Fyrsta opinbera málverkið af konunginum Karli III afhjúpað í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. maí 2024 09:10 Listamaðurinn og konungurinn við afhjúpun verksins. AP/Aaron Chown Fyrsta opinbera málverkið af Karli III eftir að hann var krýndur konungur var afhjúpað í Buckingham-höll í gær. Verkið er eftir Jonathan Yeo og hlýtur að teljast fremur óhefðbundið, miðað við önnur verk af kóngafólki sem hangir í höllum og söfnum. Verkið var pantað árið 2020, af því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að Karl varð meðlimur Drapers Company, sem er eitt af hinum tólf fornu gildum eða fagfélögum sem voru stofnuð á miðöldum. Til gamans má geta að fullt nafn gildisins er The Master and Wardens and Brethren and Sisters of the Guild or Fraternity of the Blessed Mary the Virgin of the Mystery of Drapers of the City of London. Á myndinni er Karl klæddur búningi velska varðliðsins og verkið allt, fyrir utan andlit konungsins, eins og hulið rauð-bleikri slikju. Þá flögrar fiðrildi yfir hægri öxl Karls, sem er sagt eiga að tákna bæði umbreytingu og endurfæðingu og ástríðu konungins fyrir umhverfismálum. Konungurinn sat fyrir fjórum sinnum á meðan Yeo vann að verkinu, klukkustund í senn. Að sögn Yeo var fiðrildið hugmynd Karls, sem kom fram þegar þeir ræddu hvernig skólabörn myndu þekkja konunginn á verkinu eftir 200 ár. „Já, þú náðir honum,“ er Camilla drottning sögð hafa sagt um verkið. Sjálfur fékk Karl að sjá það áður en listamaðurinn lagði á það lokahönd. „Sterkur liturinn kom honum svolítið á óvart en hann virtist brosa til samþykkis,“ segir Yeo. Það hafi verið markmið hans að mála einstakt og persónulegt verk og slíta tengslið við fortíðina. Frétt BBC. Bretland Kóngafólk Myndlist Karl III Bretakonungur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Verkið var pantað árið 2020, af því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að Karl varð meðlimur Drapers Company, sem er eitt af hinum tólf fornu gildum eða fagfélögum sem voru stofnuð á miðöldum. Til gamans má geta að fullt nafn gildisins er The Master and Wardens and Brethren and Sisters of the Guild or Fraternity of the Blessed Mary the Virgin of the Mystery of Drapers of the City of London. Á myndinni er Karl klæddur búningi velska varðliðsins og verkið allt, fyrir utan andlit konungsins, eins og hulið rauð-bleikri slikju. Þá flögrar fiðrildi yfir hægri öxl Karls, sem er sagt eiga að tákna bæði umbreytingu og endurfæðingu og ástríðu konungins fyrir umhverfismálum. Konungurinn sat fyrir fjórum sinnum á meðan Yeo vann að verkinu, klukkustund í senn. Að sögn Yeo var fiðrildið hugmynd Karls, sem kom fram þegar þeir ræddu hvernig skólabörn myndu þekkja konunginn á verkinu eftir 200 ár. „Já, þú náðir honum,“ er Camilla drottning sögð hafa sagt um verkið. Sjálfur fékk Karl að sjá það áður en listamaðurinn lagði á það lokahönd. „Sterkur liturinn kom honum svolítið á óvart en hann virtist brosa til samþykkis,“ segir Yeo. Það hafi verið markmið hans að mála einstakt og persónulegt verk og slíta tengslið við fortíðina. Frétt BBC.
Bretland Kóngafólk Myndlist Karl III Bretakonungur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira