„Þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 22:27 Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink FH vann eins marks sigur gegn Aftureldingu á útivelli 27-28 Staðan er jöfn 1-1 í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var afar ánægður með sigurinn. „Ég var gríðarlega ánægður með að við héldum plani og það var eitthvað sem við klikkuðum á í síðasta leik,“ sagði Einar Bragi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst þetta fara af stað eins og hver annar leikur í úrslitakeppninni. Það var spilað fast en það var enginn að fara á taugum þar sem við vorum með Ásbjörn [Friðriksson] á miðjunni og það var mikil ró þar.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik og Einar Bragi var ánægður með hvernig liðið lærði af síðasta leik. „Við lærðum af síðasta leik þar sem við vorum líka yfir í hálfleik. Við vorum rólegir, fórum í skipulagið og söfnuðum orku.“ Í seinni hálfleik kom kafli þar sem FH-ingar skoruðu ekki mark í tæplega tíu mínútur á meðan Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. „Það er mjög góð spurning og ég man eiginlega ekkert eftir því. Eina sem ég man að Aron Pálmarsson kom síðan inn á eftir þennan kafla og þá fór þetta aftur að ganga. Ætli það hafi ekki bara verið að hann hafi ekki verið inn á.“ Bæði lið létu finna fyrir sér og leikmenn beggja liða sýndu mikla hörku. Aðspurður hvort Mosfellingar hafi verið of fastir fyrir sagði Einar Bragi það af og frá. „Nei, ég elska þetta og þeir mega vera fastari næst og fara ennþá fastar í mig. Maður nærist á þessu drasli.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar, tók Einar Braga niður sem lenti á auglýsingaskilti en Einar var afar ánægður með að hafa unnið boltann. „Þetta var unninn bolti, djöfull elska ég það og hann lá þarna alveg eins og einhver tuska sem var frábært.“ Einar Bragi var afar ánægður með hvernig FH spilaði síðustu mínúturnar eftir að staðan var jöfn 25-25 og þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð. „Það mæðir mikið á Þorsteini [Leó Gunnarssyni] mig minnir að hann hafi sett boltann í stöngina og klikkaði síðan á dauðafæri. Hann verður þreyttur á sunnudaginn og hann verður þreyttur í þeim leikjum sem hann á eftir. Ef Afturelding ætlar bara að treysta á hann þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH var marki yfir. Stuðningsmenn Aftureldingar voru mjög ósáttir enda leikurinn gott sem búinn. Aðspurður hvort þetta hafi verið óvirðing var Einar Bragi ekki á því máli. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef bara gaman af þessu og þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu,“ sagði Einar Bragi léttur að lokum. FH Olís-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski landsliðsmaðurinn drullaði yfir liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
„Ég var gríðarlega ánægður með að við héldum plani og það var eitthvað sem við klikkuðum á í síðasta leik,“ sagði Einar Bragi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst þetta fara af stað eins og hver annar leikur í úrslitakeppninni. Það var spilað fast en það var enginn að fara á taugum þar sem við vorum með Ásbjörn [Friðriksson] á miðjunni og það var mikil ró þar.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik og Einar Bragi var ánægður með hvernig liðið lærði af síðasta leik. „Við lærðum af síðasta leik þar sem við vorum líka yfir í hálfleik. Við vorum rólegir, fórum í skipulagið og söfnuðum orku.“ Í seinni hálfleik kom kafli þar sem FH-ingar skoruðu ekki mark í tæplega tíu mínútur á meðan Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. „Það er mjög góð spurning og ég man eiginlega ekkert eftir því. Eina sem ég man að Aron Pálmarsson kom síðan inn á eftir þennan kafla og þá fór þetta aftur að ganga. Ætli það hafi ekki bara verið að hann hafi ekki verið inn á.“ Bæði lið létu finna fyrir sér og leikmenn beggja liða sýndu mikla hörku. Aðspurður hvort Mosfellingar hafi verið of fastir fyrir sagði Einar Bragi það af og frá. „Nei, ég elska þetta og þeir mega vera fastari næst og fara ennþá fastar í mig. Maður nærist á þessu drasli.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar, tók Einar Braga niður sem lenti á auglýsingaskilti en Einar var afar ánægður með að hafa unnið boltann. „Þetta var unninn bolti, djöfull elska ég það og hann lá þarna alveg eins og einhver tuska sem var frábært.“ Einar Bragi var afar ánægður með hvernig FH spilaði síðustu mínúturnar eftir að staðan var jöfn 25-25 og þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð. „Það mæðir mikið á Þorsteini [Leó Gunnarssyni] mig minnir að hann hafi sett boltann í stöngina og klikkaði síðan á dauðafæri. Hann verður þreyttur á sunnudaginn og hann verður þreyttur í þeim leikjum sem hann á eftir. Ef Afturelding ætlar bara að treysta á hann þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH var marki yfir. Stuðningsmenn Aftureldingar voru mjög ósáttir enda leikurinn gott sem búinn. Aðspurður hvort þetta hafi verið óvirðing var Einar Bragi ekki á því máli. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef bara gaman af þessu og þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu,“ sagði Einar Bragi léttur að lokum.
FH Olís-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenski landsliðsmaðurinn drullaði yfir liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira