Rashford líka skilinn eftir heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 12:37 Marcus Rashford átti erfitt tímabil með Manchester United og horfir á EM heima í stofu í sumar. Getty/Simon Stacpoole Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima. Þessi 26 ára gamli framherji Manchester United hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og var bara með sjö mörk og tvær stoðsendingar í 33 deildarleikjum í vetur. Það hefur gengið á ýmsu innan sem utan vallar hjá Rashford á þessari leiktíð. Einn besti leikmaður Englendinga á HM í Katar 2022 fær því ekki tækifæri til að klæðast enska landsliðsbúningnum á stóra sviðinu í sumar. Southgate landsliðsþjálfari mun tilkynna æfingahópinn sinn í dag en erlendir fjölmiðlar hafa komist yfir vitneskju um hópinn. Fyrr í dag kom í ljós að miðjumaðurinn Jordan Henderson verður ekki í hópnum ekki frekar en vængmaðurinn Raheem Sterling. Jarrad Branthwaite, Curtis Jones, Jarell Quansah og Adam Wharton eru aftur á móti allir í hópnum en enginn þeirra hefur spilað landsleik. Branthwaite er 21 árs miðvörður Everton, Quansah er 21 árs miðvörður Liverpool, Jones er 23 ára miðjumaður Liverpool og Wharton er 20 ára leikmaður Crystal Palace. Liðsfélagar Wharton hjá Palace, Eberechi Eze, Marc Guehi og Dean Henderson, eru allir sagðir vera í hópnum. Þar eru líka Levi Colwill, miðvörður Chelsea, Jarrod Bowen, framherji West Ham og James Trafford, markvörður Burnley. Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, Jack Grealish, kantmaður Manchester City og Ivan Toney, framherji Brentford eru líka allir í hópnum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lokahópurinn verður skipaður 26 leikmönnum en lokafrestur til að tilkynna hann inn til UEFA er á miðnætti 7. júní. Enska landsliðið kemur saman 29. maí og spilar síðan vináttulandsleiki við Bosníu 3. júní og við Ísland 7. júni. Hér fyrir neðan má sjá hópinn en hann telur 33 leikmenn. Sjö þeirra fara því ekki með á EM. Gareth Southgate has named his 33-man squad for forthcoming friendlies against Bosnia and Herzegovina and Iceland 👥📝🏴 England will then announce their final 26-man squad for Euro 2024 on June 8th. pic.twitter.com/eK4mWHdCgL— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Þessi 26 ára gamli framherji Manchester United hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og var bara með sjö mörk og tvær stoðsendingar í 33 deildarleikjum í vetur. Það hefur gengið á ýmsu innan sem utan vallar hjá Rashford á þessari leiktíð. Einn besti leikmaður Englendinga á HM í Katar 2022 fær því ekki tækifæri til að klæðast enska landsliðsbúningnum á stóra sviðinu í sumar. Southgate landsliðsþjálfari mun tilkynna æfingahópinn sinn í dag en erlendir fjölmiðlar hafa komist yfir vitneskju um hópinn. Fyrr í dag kom í ljós að miðjumaðurinn Jordan Henderson verður ekki í hópnum ekki frekar en vængmaðurinn Raheem Sterling. Jarrad Branthwaite, Curtis Jones, Jarell Quansah og Adam Wharton eru aftur á móti allir í hópnum en enginn þeirra hefur spilað landsleik. Branthwaite er 21 árs miðvörður Everton, Quansah er 21 árs miðvörður Liverpool, Jones er 23 ára miðjumaður Liverpool og Wharton er 20 ára leikmaður Crystal Palace. Liðsfélagar Wharton hjá Palace, Eberechi Eze, Marc Guehi og Dean Henderson, eru allir sagðir vera í hópnum. Þar eru líka Levi Colwill, miðvörður Chelsea, Jarrod Bowen, framherji West Ham og James Trafford, markvörður Burnley. Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, Jack Grealish, kantmaður Manchester City og Ivan Toney, framherji Brentford eru líka allir í hópnum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lokahópurinn verður skipaður 26 leikmönnum en lokafrestur til að tilkynna hann inn til UEFA er á miðnætti 7. júní. Enska landsliðið kemur saman 29. maí og spilar síðan vináttulandsleiki við Bosníu 3. júní og við Ísland 7. júni. Hér fyrir neðan má sjá hópinn en hann telur 33 leikmenn. Sjö þeirra fara því ekki með á EM. Gareth Southgate has named his 33-man squad for forthcoming friendlies against Bosnia and Herzegovina and Iceland 👥📝🏴 England will then announce their final 26-man squad for Euro 2024 on June 8th. pic.twitter.com/eK4mWHdCgL— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira