Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 14. maí 2024 12:24 Kjósendur geta valið milli tólf frambjóðenda í forsetakosningunum. Grafík/Sara Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. Í dag er ellefti dagurinn sem hægt hefur verið að kjósa utan kjörfundar vegna forsetakosninganna hinn 1. júní næst komandi. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir mun færri hafa kosið á fyrstu tíu dögunum en í síðustu forsetakosningum. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að 40-45 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta hefur gengið mjög vel. Fór rólega af stað. Núna klukkan 11:15 hafa kosið hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 1.733. Þá hafa 2.691 kosið á öllu landinu og í sendiráðunum,“ segir Sigríður. Í forsetakosningunum 2020 þegar Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn höfðu 4.936 kosið á fyrstu tíu dögunum, þar af 3.869 á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæplega helmingi fleiri en á fyrstu tíu dögunum fyrir komandi kosningar. Þá var kjördagurinn hins vegar mun síðar eða hinn 27. júní og frambjóðendur aðeins tveir. Valið hefur því ef til vill verið auðveldara og fleiri viljað kjósa áður en haldið var í sumarleyfi. Sigríður segir kjörsóknina hins vegar að glæðast. „Já, hún er að gera það. Eins og til dæmis í gær. Þá kusu 350 á höfuðborgarsvæðinu. Sem er tvöföldun frá deginum áður. En það hafa verið að kjósa svona frá 120 til 140 á dag frá því við opnuðum,“ segir sýslumaður. Á höfuðborgarsvæðinu er kjörfundur á fyrstu hæði í Holtagörðum 1 þar sem er opið frá klukkan tíu til átta. Opunartíminn verður síðan lengdur hinn 21. maí til klukkan tíu og hægt að kjósa þar allt fram á kjördag. Það eins sem kjósendur þurfa að muna eftir er að taka með sér gild persónuskilríki. Hægt er að kjósa frá klukkan tíu til átta í Holtagörðum 1 í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fyrir forsetakosningarnar 2020 kusu tæplega fjörutíu þúsund manns utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu og 53.968 í heildina. Sigríður reiknar með svipuðum fjölda nú. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að fjörutíu til fjörutíu og fimm þúsund muni kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir. Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá öllum sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofum í Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum. Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Allir íslenskir ríkisborgarar átján ára og eldri á kjördag sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 16 ár, talið frá 1. desember síðast liðnum, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Í dag er ellefti dagurinn sem hægt hefur verið að kjósa utan kjörfundar vegna forsetakosninganna hinn 1. júní næst komandi. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir mun færri hafa kosið á fyrstu tíu dögunum en í síðustu forsetakosningum. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að 40-45 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta hefur gengið mjög vel. Fór rólega af stað. Núna klukkan 11:15 hafa kosið hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 1.733. Þá hafa 2.691 kosið á öllu landinu og í sendiráðunum,“ segir Sigríður. Í forsetakosningunum 2020 þegar Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn höfðu 4.936 kosið á fyrstu tíu dögunum, þar af 3.869 á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæplega helmingi fleiri en á fyrstu tíu dögunum fyrir komandi kosningar. Þá var kjördagurinn hins vegar mun síðar eða hinn 27. júní og frambjóðendur aðeins tveir. Valið hefur því ef til vill verið auðveldara og fleiri viljað kjósa áður en haldið var í sumarleyfi. Sigríður segir kjörsóknina hins vegar að glæðast. „Já, hún er að gera það. Eins og til dæmis í gær. Þá kusu 350 á höfuðborgarsvæðinu. Sem er tvöföldun frá deginum áður. En það hafa verið að kjósa svona frá 120 til 140 á dag frá því við opnuðum,“ segir sýslumaður. Á höfuðborgarsvæðinu er kjörfundur á fyrstu hæði í Holtagörðum 1 þar sem er opið frá klukkan tíu til átta. Opunartíminn verður síðan lengdur hinn 21. maí til klukkan tíu og hægt að kjósa þar allt fram á kjördag. Það eins sem kjósendur þurfa að muna eftir er að taka með sér gild persónuskilríki. Hægt er að kjósa frá klukkan tíu til átta í Holtagörðum 1 í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fyrir forsetakosningarnar 2020 kusu tæplega fjörutíu þúsund manns utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu og 53.968 í heildina. Sigríður reiknar með svipuðum fjölda nú. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að fjörutíu til fjörutíu og fimm þúsund muni kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir. Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá öllum sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofum í Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum. Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Allir íslenskir ríkisborgarar átján ára og eldri á kjördag sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 16 ár, talið frá 1. desember síðast liðnum, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23
Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44
Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40