Gantz hótar að segja af sér vegna ósættis við Netanjahú Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 22:18 Benny Gantz er leiðtogi stjórnarandtöðuflokksins Þjóðareiningarflokksins. EPA Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur hótað að segja sig úr stríðsráði Ísraels samþykki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels ekki áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Gantz greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Hann hefur að auki hótað að draga stjórnarandstöðuflokk sinn, Þjóðareiningarflokkinn, úr þjóðstjórn Ísraels samþykki forsætisráðherra ekki áætlunina fyrir 8. júní, sem er eftir sléttar þrjár vikur. Blaðamannafundurinn var haldinn skömmu eftir að Ísraelsher fann lík fjögurra gísla sem höfðu verið í haldi Hamas frá upphafi stríðsins. Á honum sagðist Gantz krefjast samþykktar sex skrefa áætlunar um hvernig Gasaströndin verði uppbyggð og stjórnað að stríði loknu. Áætlunin fæli í sér tímabundið bandarískt-evrópskt-arabískt-palestínskt kerfi borgaralegrar stjórnsýslu á Gasa meðan Ísrael færi með öryggiseftirlit. Yfirlýsing Gantz kemur einnig í kjölfar þess að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir svörum um framtíð Gasa að stríðinu loknu. Hann sagðist ekki myndu styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Hart sótt að Rafah og Jabalia Ísraelsher hefur ráðið meira en 35 þúsund Palestínumenn af dögum frá upphafi stríðsins í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher hefur síðustu vikur sótt hart að norðurhluta Gasa, einkum að borginni Rafah, en búist er við að herinn komi til með að ráðast inn í borgina þvert á vilja Bandaríkjamanna og annarra bandamanna Ísraela. Sameinuðu þjóðirnar áætla að nærri 800 þúsund Palestínumenn hafi flúið borgina frá því að ísraelski herinn hóf aðgerðir þar þann 6. maí. Þá hefur herinn sótt hart að borginni Jabalia, þar sem stærstu flóttamannabúðirnar á Gasa eru staðsettar. Minnst íbúar Jabalia létu lífið í árásum Ísraela í dag og tugir særðust, hefur Reuters eftir heimildum. Árásirnar eru hluti af aðgerð Ísraelshers, sem var lýst sem „nákvæmum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum og innviðum“. „Flugher Ísraels heldur aðgerðum sínum áfram á Gasaströndinni og hefur skotið á meira en sjötíu hryðjuverkaskotmörk síðastliðinn sólarhring, þar á meðal vopnageymslur, innviðasvæði hersins, hryðjuverkamenn sem ógnuðu hermönnum IDF og hernaðarsamstæður,“ segir í yfirlýsingu frá Ísraelsher. Reuters hefur eftir heimildum að tugir Palestínumanna létust eða særðust í árásunum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Gantz greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Hann hefur að auki hótað að draga stjórnarandstöðuflokk sinn, Þjóðareiningarflokkinn, úr þjóðstjórn Ísraels samþykki forsætisráðherra ekki áætlunina fyrir 8. júní, sem er eftir sléttar þrjár vikur. Blaðamannafundurinn var haldinn skömmu eftir að Ísraelsher fann lík fjögurra gísla sem höfðu verið í haldi Hamas frá upphafi stríðsins. Á honum sagðist Gantz krefjast samþykktar sex skrefa áætlunar um hvernig Gasaströndin verði uppbyggð og stjórnað að stríði loknu. Áætlunin fæli í sér tímabundið bandarískt-evrópskt-arabískt-palestínskt kerfi borgaralegrar stjórnsýslu á Gasa meðan Ísrael færi með öryggiseftirlit. Yfirlýsing Gantz kemur einnig í kjölfar þess að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir svörum um framtíð Gasa að stríðinu loknu. Hann sagðist ekki myndu styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Hart sótt að Rafah og Jabalia Ísraelsher hefur ráðið meira en 35 þúsund Palestínumenn af dögum frá upphafi stríðsins í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher hefur síðustu vikur sótt hart að norðurhluta Gasa, einkum að borginni Rafah, en búist er við að herinn komi til með að ráðast inn í borgina þvert á vilja Bandaríkjamanna og annarra bandamanna Ísraela. Sameinuðu þjóðirnar áætla að nærri 800 þúsund Palestínumenn hafi flúið borgina frá því að ísraelski herinn hóf aðgerðir þar þann 6. maí. Þá hefur herinn sótt hart að borginni Jabalia, þar sem stærstu flóttamannabúðirnar á Gasa eru staðsettar. Minnst íbúar Jabalia létu lífið í árásum Ísraela í dag og tugir særðust, hefur Reuters eftir heimildum. Árásirnar eru hluti af aðgerð Ísraelshers, sem var lýst sem „nákvæmum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum og innviðum“. „Flugher Ísraels heldur aðgerðum sínum áfram á Gasaströndinni og hefur skotið á meira en sjötíu hryðjuverkaskotmörk síðastliðinn sólarhring, þar á meðal vopnageymslur, innviðasvæði hersins, hryðjuverkamenn sem ógnuðu hermönnum IDF og hernaðarsamstæður,“ segir í yfirlýsingu frá Ísraelsher. Reuters hefur eftir heimildum að tugir Palestínumanna létust eða særðust í árásunum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira