Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni 2024 í Kolaportinu miðvikudaginn 15. maí.
Sýnt verður frá útsendingunni hér á Vísi frá 9:30 til 16:00.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir samskipta- og kynningarstjóri Advania fær til sín í viðtal Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóra og fleiri góða gesti.
Hægt er að horfa á hlaðvarpsútsendinguna hér fyrir neðan.
Dagskrá:
9:30 - Helgi Björgvinsson, forstöðumaður hugbúnaðarlausna hjá Advania.
10:00 - Edda Konráðsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Iceland Innovation week.
10:30 - Björk Brynjarsdóttir, stofnandi Melta
11:00 - Henri Schulte, Cloud solution arcitect data & AI hjá Microsoft.
11:30 - Arnar Már Ólafsson, ferðmamálastjóri.
HLÉ
13:00 - Chisom Udeze, stofnandi Diversify.
13:30 - Helga Ólafsdóttir, stjórnandi Hönnunarmars.
14:00 - Viðar Pétur Styrkársson, vörustjóri gervigreindarlausna Advania.
14:30 - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
15:00 - Sigurður Árnason, stofnandi og forstjóri Overtune.
15:30 - Helga Ósk Hlynsdóttir, stofnandi og einn eiganda Serious Business Agency.