Veður

Skúrir vestan­til en bjartara fyrir austan

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu í dag verður fjögur til þrettán stig.
Hiti á landinu í dag verður fjögur til þrettán stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag þar sem búast má við skúrum á vestanverðu landinu, en hægari og björtu með köflum fyrir austan.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að það lægi og verði þurrt að kalla í nótt og í fyrramálið. Hiti á landinu í dag verður fjögur til þrettán stig, hlýjast á Austurlandi.

Á morgun mun svo ganga í suðaustan átta til þrettán metrum á sekúndu með rigningu síðdegis, fyrst suðvestantil, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi.

Síðar er svo útlit fyrir ágætlega milda daga en þessu milda suðlæga lofti mun fylgja allmikill raki.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag. Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða skúrir eða slydduél, en gengur í suðaustan 8-13 með rigningu á vestanverðu landinu síðdegis, fyrst suðvestantil. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning eða súld með köflum, en hægari og yfirleitt þurrt austantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á laugardag: Austlæg átt, 3-10 m/s og hlýtt, en hvassari syðst. Dálítil væta suðaustantil, en annars þurrt að kalla.

Á sunnudag og mánudag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og víða skúrir og milt veður.

Á þriðjudag: Hæg norðaustlæg átt. Bjartviðri suðvestantil, en annars víða skýjað. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnan- og vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×