Gantz hótar að segja af sér vegna ósættis við Netanjahú Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 22:18 Benny Gantz er leiðtogi stjórnarandtöðuflokksins Þjóðareiningarflokksins. EPA Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur hótað að segja sig úr stríðsráði Ísraels samþykki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels ekki áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Gantz greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Hann hefur að auki hótað að draga stjórnarandstöðuflokk sinn, Þjóðareiningarflokkinn, úr þjóðstjórn Ísraels samþykki forsætisráðherra ekki áætlunina fyrir 8. júní, sem er eftir sléttar þrjár vikur. Blaðamannafundurinn var haldinn skömmu eftir að Ísraelsher fann lík fjögurra gísla sem höfðu verið í haldi Hamas frá upphafi stríðsins. Á honum sagðist Gantz krefjast samþykktar sex skrefa áætlunar um hvernig Gasaströndin verði uppbyggð og stjórnað að stríði loknu. Áætlunin fæli í sér tímabundið bandarískt-evrópskt-arabískt-palestínskt kerfi borgaralegrar stjórnsýslu á Gasa meðan Ísrael færi með öryggiseftirlit. Yfirlýsing Gantz kemur einnig í kjölfar þess að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir svörum um framtíð Gasa að stríðinu loknu. Hann sagðist ekki myndu styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Hart sótt að Rafah og Jabalia Ísraelsher hefur ráðið meira en 35 þúsund Palestínumenn af dögum frá upphafi stríðsins í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher hefur síðustu vikur sótt hart að norðurhluta Gasa, einkum að borginni Rafah, en búist er við að herinn komi til með að ráðast inn í borgina þvert á vilja Bandaríkjamanna og annarra bandamanna Ísraela. Sameinuðu þjóðirnar áætla að nærri 800 þúsund Palestínumenn hafi flúið borgina frá því að ísraelski herinn hóf aðgerðir þar þann 6. maí. Þá hefur herinn sótt hart að borginni Jabalia, þar sem stærstu flóttamannabúðirnar á Gasa eru staðsettar. Minnst íbúar Jabalia létu lífið í árásum Ísraela í dag og tugir særðust, hefur Reuters eftir heimildum. Árásirnar eru hluti af aðgerð Ísraelshers, sem var lýst sem „nákvæmum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum og innviðum“. „Flugher Ísraels heldur aðgerðum sínum áfram á Gasaströndinni og hefur skotið á meira en sjötíu hryðjuverkaskotmörk síðastliðinn sólarhring, þar á meðal vopnageymslur, innviðasvæði hersins, hryðjuverkamenn sem ógnuðu hermönnum IDF og hernaðarsamstæður,“ segir í yfirlýsingu frá Ísraelsher. Reuters hefur eftir heimildum að tugir Palestínumanna létust eða særðust í árásunum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Gantz greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Hann hefur að auki hótað að draga stjórnarandstöðuflokk sinn, Þjóðareiningarflokkinn, úr þjóðstjórn Ísraels samþykki forsætisráðherra ekki áætlunina fyrir 8. júní, sem er eftir sléttar þrjár vikur. Blaðamannafundurinn var haldinn skömmu eftir að Ísraelsher fann lík fjögurra gísla sem höfðu verið í haldi Hamas frá upphafi stríðsins. Á honum sagðist Gantz krefjast samþykktar sex skrefa áætlunar um hvernig Gasaströndin verði uppbyggð og stjórnað að stríði loknu. Áætlunin fæli í sér tímabundið bandarískt-evrópskt-arabískt-palestínskt kerfi borgaralegrar stjórnsýslu á Gasa meðan Ísrael færi með öryggiseftirlit. Yfirlýsing Gantz kemur einnig í kjölfar þess að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir svörum um framtíð Gasa að stríðinu loknu. Hann sagðist ekki myndu styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Hart sótt að Rafah og Jabalia Ísraelsher hefur ráðið meira en 35 þúsund Palestínumenn af dögum frá upphafi stríðsins í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher hefur síðustu vikur sótt hart að norðurhluta Gasa, einkum að borginni Rafah, en búist er við að herinn komi til með að ráðast inn í borgina þvert á vilja Bandaríkjamanna og annarra bandamanna Ísraela. Sameinuðu þjóðirnar áætla að nærri 800 þúsund Palestínumenn hafi flúið borgina frá því að ísraelski herinn hóf aðgerðir þar þann 6. maí. Þá hefur herinn sótt hart að borginni Jabalia, þar sem stærstu flóttamannabúðirnar á Gasa eru staðsettar. Minnst íbúar Jabalia létu lífið í árásum Ísraela í dag og tugir særðust, hefur Reuters eftir heimildum. Árásirnar eru hluti af aðgerð Ísraelshers, sem var lýst sem „nákvæmum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum og innviðum“. „Flugher Ísraels heldur aðgerðum sínum áfram á Gasaströndinni og hefur skotið á meira en sjötíu hryðjuverkaskotmörk síðastliðinn sólarhring, þar á meðal vopnageymslur, innviðasvæði hersins, hryðjuverkamenn sem ógnuðu hermönnum IDF og hernaðarsamstæður,“ segir í yfirlýsingu frá Ísraelsher. Reuters hefur eftir heimildum að tugir Palestínumanna létust eða særðust í árásunum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira