Albert ekki í landsliðshópnum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 10:51 Age Hareide valdi hóp fyrir leikina við Holland og England í dag. (AP Photo/Darko Vojinovic) Åge Hareide kynnti í dag landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki karlalandsliðs Íslands í fótbolta við England og Holland. Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Ef til vill vekur mesta athygli að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Haugesund eru í hópnum. Þá er einnig athyglisvert að Arnór Sigurðsson sé í landsliðshópnum en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Íslands og Ísrael í mars. Arnór hefur ekki leikið fyrir félag sitt Blackburn Rovers síðan. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram utan hópsins en Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson skipa markvarðarsætin. Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní er liðin undirbúa sig fyrir EM í Þýskalandi. Leikirnir verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport. Hópurinn Markmenn: Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikirElías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikirPatrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir Varnarmenn: Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikirGuðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikirSverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörkDaníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikirHlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikurBrynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörkAlfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur Miðjumenn: Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikirÍsak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörkStefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 markHákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörkJóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörkArnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörkKristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikurArnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörkMikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 markMikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörkJón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörkWillum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörkAndri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Sjá meira
Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Ef til vill vekur mesta athygli að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Haugesund eru í hópnum. Þá er einnig athyglisvert að Arnór Sigurðsson sé í landsliðshópnum en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Íslands og Ísrael í mars. Arnór hefur ekki leikið fyrir félag sitt Blackburn Rovers síðan. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram utan hópsins en Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson skipa markvarðarsætin. Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní er liðin undirbúa sig fyrir EM í Þýskalandi. Leikirnir verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport. Hópurinn Markmenn: Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikirElías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikirPatrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir Varnarmenn: Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikirGuðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikirSverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörkDaníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikirHlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikurBrynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörkAlfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur Miðjumenn: Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikirÍsak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörkStefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 markHákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörkJóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörkArnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörkKristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikurArnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörkMikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 markMikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörkJón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörkWillum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörkAndri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Sjá meira