Fjármálastjórinn orðinn sveitarstjóri Árni Sæberg skrifar 23. maí 2024 11:09 Sylvía hefur leyst Harald Þór af hólmi. Hann verður þó áfram í fullu starfi. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær lagði Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri, fram tillögu að nýju skipuriti fyrir sveitarfélagið og óskaði jafnframt eftir því að fjármálastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Sylvía Karen Heimisdóttir, tæki við starfi sveitarstjóra frá og með deginum í gær og út kjörtímabilið. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðustu tvö ár hafi Haraldur Þór sinnt bæði starfi oddvita og sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á þessum tveimur árum hafi náðst mikill árangur í rekstri sveitarfélagsins og uppsafnaður rekstrarafgangur síðustu tveggja ára sé rúmar 252 milljónir og veltufé frá rekstri rúmar 372 milljónir. Tekur við góðu búi Skuldahlutfall sveitarfélagsins hafi lækkað verulega og hafi síðustu áramót staðið í 36,9 prósentum og veltufé frá rekstri sé komið upp í 17,3 prósent. „Sveitarfélagið stendur því sterkt til að takast á við þá miklu uppbyggingu sem er að fara af stað á næstu mánuðum. Búið er að innleiða nýtt skjala- og málakerfi, stjórnsýslan orðin rafræn og var sveitarfélagið fyrst sveitarfélaga í Árnessýslu til að taka upp full rafræn skil á öllum gögnum. Stjórnsýsla sveitarfélagsins hefur eflst og býr sveitarfélagið yfir öflugum hópi af starfsfólki.“ Einnig hafi á sama tíma náðst mikill árangur í þeirri umræðu að tryggja sveitarfélögum með orkuframleiðslu ávinning af þeirri starfsemi, en í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi mest raforka verið framleidd á Íslandi og núverandi raforkuframleiðsla í sveitarfélaginu dugi öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Verður áfram í hundrað prósent starfi Sveitarstjórn hafi samhljóða samþykkt nýtt skipurit og staðfest ráðningu Sylvíu Karenar Heimisdóttur sem sveitarstjóra og að Haraldur Þór Jónsson starfi áfram sem oddviti í 100 prósent starfi ásamt því að staðfesta verkaskiptingu milli oddvita og sveitarstjóra samkvæmt nýju skipuriti. Sylvía Karen hafi því tekið við ábyrgð á daglegum rekstri sveitarfélagsins. Sylvía Karen hafi starfað hjá sveitarfélaginu frá sumrinu 2020 og sinnt meðal annars starfi sveitarstjóra frá 2021 til 2022. Haraldur Þór muni sem áður segir starfa áfram sem oddviti í fullu starfi og bera ábyrgð á því að leiða þá uppbyggingu sem er fram undan í sveitarfélaginu, en í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sé gert ráð fyrir fjárfestingum á næstu tveimur árum fyrir 1,4 milljarða króna. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðustu tvö ár hafi Haraldur Þór sinnt bæði starfi oddvita og sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á þessum tveimur árum hafi náðst mikill árangur í rekstri sveitarfélagsins og uppsafnaður rekstrarafgangur síðustu tveggja ára sé rúmar 252 milljónir og veltufé frá rekstri rúmar 372 milljónir. Tekur við góðu búi Skuldahlutfall sveitarfélagsins hafi lækkað verulega og hafi síðustu áramót staðið í 36,9 prósentum og veltufé frá rekstri sé komið upp í 17,3 prósent. „Sveitarfélagið stendur því sterkt til að takast á við þá miklu uppbyggingu sem er að fara af stað á næstu mánuðum. Búið er að innleiða nýtt skjala- og málakerfi, stjórnsýslan orðin rafræn og var sveitarfélagið fyrst sveitarfélaga í Árnessýslu til að taka upp full rafræn skil á öllum gögnum. Stjórnsýsla sveitarfélagsins hefur eflst og býr sveitarfélagið yfir öflugum hópi af starfsfólki.“ Einnig hafi á sama tíma náðst mikill árangur í þeirri umræðu að tryggja sveitarfélögum með orkuframleiðslu ávinning af þeirri starfsemi, en í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi mest raforka verið framleidd á Íslandi og núverandi raforkuframleiðsla í sveitarfélaginu dugi öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Verður áfram í hundrað prósent starfi Sveitarstjórn hafi samhljóða samþykkt nýtt skipurit og staðfest ráðningu Sylvíu Karenar Heimisdóttur sem sveitarstjóra og að Haraldur Þór Jónsson starfi áfram sem oddviti í 100 prósent starfi ásamt því að staðfesta verkaskiptingu milli oddvita og sveitarstjóra samkvæmt nýju skipuriti. Sylvía Karen hafi því tekið við ábyrgð á daglegum rekstri sveitarfélagsins. Sylvía Karen hafi starfað hjá sveitarfélaginu frá sumrinu 2020 og sinnt meðal annars starfi sveitarstjóra frá 2021 til 2022. Haraldur Þór muni sem áður segir starfa áfram sem oddviti í fullu starfi og bera ábyrgð á því að leiða þá uppbyggingu sem er fram undan í sveitarfélaginu, en í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sé gert ráð fyrir fjárfestingum á næstu tveimur árum fyrir 1,4 milljarða króna.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira