Ágreiningur innan stjórnarinnar brýst upp á yfirborðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2024 07:52 Netanyahu og Gallant sitja saman í ríkisstjórn en virðast langt í frá góðir mátar. epa/Abir Sultan Sundrung innan ríkisstjórnar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist nú vera að brjótast upp á yfirborðið en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefur kallað eftir svörum um framtíð Gasa. Netanyahu lét Gallant fjúka í fyrra en dró ákvörðun sína til baka í kjölfar fjöldamótmæla og pólitískrar krísu. Önnur slík virðist nú í uppsiglingu en Gallant kallaði í gær opinberlega eftir því að forsætisráðherrann upplýsti hvað hann hefði í hyggju varðandi Gasa að loknum átökum. Þá ítrekaði varnarmálaráðherrann að hann myndi ekki styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Benny Gantz, sem er ráðherra án málaflokks en situr í stríðsráðuneyti landsins, tók undir með Gallant og kom honum til varnar þegar köll fóru að heyrast eftir því að síðarnefndi yrði látinn taka poka sinn í annað sinn. „Varnarmálaráðherra segir satt; það er hlutverk forystunnar að taka rétta ákvörðun fyrir landið, sama hvað það kostar,“ sagði Gantz. Hvað á að taka við? Gallant greindi frá því á blaðamannafundi í Tel Aviv í gær að hann hefði óskað eftir því að leit yrði hafin að einhverjum sem gæti stjórnað Gasa að átökum yfirstöðnum, öðrum en Hamas. Hann hefði hins vegar ekki fengið nein svör. Þá gagnrýndi hann að engar áætlanir væru uppi um hvað ætti að taka við á Gasa. Gallant endurómaði einnig áhyggjur sem eru sagðar uppi innan hersins um stjórnleysi á þeim svæðum þar sem Hamas-samtökin eiga að hafa verið upprætt en herinn hefur þurft að sækja aftur inn á. „Endalok hernaðaraðgerðanna er pólitísk ákvörðun. Við munum aðeins upplifa „daginn eftir Hamas“ með því að finna einhvern til að taka við af Hamas. Þetta varðar fyrst og fremst hagsmuni Ísrael,“ sagði Gallant. Netanyahu svaraði Gallant opinberlega og ítrekaði þá afstöðu sína að Palestínumenn myndu ekki taka við stjórnartaumunum á Gasa á meðan Hamas-samtökin væru ennþá til. Útrýming Hamas væri lykilatriði. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði samtökin hins vegar myndu óhjákvæmilega eiga þátt í því að ákvarða framtíð Gasa, í samráði við aðra hópa Palestínumanna. Samtökin væru komin til að vera. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira
Netanyahu lét Gallant fjúka í fyrra en dró ákvörðun sína til baka í kjölfar fjöldamótmæla og pólitískrar krísu. Önnur slík virðist nú í uppsiglingu en Gallant kallaði í gær opinberlega eftir því að forsætisráðherrann upplýsti hvað hann hefði í hyggju varðandi Gasa að loknum átökum. Þá ítrekaði varnarmálaráðherrann að hann myndi ekki styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Benny Gantz, sem er ráðherra án málaflokks en situr í stríðsráðuneyti landsins, tók undir með Gallant og kom honum til varnar þegar köll fóru að heyrast eftir því að síðarnefndi yrði látinn taka poka sinn í annað sinn. „Varnarmálaráðherra segir satt; það er hlutverk forystunnar að taka rétta ákvörðun fyrir landið, sama hvað það kostar,“ sagði Gantz. Hvað á að taka við? Gallant greindi frá því á blaðamannafundi í Tel Aviv í gær að hann hefði óskað eftir því að leit yrði hafin að einhverjum sem gæti stjórnað Gasa að átökum yfirstöðnum, öðrum en Hamas. Hann hefði hins vegar ekki fengið nein svör. Þá gagnrýndi hann að engar áætlanir væru uppi um hvað ætti að taka við á Gasa. Gallant endurómaði einnig áhyggjur sem eru sagðar uppi innan hersins um stjórnleysi á þeim svæðum þar sem Hamas-samtökin eiga að hafa verið upprætt en herinn hefur þurft að sækja aftur inn á. „Endalok hernaðaraðgerðanna er pólitísk ákvörðun. Við munum aðeins upplifa „daginn eftir Hamas“ með því að finna einhvern til að taka við af Hamas. Þetta varðar fyrst og fremst hagsmuni Ísrael,“ sagði Gallant. Netanyahu svaraði Gallant opinberlega og ítrekaði þá afstöðu sína að Palestínumenn myndu ekki taka við stjórnartaumunum á Gasa á meðan Hamas-samtökin væru ennþá til. Útrýming Hamas væri lykilatriði. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði samtökin hins vegar myndu óhjákvæmilega eiga þátt í því að ákvarða framtíð Gasa, í samráði við aðra hópa Palestínumanna. Samtökin væru komin til að vera.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira