Rodri gagnrýnir hugarfar Arsenal manna: Þar liggur munurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 16:31 Rodri stillir sér upp með Englandsbikarinn og við hlið Kevin De Bruyne. Margir telja að þessir tveir séu aðalástæðan fyrir ótrúlegu gengi City liðsins undanfarin fjögur tímabil. Getty/Alex Livesey Annað árið í röð þá hafði Manchester City betur í baráttunni við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. City hefur unnið deildina fjögur ár í röð og í bæði skiptin tekið fram úr Arsenal á lokasprettinum. Eftir að sigurinn var í höfn í gær þá kom spænski miðjumaðurinn Rodri í sjónvarpsviðtal. Hann hefur ekki tapað leik í meira en ár og leikurinn í gær var fimmtugasti leikur hans í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Rodri hefur verið lykilmaður í fjórum Englandsmeistaratitlum City manna í röð. Rodri er ekki í nokkrum vafa hvar skilur á milli Manchester City og hinna liðanna í deildinni. „Ef ég segi alveg eins og er þá það hérna uppi. Það er hugarfarið,“ sagði Rodri í viðtali við Optus Sport og benti á höfuðið sitt. „Arsenal átti líka skilið að vinna deildina. Þeir áttu ótrúlegt tímabil en þarna lá munurinn á liðunum,“ sagði Rodri. Rodri nefndi sérstaklega leik liðanna í Manchester í mars. Það var leikur sem endaði með markalausu jafntefli og bauð ekki upp á miklan sóknarleik hjá Arsenal mönnum. „Þegar ég sá þá koma hingað þá sagði ég: Þessir gæjar vilja ekki vinna okkur. Þeir eru bara að reyna að ná jafntefli,“ sagði Rodri. „Ef þið gefið okkur eitt stig þá munum við vinna sjö til átta síðustu leikina, jafnvel þótt að það sé erfitt. Þetta snýst allt um hugarfarið,“ sagði Rodri. Það er allt í lagi að taka það fram að Manchester City náði hvorki að fagna sigri á móti Arsenal né Liverpool á þessu tímabili, liðunum fyrir neðan þá í töflunni. Þeir unnu aftur á móti 28 af hinum 34 leikjunum. View this post on Instagram A post shared by Optus Sport (@optussport) Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Eftir að sigurinn var í höfn í gær þá kom spænski miðjumaðurinn Rodri í sjónvarpsviðtal. Hann hefur ekki tapað leik í meira en ár og leikurinn í gær var fimmtugasti leikur hans í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Rodri hefur verið lykilmaður í fjórum Englandsmeistaratitlum City manna í röð. Rodri er ekki í nokkrum vafa hvar skilur á milli Manchester City og hinna liðanna í deildinni. „Ef ég segi alveg eins og er þá það hérna uppi. Það er hugarfarið,“ sagði Rodri í viðtali við Optus Sport og benti á höfuðið sitt. „Arsenal átti líka skilið að vinna deildina. Þeir áttu ótrúlegt tímabil en þarna lá munurinn á liðunum,“ sagði Rodri. Rodri nefndi sérstaklega leik liðanna í Manchester í mars. Það var leikur sem endaði með markalausu jafntefli og bauð ekki upp á miklan sóknarleik hjá Arsenal mönnum. „Þegar ég sá þá koma hingað þá sagði ég: Þessir gæjar vilja ekki vinna okkur. Þeir eru bara að reyna að ná jafntefli,“ sagði Rodri. „Ef þið gefið okkur eitt stig þá munum við vinna sjö til átta síðustu leikina, jafnvel þótt að það sé erfitt. Þetta snýst allt um hugarfarið,“ sagði Rodri. Það er allt í lagi að taka það fram að Manchester City náði hvorki að fagna sigri á móti Arsenal né Liverpool á þessu tímabili, liðunum fyrir neðan þá í töflunni. Þeir unnu aftur á móti 28 af hinum 34 leikjunum. View this post on Instagram A post shared by Optus Sport (@optussport)
Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira