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja sem setið hafa í varðhaldi frá því á föstudag, og stendur til að senda til Nígeríu. Í læknisvottorðinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Blessing sé með æxli í kviðarholi, sem hafi stækkað töluvert að undanförnu. Lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með. Helgi Silva lögmaður Blessing segir engin svör hafa borist frá yfirvöldum við kröfu um að brottvísun hennar verði frestað á grundvelli þessara upplýsinga. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir Helgi. Gögn sem þessi séu jafnframt óalgeng. „Það er afar sjaldgæft að vera með læknisvottorð þar sem svona sterklega er tekið til orða. Ég get ekki munað eftir nema einu eða tveimur slíkum málum. Í þeim tilvikum var einmitt hætt við brottvísun.“ Áttu von á því að fá einhver svör eða áttu von á því að þetta sé endanleg niðurstaða, þrátt fyrir þetta? „Það væri ákaflega dapurlegt ef það myndu engin svör berast áður en af þessu verður. Í raun algjörlega forkastanlegt. Ef þessari beiðni er hafnaði með því að svara henni ekki, þá er það náttúrulega gríðarlega alvarlegt mál, miðað við aðstæður þessarar konu. Þannig ég verð eiginlega að vona og trúa því að þessu verði svarað áður en hún fer úr landi,“ segir Helgi sem kveðst þó ekki vita hvenær dags það yrði. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Umrædd kona heitir Blessing Uzoma Newton og er frá Nígeríu. Til stendur að vísa henni úr landi á morgun. Hún er eins og áður segir við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja sem setið hafa í varðhaldi frá því á föstudag, og stendur til að senda til Nígeríu. Í læknisvottorðinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Blessing sé með æxli í kviðarholi, sem hafi stækkað töluvert að undanförnu. Lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með. Helgi Silva lögmaður Blessing segir engin svör hafa borist frá yfirvöldum við kröfu um að brottvísun hennar verði frestað á grundvelli þessara upplýsinga. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir Helgi. Gögn sem þessi séu jafnframt óalgeng. „Það er afar sjaldgæft að vera með læknisvottorð þar sem svona sterklega er tekið til orða. Ég get ekki munað eftir nema einu eða tveimur slíkum málum. Í þeim tilvikum var einmitt hætt við brottvísun.“ Áttu von á því að fá einhver svör eða áttu von á því að þetta sé endanleg niðurstaða, þrátt fyrir þetta? „Það væri ákaflega dapurlegt ef það myndu engin svör berast áður en af þessu verður. Í raun algjörlega forkastanlegt. Ef þessari beiðni er hafnaði með því að svara henni ekki, þá er það náttúrulega gríðarlega alvarlegt mál, miðað við aðstæður þessarar konu. Þannig ég verð eiginlega að vona og trúa því að þessu verði svarað áður en hún fer úr landi,“ segir Helgi sem kveðst þó ekki vita hvenær dags það yrði.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira