Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 10:42 Ingunn lá þungt haldin á spítala eftir árásina. Hún segist í dag á góðum batavegi þótt enn sé verkefni fyrir höndum. Ingunn Björnsdóttir Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. Fjallað er um ákæruna í Verdens Gang. Þar segir að lögreglan í Noregi telji að Ingunn hafi lifað hnífaárásina af þökk sé viðbrögðum samkennarans. Það hafi verið hending að engin af fjölmörgum hnífsstungum hafi hafnað í mikilvægum líffærum. Dró upp hníf á fundi Það var síðdegis þann 24. ágúst í fyrra sem nemandi við háskólann mætti á fund með Ingunni og samstarfskonu við lyfjafræðideild Oslóarháskóla. Ingunn lýsti því í samtali við fréttastofu í fyrr að nemandinn hefði að fundinum loknum skyndilega dregið upp hníf. Fram kemur í ákærunni að nemandinn hafi skorið hálsinn á Ingunni, stungið hana í maga og brjóstkassa. Til viðbótar hafi fundist níu stungusár á höndum og fótum Ingunnar. „Björnsdóttir komst lífs af vegna þess að samstarfsmaður og fleiri gripu inn í, hnífurinn fór ekki í mikilvæg líffæri og Björnsdóttir fékk læknisfræðilega meðferð með hraði,“ segir í ákærunni. Hulda Olsen Karlsdóttir, saksóknari hjá norska ríkinu, segir rök fyrir því að ákæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Á góðum batavegi „Ég hef náð góðum líkamlegum bata en varð fyrir meiðslum sem krefjast frekari æfinga til að ná fullum styrk. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í viðtali við VG. „Þetta hefur verið meiri rússíbani með andlegu líðanina en ég ætla að bíða með að tjá mig frekar þar til réttarhöldin fara fram.“ Fram kemur í frétt VG að nemandinn hafi fallið á prófi skömmu fyrir árásina. Hann hafi brugðist við með því að ráðast á kennarann. Ingunn ræddi við fréttastofu um árásina í fyrra. Þar sagðist hún ekki bera kala til árásarmannsins og sagði einmitt að rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hefðu bjargað lífi hennar. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Fjallað er um ákæruna í Verdens Gang. Þar segir að lögreglan í Noregi telji að Ingunn hafi lifað hnífaárásina af þökk sé viðbrögðum samkennarans. Það hafi verið hending að engin af fjölmörgum hnífsstungum hafi hafnað í mikilvægum líffærum. Dró upp hníf á fundi Það var síðdegis þann 24. ágúst í fyrra sem nemandi við háskólann mætti á fund með Ingunni og samstarfskonu við lyfjafræðideild Oslóarháskóla. Ingunn lýsti því í samtali við fréttastofu í fyrr að nemandinn hefði að fundinum loknum skyndilega dregið upp hníf. Fram kemur í ákærunni að nemandinn hafi skorið hálsinn á Ingunni, stungið hana í maga og brjóstkassa. Til viðbótar hafi fundist níu stungusár á höndum og fótum Ingunnar. „Björnsdóttir komst lífs af vegna þess að samstarfsmaður og fleiri gripu inn í, hnífurinn fór ekki í mikilvæg líffæri og Björnsdóttir fékk læknisfræðilega meðferð með hraði,“ segir í ákærunni. Hulda Olsen Karlsdóttir, saksóknari hjá norska ríkinu, segir rök fyrir því að ákæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Á góðum batavegi „Ég hef náð góðum líkamlegum bata en varð fyrir meiðslum sem krefjast frekari æfinga til að ná fullum styrk. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í viðtali við VG. „Þetta hefur verið meiri rússíbani með andlegu líðanina en ég ætla að bíða með að tjá mig frekar þar til réttarhöldin fara fram.“ Fram kemur í frétt VG að nemandinn hafi fallið á prófi skömmu fyrir árásina. Hann hafi brugðist við með því að ráðast á kennarann. Ingunn ræddi við fréttastofu um árásina í fyrra. Þar sagðist hún ekki bera kala til árásarmannsins og sagði einmitt að rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hefðu bjargað lífi hennar. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira