Fjóla felldi hreinan meirihluta Jón Þór Stefánsson skrifar 23. maí 2024 11:55 Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokks og Álfheiður Eymarsdóttir oddviti Áfram Árborg Árborg Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í Árborg, en Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri felldi meirihlutann. Áfram Árborg hefur nú gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nýjan meirihluta í sveitarfélaginu. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi um að Fjóla, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi gegna embætti bæjarstjóra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Bragi seinni tvö árin. Fjóla hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að falla frá þessu samkomulagi og yfirgefa meirihlutann. Áfram Árborg hafi ákveðið að stíga inn og breytist því eins flokks meirihluti í tveggja flokka meirihluta. Fjóla Kristinsdóttir fráfarandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilkynningin er eftirfarandi: Bæjarstjóraskipti í Árborg og nýtt meirihlutasamstarf Á síðustu tveimur árum hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks í góðri samvinnu við starfsfólk Árborgar náð eftirtektarverðum árangri í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Tekist hefur verið á við krefjandi skuldastöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu. Mikil eining hefur ríkt meðal meirihlutans í þeirri vinnu allri og hefur verið gott samstarf við minnihlutann og þá sérstaklega bæjarmálafélagið Áfram Árborg. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að styrkja innviði til að tryggja blómlega byggð í vaxandi sveitarfélagi. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi þar sem kveðið var á um að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Fjóla Kristinsdóttir myndi gegna embætti bæjarstjóra í Árborg fyrri tvö ár kjörtímabilsins og Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi taka við hinn 1. júní 2024 og gegna embættinu út kjörtímabilið. Samkomulagið var kynnt er meirihlutinn tók við árið 2022. Fjóla Kristinsdóttir hefur tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg þá ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og að hún muni yfirgefa meirihlutann. Einhugur er meðal annarra bæjarfulltrúa auk forystumanna Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu að hvika ekki frá því sem samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og mun Bragi Bjarnason oddviti taka við embætti bæjarstjóra eins og gert hefur verið ráð fyrir. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú traustan meirihluta í sveitarfélaginu. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru og tryggja munu að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa. Nýr meirihluti í Árborg.Árborg. Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í Árborg, en Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri felldi meirihlutann. Áfram Árborg hefur nú gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nýjan meirihluta í sveitarfélaginu. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi um að Fjóla, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins, myndi gegna embætti bæjarstjóra fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Bragi seinni tvö árin. Fjóla hefur nú tilkynnt þá ákvörðun sína að falla frá þessu samkomulagi og yfirgefa meirihlutann. Áfram Árborg hafi ákveðið að stíga inn og breytist því eins flokks meirihluti í tveggja flokka meirihluta. Fjóla Kristinsdóttir fráfarandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilkynningin er eftirfarandi: Bæjarstjóraskipti í Árborg og nýtt meirihlutasamstarf Á síðustu tveimur árum hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks í góðri samvinnu við starfsfólk Árborgar náð eftirtektarverðum árangri í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Tekist hefur verið á við krefjandi skuldastöðu sveitarfélagsins af ábyrgð og festu. Mikil eining hefur ríkt meðal meirihlutans í þeirri vinnu allri og hefur verið gott samstarf við minnihlutann og þá sérstaklega bæjarmálafélagið Áfram Árborg. Meirihluti Sjálfstæðismanna hefur lagt áherslu á að styrkja innviði til að tryggja blómlega byggð í vaxandi sveitarfélagi. Í upphafi kjörtímabils var gengið frá samkomulagi þar sem kveðið var á um að annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins Fjóla Kristinsdóttir myndi gegna embætti bæjarstjóra í Árborg fyrri tvö ár kjörtímabilsins og Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi taka við hinn 1. júní 2024 og gegna embættinu út kjörtímabilið. Samkomulagið var kynnt er meirihlutinn tók við árið 2022. Fjóla Kristinsdóttir hefur tilkynnt bæjarfulltrúum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Árborg þá ákvörðun sína að falla frá því samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og að hún muni yfirgefa meirihlutann. Einhugur er meðal annarra bæjarfulltrúa auk forystumanna Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu að hvika ekki frá því sem samkomulagi sem gert var í upphafi kjörtímabilsins og mun Bragi Bjarnason oddviti taka við embætti bæjarstjóra eins og gert hefur verið ráð fyrir. Til að bregðast við breyttum aðstæðum og til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í Árborg og velferð íbúa hefur Áfram Árborg gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda þessi tveir flokkar nú traustan meirihluta í sveitarfélaginu. Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar horfa sameiginlega af ábyrgð og bjartsýni á þau krefjandi verkefni sem framundan eru og tryggja munu að Árborg eflist enn frekar sem öflugt og einstakt sveitarfélag fyrir bæði fyrirtæki og íbúa. Nýr meirihluti í Árborg.Árborg.
Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira