Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 10:42 Ingunn lá þungt haldin á spítala eftir árásina. Hún segist í dag á góðum batavegi þótt enn sé verkefni fyrir höndum. Ingunn Björnsdóttir Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. Fjallað er um ákæruna í Verdens Gang. Þar segir að lögreglan í Noregi telji að Ingunn hafi lifað hnífaárásina af þökk sé viðbrögðum samkennarans. Það hafi verið hending að engin af fjölmörgum hnífsstungum hafi hafnað í mikilvægum líffærum. Dró upp hníf á fundi Það var síðdegis þann 24. ágúst í fyrra sem nemandi við háskólann mætti á fund með Ingunni og samstarfskonu við lyfjafræðideild Oslóarháskóla. Ingunn lýsti því í samtali við fréttastofu í fyrr að nemandinn hefði að fundinum loknum skyndilega dregið upp hníf. Fram kemur í ákærunni að nemandinn hafi skorið hálsinn á Ingunni, stungið hana í maga og brjóstkassa. Til viðbótar hafi fundist níu stungusár á höndum og fótum Ingunnar. „Björnsdóttir komst lífs af vegna þess að samstarfsmaður og fleiri gripu inn í, hnífurinn fór ekki í mikilvæg líffæri og Björnsdóttir fékk læknisfræðilega meðferð með hraði,“ segir í ákærunni. Hulda Olsen Karlsdóttir, saksóknari hjá norska ríkinu, segir rök fyrir því að ákæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Á góðum batavegi „Ég hef náð góðum líkamlegum bata en varð fyrir meiðslum sem krefjast frekari æfinga til að ná fullum styrk. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í viðtali við VG. „Þetta hefur verið meiri rússíbani með andlegu líðanina en ég ætla að bíða með að tjá mig frekar þar til réttarhöldin fara fram.“ Fram kemur í frétt VG að nemandinn hafi fallið á prófi skömmu fyrir árásina. Hann hafi brugðist við með því að ráðast á kennarann. Ingunn ræddi við fréttastofu um árásina í fyrra. Þar sagðist hún ekki bera kala til árásarmannsins og sagði einmitt að rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hefðu bjargað lífi hennar. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Fjallað er um ákæruna í Verdens Gang. Þar segir að lögreglan í Noregi telji að Ingunn hafi lifað hnífaárásina af þökk sé viðbrögðum samkennarans. Það hafi verið hending að engin af fjölmörgum hnífsstungum hafi hafnað í mikilvægum líffærum. Dró upp hníf á fundi Það var síðdegis þann 24. ágúst í fyrra sem nemandi við háskólann mætti á fund með Ingunni og samstarfskonu við lyfjafræðideild Oslóarháskóla. Ingunn lýsti því í samtali við fréttastofu í fyrr að nemandinn hefði að fundinum loknum skyndilega dregið upp hníf. Fram kemur í ákærunni að nemandinn hafi skorið hálsinn á Ingunni, stungið hana í maga og brjóstkassa. Til viðbótar hafi fundist níu stungusár á höndum og fótum Ingunnar. „Björnsdóttir komst lífs af vegna þess að samstarfsmaður og fleiri gripu inn í, hnífurinn fór ekki í mikilvæg líffæri og Björnsdóttir fékk læknisfræðilega meðferð með hraði,“ segir í ákærunni. Hulda Olsen Karlsdóttir, saksóknari hjá norska ríkinu, segir rök fyrir því að ákæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Á góðum batavegi „Ég hef náð góðum líkamlegum bata en varð fyrir meiðslum sem krefjast frekari æfinga til að ná fullum styrk. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í viðtali við VG. „Þetta hefur verið meiri rússíbani með andlegu líðanina en ég ætla að bíða með að tjá mig frekar þar til réttarhöldin fara fram.“ Fram kemur í frétt VG að nemandinn hafi fallið á prófi skömmu fyrir árásina. Hann hafi brugðist við með því að ráðast á kennarann. Ingunn ræddi við fréttastofu um árásina í fyrra. Þar sagðist hún ekki bera kala til árásarmannsins og sagði einmitt að rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hefðu bjargað lífi hennar. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira