„Þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 22:40 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Afturelding tapaði gegn FH á heimavelli 27-28. FH-ingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Þetta var svekkjandi og það er stutt á milli í þessu. Þetta var bara eins og í síðasta leik en núna var þetta stöngin út hjá okkur og þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Það tók FH sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en Afturelding skoraði aðeins tvö mörk og Gunnar hefði viljað nýta þessa byrjun betur. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki eins góður miðað við varnarleikinn og við hefðum átt að nýta okkur það betur. Svo fengum við 2-3 skítamörk á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar og við misstum augnablikið.“ Gunnar var afar ánægður með spilamennsku liðsins í upphafi síðari hálfleiks þar sem FH gerði ekki mark í tæplega tíu mínútur og Afturelding komst yfir 17-16. „Við spiluðum góða vörn og Jovan [Kukobat] varði góða bolta og þá var augnablikið með okkur. Það var svekkjandi að missa það niður og mér fannst það vendipunkturinn. Þetta er leikur áhlaupa og það er rosalega stutt á milli í þessu og við áttum von á að þetta yrði hörku einvígi.“ Aron Pálmarsson spilaði ekki síðasta leik vegna meiðsla en spilaði í kvöld og það kom Gunnari ekki á óvart. „Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki fyrsta leikinn en við áttum von á því að hann yrði með í kvöld. Það þarf ekkert að tala um Aron og það vita allir hvað hann getur og auðvitað munaði það fyrir þá að hafa Aron en samt vantaði okkur bara eitt mark upp á.“ Mikill hiti skapaðist þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH marki yfir. Gunnar taldi þó Sigurstein ekki hafa gert þetta að óvirðingu heldur bara í hita leiksins. „Ég held að Sigursteinn hafi bara ekki fattað hvað það var lítið eftir og þetta fór ekki í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að ásaka Sigurstein um neitt. Hann er góður drengur,“ sagði Gunnar að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
„Þetta var svekkjandi og það er stutt á milli í þessu. Þetta var bara eins og í síðasta leik en núna var þetta stöngin út hjá okkur og þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn,“ sagði Gunnar Magnússon í samtali við Vísi eftir leik. Það tók FH sex mínútur að skora fyrsta mark leiksins en Afturelding skoraði aðeins tvö mörk og Gunnar hefði viljað nýta þessa byrjun betur. „Mér fannst sóknarleikurinn ekki eins góður miðað við varnarleikinn og við hefðum átt að nýta okkur það betur. Svo fengum við 2-3 skítamörk á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar og við misstum augnablikið.“ Gunnar var afar ánægður með spilamennsku liðsins í upphafi síðari hálfleiks þar sem FH gerði ekki mark í tæplega tíu mínútur og Afturelding komst yfir 17-16. „Við spiluðum góða vörn og Jovan [Kukobat] varði góða bolta og þá var augnablikið með okkur. Það var svekkjandi að missa það niður og mér fannst það vendipunkturinn. Þetta er leikur áhlaupa og það er rosalega stutt á milli í þessu og við áttum von á að þetta yrði hörku einvígi.“ Aron Pálmarsson spilaði ekki síðasta leik vegna meiðsla en spilaði í kvöld og það kom Gunnari ekki á óvart. „Það kom mér á óvart að hann spilaði ekki fyrsta leikinn en við áttum von á því að hann yrði með í kvöld. Það þarf ekkert að tala um Aron og það vita allir hvað hann getur og auðvitað munaði það fyrir þá að hafa Aron en samt vantaði okkur bara eitt mark upp á.“ Mikill hiti skapaðist þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH marki yfir. Gunnar taldi þó Sigurstein ekki hafa gert þetta að óvirðingu heldur bara í hita leiksins. „Ég held að Sigursteinn hafi bara ekki fattað hvað það var lítið eftir og þetta fór ekki í taugarnar á mér. Ég ætla ekki að ásaka Sigurstein um neitt. Hann er góður drengur,“ sagði Gunnar að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira