Efsti maður heimslistans tók upphitunina í fangaklefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. maí 2024 09:01 Scottie Scheffler lék á fimm höggum undir pari eftir að hafa verið handtekinn. Brian Spurlock/Icon Sportswire via Getty Images Scottie Scheffler, fremsti kylfingur heims, lék vel á öðrum degi PGA-meistaramótsins í gær þrátt fyrir erfiða byrjun á deginum. Scheffler var handtekinn á leið sinni á Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky er hann reyndi að forðast umferðarteppu sem myndaðist eftir að banaslys varð við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Scheffler á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar handtökunnar fyrir annars stigs líkamsárás á lögreglumann, glæpsamlega hegðun af þriðju gráðu, gáleysislegan akstur og að virða leiðbeiningar lögreglunnar að vettugi. „Það eina sem ég hugsaði eftir að ég var handtekinn var hvort ég gæti komið aftur hingað til að spila og sem betur fer gat ég það,“ sagði Scheffler eftir hringinn í gær. „Ég var aldrei reiður yfir því að hafa verið handtekinn. Ég var bara í sjokki og ég nötraði allan tímann. Þetta var klárlega ný tilfinning. Lögreglumaðurinn sem fór með mig í fangelsið var mjög almennilegur. Við áttum gott spjall sem hjálpaði mér að róa mig niður,“ bætti Scheffler við. Scheffler mætti að lokum á Valhalla-völlinn 54 mínútum fyrir rástímann sinn og lék hringinn á 66 höggum, eða fimm undir pari vallarins. Hann hefur því leikið fyrstu tvo hringina á samtals níu höggum undir pari og situr jafn þremur öðrum kylfingum í þriðja sæti mótsins, þremur höggum á eftir efsta manni, Xander Schauffele. „Mér líður eins og hausinn á mér sé búinn að snúast í hringi í allan dag. Ég nýtti tímann í fangaklefanum til að teygja aðeins á. Það var eitthvað sem ég var að gera í fyrsta skipti.“ „Það var sjónvarp í fangaklefanum og ég sá sjálfan mig í því. Í horninu á sjónvarpinu sá ég líka hvað klukkan var og ég heyrði að það var verið að tala um að keppni yrði frestað. Ég fór að hugsa um rástímann minn og hvort ég myndi ná honum þannig ég fór bara að fara í gegnum upphitunina mína,“ sagði Scheffler. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Scheffler var handtekinn á leið sinni á Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky er hann reyndi að forðast umferðarteppu sem myndaðist eftir að banaslys varð við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Scheffler á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar handtökunnar fyrir annars stigs líkamsárás á lögreglumann, glæpsamlega hegðun af þriðju gráðu, gáleysislegan akstur og að virða leiðbeiningar lögreglunnar að vettugi. „Það eina sem ég hugsaði eftir að ég var handtekinn var hvort ég gæti komið aftur hingað til að spila og sem betur fer gat ég það,“ sagði Scheffler eftir hringinn í gær. „Ég var aldrei reiður yfir því að hafa verið handtekinn. Ég var bara í sjokki og ég nötraði allan tímann. Þetta var klárlega ný tilfinning. Lögreglumaðurinn sem fór með mig í fangelsið var mjög almennilegur. Við áttum gott spjall sem hjálpaði mér að róa mig niður,“ bætti Scheffler við. Scheffler mætti að lokum á Valhalla-völlinn 54 mínútum fyrir rástímann sinn og lék hringinn á 66 höggum, eða fimm undir pari vallarins. Hann hefur því leikið fyrstu tvo hringina á samtals níu höggum undir pari og situr jafn þremur öðrum kylfingum í þriðja sæti mótsins, þremur höggum á eftir efsta manni, Xander Schauffele. „Mér líður eins og hausinn á mér sé búinn að snúast í hringi í allan dag. Ég nýtti tímann í fangaklefanum til að teygja aðeins á. Það var eitthvað sem ég var að gera í fyrsta skipti.“ „Það var sjónvarp í fangaklefanum og ég sá sjálfan mig í því. Í horninu á sjónvarpinu sá ég líka hvað klukkan var og ég heyrði að það var verið að tala um að keppni yrði frestað. Ég fór að hugsa um rástímann minn og hvort ég myndi ná honum þannig ég fór bara að fara í gegnum upphitunina mína,“ sagði Scheffler. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira