Bjarni sagður lítillátur í samanburði við Keníuforseta Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2024 15:52 Það að Bjarni hafi ferðast með farþegaflugvél vekur athygli fjölmiðla Kenía sem hafa fjallað um rándýra ferð eigin forseta til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm/Getty Opinber heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Malaví er sögð lítillát í samanburði við ferðalag William Ruto, forseta Kenía, til Bandaríkjanna. Kenískir fjölmiðlar fjalla um ferðalög stjórnmálamannanna tveggja, en Bjarni fór með farþegaflugvél í sína heimsókn á meðan sérstök einkaflugvél var leigð fyrir ferðalag Ruto. „Yfirlætislaus ferð Benediktssonar stangast á við för Williams Ruto forseta til Bandaríkjanna – Keníski forsetinn ákvað að útvega sér einkaþotu sem kostar formúgu og kemur Keníamönnum spánskt fyrir sjónir,“ segir í frétt Citizen Digital, en þónokkrir kenískir miðlar hafa borið ferðirnar saman. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví birti myndband af komu Bjarna til Malaví á samfélagsmiðlinum X. Bjarni flaug til Malaví með farþegaflugvél Kenya Airways. What an honor to receive Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to Malawi! Takulandirani! pic.twitter.com/Aa8w1RjHM9— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) May 20, 2024 Margra milljóna ferðalag umdeilt Þá er ferðalag Ruto til umfjöllunar hjá BBC. Þar segir að talið sé að leiga hans á einkaflugvél muni kosta eina og hálfa milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega 200 milljónum króna. Vélin var leigð frá RoyalJet, flugfélagi frá Dubaí, en þess ber að geta að forsetaembætti Kenía á sína eigin einkaflugvél sem Ruto notar yfirleitt. Í umfjöllun BBC segir að ástæða þess að vélin hafi verið leigð liggi ekki fyrir, en að einhverjar áhyggjur af öryggi forsetavélarinnar séu til staðar. Sú vél var keypt fyrir tæpum þrjátíu árum. Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að þau greiði ekki fyrir leiguna á einkaþotunni. Flugvélamál Ruto hefur vakið reiði hjá Keníamönnum í kjölfar fregna um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnvalda þar í landi. Ruto hefur hvatt fólk til að vera hófsamt og fara ekki fram úr sér í neyslu. „Ávinningurinn af þessari ferð mun vega meira en þessi kostnaður milljónfalt,“ hefur BBC eftir Isaaci Mwaura, talsmanni ríkisstjórnar Kenía. Kenía Malaví Bandaríkin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Yfirlætislaus ferð Benediktssonar stangast á við för Williams Ruto forseta til Bandaríkjanna – Keníski forsetinn ákvað að útvega sér einkaþotu sem kostar formúgu og kemur Keníamönnum spánskt fyrir sjónir,“ segir í frétt Citizen Digital, en þónokkrir kenískir miðlar hafa borið ferðirnar saman. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví birti myndband af komu Bjarna til Malaví á samfélagsmiðlinum X. Bjarni flaug til Malaví með farþegaflugvél Kenya Airways. What an honor to receive Iceland’s Prime Minister @Bjarni_Ben to Malawi! Takulandirani! pic.twitter.com/Aa8w1RjHM9— Inga Petursdottir (@IngaDoraP) May 20, 2024 Margra milljóna ferðalag umdeilt Þá er ferðalag Ruto til umfjöllunar hjá BBC. Þar segir að talið sé að leiga hans á einkaflugvél muni kosta eina og hálfa milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega 200 milljónum króna. Vélin var leigð frá RoyalJet, flugfélagi frá Dubaí, en þess ber að geta að forsetaembætti Kenía á sína eigin einkaflugvél sem Ruto notar yfirleitt. Í umfjöllun BBC segir að ástæða þess að vélin hafi verið leigð liggi ekki fyrir, en að einhverjar áhyggjur af öryggi forsetavélarinnar séu til staðar. Sú vél var keypt fyrir tæpum þrjátíu árum. Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að þau greiði ekki fyrir leiguna á einkaþotunni. Flugvélamál Ruto hefur vakið reiði hjá Keníamönnum í kjölfar fregna um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnvalda þar í landi. Ruto hefur hvatt fólk til að vera hófsamt og fara ekki fram úr sér í neyslu. „Ávinningurinn af þessari ferð mun vega meira en þessi kostnaður milljónfalt,“ hefur BBC eftir Isaaci Mwaura, talsmanni ríkisstjórnar Kenía.
Kenía Malaví Bandaríkin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent