„Ég stóð bara með sóttvarnalækni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2024 12:45 Katrín gefur lítið fyrir gagnrýni Helgu Þórisdóttur mótframbjóðanda. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnalækni í deilum Persónuverndar og Íslenskri erfðagreiningu í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar. Undanfarna daga hefur umræða spunnist um viðbrögð Katrínar við ákvörðun Persónuverndar sem varðaði blóðsýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar í sóttvarnaskyni í miðjum Covid-faraldri. Persónuvernd taldi á sínum tíma að vinnsla persónuupplýsinga hjá íslenskri erfðagreiningu hafi ekki verið í samræmi við lög. Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar og sagði í viðtali á RÚV í vikunni að það hafi verið áfall, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreingar birti samskipti hans og Katrínar, þar sem þau ræða um ákvörðun Persónuverndar. Það hafi verið gríðarlegt sjokk að forsætisráðherra hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en stofnunina sína, eins og Helga orðaði það. Katrín segist hafa litið á umrædda blóðsýnatöku sem sóttvarnarráðstöfun, en ekki vísindarannsókn. „Það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma, og þau samskipti eru öll opinber, er að þessi ákvörðun Persónuverndar kom mér á óvart. Hins vegar hlutaðist ég, ekki á neinn hátt, til um ákvörðun stofnunarinnar, enda er hún sjálfstæð,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Þeirri niðurstöðu var síðan áfrýjað til Landsréttar af hálfu Persónuverndar. Katrín segist ekki hafa gert lítið úr Persónuvernd með því að standa með sóttvarnalækni og hans mati á ráðstöfunum. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Viðbrögðin hafi ekki verið lituð af hræðslu við að Íslensk erfðagreining myndi láta af stuðningi við heilbrigðiskerfið. „Ég var einfaldlega að lýsa minni skoðun þegar ég tjáði það í þessu bréfi að ákvörðunin hafi komið mér á óvart. Það var nú ekki flóknara en það.“ Uppfært kl. 14:47: Málið snúist ekki um sóttvarnir Helga Þórisdóttir hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir málið ekki snúast um sóttvarnir. „Ákvörðun Persónuverndar fól í sér að Íslensk erfðagreining hefði farið af stað með vísindarannsókn, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir henni. Þetta er það sem Persónuvernd gerði athugasemd við í ákvörðun sinni. Þá skal jafnframt á það bent að margar og víðtækar rannsóknir voru framkvæmdar um heim allan í tengslum við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeigandi eftirlitsstofnana. Í þessari rannsókn braut Íslensk erfðagreining lög og nýtti bæði forsætisráðherra og sóttvarnalækni til að grafa undan hlutverki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.x“Fyrrverandi forsætisráðherra hafi stílað bréf sitt á forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ekki sóttvarnalækni. „Í bréfinu kemur fram skýr skoðun ráðherrans á því hvernig Persónuvernd hefði átt að leysa úr málinu, sbr. m.a. orðalag ráðherrans um að “rannsóknina ber að skoða í ljósi aðstæðna í samfélaginu”. Það athugast hér að Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Gríðarlega mikið er lagt upp úr sjálfstæði persónuverndarstofnana frá öllu ytra áreiti á öllu EES-svæðinu, enda persónuupplýsingar hin nýja olía á tækniöld og margir sem þær ásælast – sérstaklega þeir sem atvinnu hafa af vinnslu heilbrigðisupplýsinga landsmanna,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræða spunnist um viðbrögð Katrínar við ákvörðun Persónuverndar sem varðaði blóðsýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar í sóttvarnaskyni í miðjum Covid-faraldri. Persónuvernd taldi á sínum tíma að vinnsla persónuupplýsinga hjá íslenskri erfðagreiningu hafi ekki verið í samræmi við lög. Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar og sagði í viðtali á RÚV í vikunni að það hafi verið áfall, þegar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreingar birti samskipti hans og Katrínar, þar sem þau ræða um ákvörðun Persónuverndar. Það hafi verið gríðarlegt sjokk að forsætisráðherra hafi ákveðið að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en stofnunina sína, eins og Helga orðaði það. Katrín segist hafa litið á umrædda blóðsýnatöku sem sóttvarnarráðstöfun, en ekki vísindarannsókn. „Það sem ég sagði um þetta mál á sínum tíma, og þau samskipti eru öll opinber, er að þessi ákvörðun Persónuverndar kom mér á óvart. Hins vegar hlutaðist ég, ekki á neinn hátt, til um ákvörðun stofnunarinnar, enda er hún sjálfstæð,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Þeirri niðurstöðu var síðan áfrýjað til Landsréttar af hálfu Persónuverndar. Katrín segist ekki hafa gert lítið úr Persónuvernd með því að standa með sóttvarnalækni og hans mati á ráðstöfunum. „Það var einfaldlega minn skilningur, eins og sóttvarnalæknis, að þessi blóðsýnataka væri hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Þess vegna kom ákvörðun Persónuverndar mér á óvart, en það gerir ekki lítið úr því mikilvæga starfi sem sú stofnun vinnur.“ Viðbrögðin hafi ekki verið lituð af hræðslu við að Íslensk erfðagreining myndi láta af stuðningi við heilbrigðiskerfið. „Ég var einfaldlega að lýsa minni skoðun þegar ég tjáði það í þessu bréfi að ákvörðunin hafi komið mér á óvart. Það var nú ekki flóknara en það.“ Uppfært kl. 14:47: Málið snúist ekki um sóttvarnir Helga Þórisdóttir hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segir málið ekki snúast um sóttvarnir. „Ákvörðun Persónuverndar fól í sér að Íslensk erfðagreining hefði farið af stað með vísindarannsókn, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir henni. Þetta er það sem Persónuvernd gerði athugasemd við í ákvörðun sinni. Þá skal jafnframt á það bent að margar og víðtækar rannsóknir voru framkvæmdar um heim allan í tengslum við Covid19. Þær voru gerðar með leyfi viðeigandi eftirlitsstofnana. Í þessari rannsókn braut Íslensk erfðagreining lög og nýtti bæði forsætisráðherra og sóttvarnalækni til að grafa undan hlutverki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.x“Fyrrverandi forsætisráðherra hafi stílað bréf sitt á forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ekki sóttvarnalækni. „Í bréfinu kemur fram skýr skoðun ráðherrans á því hvernig Persónuvernd hefði átt að leysa úr málinu, sbr. m.a. orðalag ráðherrans um að “rannsóknina ber að skoða í ljósi aðstæðna í samfélaginu”. Það athugast hér að Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum. Gríðarlega mikið er lagt upp úr sjálfstæði persónuverndarstofnana frá öllu ytra áreiti á öllu EES-svæðinu, enda persónuupplýsingar hin nýja olía á tækniöld og margir sem þær ásælast – sérstaklega þeir sem atvinnu hafa af vinnslu heilbrigðisupplýsinga landsmanna,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent