Beðnir um að senda börnin sín með net vegna flugnafaraldurs Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 10:36 Vatnsendaskóli í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Vatnsendaskóla í Kópavogi hafa verið beðnir um að senda flugnanet með börnunum sínum í skólann. Ástæðan er mikill flugnafaraldur sem nú geysar í Vatnsendahverfinu. „Það er talsvert um flugu þessa dagana og það má reikna með að það verði þannig eitthvað áfram,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá skólanum í morgun. Þessi mynd af flugu á húsvegg var birt í íbúahópi á Vatnsenda í fyrradag. Snæbjörn Konráðsson „Mörg börn kvarta undan flugunni og vilja ekki út úr húsi, en við hvetjum þau til að vera úti í þessu fallega vorveðri.“ Samkvæmt upplýsingum frá skólanum er þetta ekki í fyrsta skipti sem flugur gera vart við sig í kringum skólann, en undanfarna daga hefur verið óvenju mikið um þær. Þó virðist lítið um flugurnar daginn í dag. Skólinn er staðsettur við Elliðavatn sem eðli málsins samkvæmt orsakar veru flugnanna. Skólinn á sjálfur einhver flugnanet, en ekki fyrir öll börn, og því voru foreldrar hvattir til að senda börnin sín með net. Líkt og kemur fram í póstinum er það gert til að hvetja börnin til þess að vera úti. Í hverfishópum fyrir Vatnsendahverfi á Facebook hefur nokkuð verið fjallað um þennan flugufaraldur. Myndir og myndbönd sýna sum þar sem allt er krökkt af flugunni sem hefur verið óboðinn gestur í afmælum og íbúar í hverfinu til áratuga man ekki eftir öðru eins. Áttu myndir eða myndbönd af flugunum í Vatnsendahverfi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Kópavogur Skordýr Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Það er talsvert um flugu þessa dagana og það má reikna með að það verði þannig eitthvað áfram,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá skólanum í morgun. Þessi mynd af flugu á húsvegg var birt í íbúahópi á Vatnsenda í fyrradag. Snæbjörn Konráðsson „Mörg börn kvarta undan flugunni og vilja ekki út úr húsi, en við hvetjum þau til að vera úti í þessu fallega vorveðri.“ Samkvæmt upplýsingum frá skólanum er þetta ekki í fyrsta skipti sem flugur gera vart við sig í kringum skólann, en undanfarna daga hefur verið óvenju mikið um þær. Þó virðist lítið um flugurnar daginn í dag. Skólinn er staðsettur við Elliðavatn sem eðli málsins samkvæmt orsakar veru flugnanna. Skólinn á sjálfur einhver flugnanet, en ekki fyrir öll börn, og því voru foreldrar hvattir til að senda börnin sín með net. Líkt og kemur fram í póstinum er það gert til að hvetja börnin til þess að vera úti. Í hverfishópum fyrir Vatnsendahverfi á Facebook hefur nokkuð verið fjallað um þennan flugufaraldur. Myndir og myndbönd sýna sum þar sem allt er krökkt af flugunni sem hefur verið óboðinn gestur í afmælum og íbúar í hverfinu til áratuga man ekki eftir öðru eins. Áttu myndir eða myndbönd af flugunum í Vatnsendahverfi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Kópavogur Skordýr Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira