Sker úr um hvort sáðlát yfir andlit með valdi sé nauðgun Árni Sæberg skrifar 22. maí 2024 14:11 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Gareese Joshua Gray, sem var sakfelldur fyrir nauðgun í Landsrétti, áfrýjunarleyfi. Að mati Hæstaréttar er ekki útilokað að hann komist að annarri niðurstöðu en Landsréttur um hvort það teljist nauðgun að hafa sáðlát yfir andlit með valdi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi með héraðsdómi verið sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi samkvæmt ákvæði almennra hegningarlaga fyrir að hafa fróað sér þar sem að hann var klofvega á hnjánum yfir líkama sextán ára stúlku og fengið sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún gerði honum ljóst að hún væri því mótfallinn. Landsréttur leit málið alvarlegri augum Landsréttur hafi staðfest sakfellingu leyfisbeiðanda en breytt heimfærslu brotsins og fallist á með ákæruvaldinu að háttsemin yrði heimfærð undir „önnur kynferðismök“ í skilningi ákvæðis hegningarlaga um nauðgun. Hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök en samræði við konuna. Dómur Landsréttar er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Dugar þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi vísað um skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi til lokamálsliðar nefndrar greinar laga um meðferð sakamála, þar sem mælt er fyrir um að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli orðið við ósk hans um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til að breyta dómi Landsréttar. Í ákvörðuninni segir að þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða í héraði verði að telja að fyrir hendi séu þær efnisástæður sem greinir í lokamálslið ákvæðisins. Gray hafi vísað til þess að málið hafi verulega almenna þýðingu og að uppi sé lagaleg óvissa um hvernig heimfæra skuli þá háttsemi sem sannað þyki að hann hafi viðhaft til refsiákvæða og byggt á því að úrlausn Landsréttar sé röng þegar horft er til dómafordæma Hæstaréttar frá árunum 2013 og 2015. Að virtum gögnum málsins verði að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi með héraðsdómi verið sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi samkvæmt ákvæði almennra hegningarlaga fyrir að hafa fróað sér þar sem að hann var klofvega á hnjánum yfir líkama sextán ára stúlku og fengið sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún gerði honum ljóst að hún væri því mótfallinn. Landsréttur leit málið alvarlegri augum Landsréttur hafi staðfest sakfellingu leyfisbeiðanda en breytt heimfærslu brotsins og fallist á með ákæruvaldinu að háttsemin yrði heimfærð undir „önnur kynferðismök“ í skilningi ákvæðis hegningarlaga um nauðgun. Hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök en samræði við konuna. Dómur Landsréttar er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Dugar þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi vísað um skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi til lokamálsliðar nefndrar greinar laga um meðferð sakamála, þar sem mælt er fyrir um að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli orðið við ósk hans um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til að breyta dómi Landsréttar. Í ákvörðuninni segir að þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða í héraði verði að telja að fyrir hendi séu þær efnisástæður sem greinir í lokamálslið ákvæðisins. Gray hafi vísað til þess að málið hafi verulega almenna þýðingu og að uppi sé lagaleg óvissa um hvernig heimfæra skuli þá háttsemi sem sannað þyki að hann hafi viðhaft til refsiákvæða og byggt á því að úrlausn Landsréttar sé röng þegar horft er til dómafordæma Hæstaréttar frá árunum 2013 og 2015. Að virtum gögnum málsins verði að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31