Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 15:33 Mótmælandi les dagblað fyrir utan dómstólinn í London. Fjöldi stuðningsmanna mætti þangað til að styðja málstað Assange í dag. Ap/Kin Cheung Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. Niðurstaðan var kveðin upp í dag. Verjendur Assange sögðu bandarísk yfirvöld ekki hafa veitt fullvissu fyrir því að hann myndi njóta sömu stjórnarskrárbundnu málfrelsisverndar og bandarískir ríkisborgarar ef hann yrði framseldur þangað frá Bretlandi. Assange á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í sautján liðum og eina ákæru fyrir tölvumisnotkun í tengslum við birtingu WikiLeaks á miklum fjölda leyniskjala úr fórum bandarískra yfirvalda fyrir nærri fimmtán árum síðan. Voru skjölin afhent af Chelsea Manning, sem starfaði þá sem verktaki fyrir bandaríska herinn. Stella Assange, eiginkona Julian Assange ávarpaði fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag. Ap/Kin Cheung Hundruð stuðningsmanna fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómshúsið og sagði Stella Assange, eiginkona Julian að bandarísk yfirvöld hafi reynt að setja „varalit á svín“ en dómararnir séð í gegnum það. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Stella bætti við að Bandaríkjastjórn ætti að endurmeta stöðuna og láta málið niður falla. „Fyrir fjölskylduna þá er þetta léttir en hversu lengi getur þetta haldið áfram? Þessi málarekstur er skammarlegur og hann er að taka gríðarlegan toll af Julian.“ Eigi að njóta fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Assange hefur varið síðustu fimm árum í bresku hámarksöryggisfangelsi eftir að hafa dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Assange var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag af heilsufarsástæðum, að sögn verjanda hans. Lögmenn Assange hafa byggt málsvörn sína á því að hann hafi verið blaðamaður sem afhjúpaði brot sem Bandaríkjaher framdi í Írak og Afganistan. Yrði hann sendur til Bandaríkjanna muni hann þurfa að þola pólitískt málshöfðunarferli og ekki njóta réttlætis. Bandarísk yfirvöld segja að aðgerðir Assange hafi farið út fyrir mörk blaðamennsku þar sem hann hafi ekki einungis safnað upplýsingum heldur einnig reynt að falast eftir, stolið og birt leynileg gögn af handahófi. Dómararnir við dómstólinn í London féllust á að með því að birta gögnin hafi Assange í raun talist vera útgefandi. Hann eigi því rétt á þeirri vernd sem fyrsti viðauki stjórnarskrár bandaríkjanna veiti blaðamönnum og fjölmiðlum. Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Niðurstaðan var kveðin upp í dag. Verjendur Assange sögðu bandarísk yfirvöld ekki hafa veitt fullvissu fyrir því að hann myndi njóta sömu stjórnarskrárbundnu málfrelsisverndar og bandarískir ríkisborgarar ef hann yrði framseldur þangað frá Bretlandi. Assange á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í sautján liðum og eina ákæru fyrir tölvumisnotkun í tengslum við birtingu WikiLeaks á miklum fjölda leyniskjala úr fórum bandarískra yfirvalda fyrir nærri fimmtán árum síðan. Voru skjölin afhent af Chelsea Manning, sem starfaði þá sem verktaki fyrir bandaríska herinn. Stella Assange, eiginkona Julian Assange ávarpaði fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag. Ap/Kin Cheung Hundruð stuðningsmanna fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómshúsið og sagði Stella Assange, eiginkona Julian að bandarísk yfirvöld hafi reynt að setja „varalit á svín“ en dómararnir séð í gegnum það. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Stella bætti við að Bandaríkjastjórn ætti að endurmeta stöðuna og láta málið niður falla. „Fyrir fjölskylduna þá er þetta léttir en hversu lengi getur þetta haldið áfram? Þessi málarekstur er skammarlegur og hann er að taka gríðarlegan toll af Julian.“ Eigi að njóta fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Assange hefur varið síðustu fimm árum í bresku hámarksöryggisfangelsi eftir að hafa dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Assange var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag af heilsufarsástæðum, að sögn verjanda hans. Lögmenn Assange hafa byggt málsvörn sína á því að hann hafi verið blaðamaður sem afhjúpaði brot sem Bandaríkjaher framdi í Írak og Afganistan. Yrði hann sendur til Bandaríkjanna muni hann þurfa að þola pólitískt málshöfðunarferli og ekki njóta réttlætis. Bandarísk yfirvöld segja að aðgerðir Assange hafi farið út fyrir mörk blaðamennsku þar sem hann hafi ekki einungis safnað upplýsingum heldur einnig reynt að falast eftir, stolið og birt leynileg gögn af handahófi. Dómararnir við dómstólinn í London féllust á að með því að birta gögnin hafi Assange í raun talist vera útgefandi. Hann eigi því rétt á þeirri vernd sem fyrsti viðauki stjórnarskrár bandaríkjanna veiti blaðamönnum og fjölmiðlum.
Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20
Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36