Paquetá ákærður fyrir að sækjast eftir spjaldi í eigin leikjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. maí 2024 15:30 Lucas Paqueta er sá nýjasti í röð leikmanna sem enska knattspyrnusambandið ákærir fyrir brot á veðmálareglum. Clive Rose/Getty Images Lucas Paqueta, leikmaður West Ham, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Því er haldið fram að Paquetá hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi frá dómaranum í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði“ eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. Leikir West Ham sem um ræðir eru: Gegn Leicester City, 12. nóvember 2022 Gegn Aston Villa, 12. mars 2023 Gegn Leeds United, 21. maí 2023 Gegn AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á FA reglum F2 og F3, vegna ósamvinnufýsni við rannsókn málsins. Rannsókn málsins hófst þegar óvenjulegur fjöldi veðmála barst frá Brasilíu, þar sem veðjað var á að Paquetá fengi gult spjald í leiknum gegn Aston Villa, sem hann og gerði fyrir þessar tvær glæfralegu tæklingar á 70. mínútu. Paqueta you silly sausage. He was desperate for it. 🤣 https://t.co/ywa5sc2b14 pic.twitter.com/yR221aoUoH— Jay (@JayVtid) May 23, 2024 Paquetá hefur til 3. júní að svara þessum ásökunum. Enska knattspyrnusambandið mun ekki veita frekari upplýsingar þar til málinu lýkur. Paquetá gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir að ákæran barst. Þar kvaðst hann hafa veitt knattspyrnusambandinu alla sína aðstoð við rannsókn málsins og því komi ákæran honum verulega á óvart. Hann muni berjast af öllum mætti við að hreinsa nafn sitt. pic.twitter.com/Z5yRycsPnA— Lucas Paquetá (@LucasPaqueta97) May 23, 2024 Enski boltinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Hætta við að fá Paqueta eftir ásakanir um brot á veðmálareglum Englandsmeistarar Manchester City eru hættir við að reyna að fá miðjumanninn Lucas Paqueta til liðs við sig frá West Ham eftir að upplýst var um að leikmaðurinn sætir nú rannsókn vegna mögulegra brota á veðmálareglum enska og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. 22. ágúst 2023 22:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Því er haldið fram að Paquetá hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi frá dómaranum í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði“ eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. Leikir West Ham sem um ræðir eru: Gegn Leicester City, 12. nóvember 2022 Gegn Aston Villa, 12. mars 2023 Gegn Leeds United, 21. maí 2023 Gegn AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á FA reglum F2 og F3, vegna ósamvinnufýsni við rannsókn málsins. Rannsókn málsins hófst þegar óvenjulegur fjöldi veðmála barst frá Brasilíu, þar sem veðjað var á að Paquetá fengi gult spjald í leiknum gegn Aston Villa, sem hann og gerði fyrir þessar tvær glæfralegu tæklingar á 70. mínútu. Paqueta you silly sausage. He was desperate for it. 🤣 https://t.co/ywa5sc2b14 pic.twitter.com/yR221aoUoH— Jay (@JayVtid) May 23, 2024 Paquetá hefur til 3. júní að svara þessum ásökunum. Enska knattspyrnusambandið mun ekki veita frekari upplýsingar þar til málinu lýkur. Paquetá gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir að ákæran barst. Þar kvaðst hann hafa veitt knattspyrnusambandinu alla sína aðstoð við rannsókn málsins og því komi ákæran honum verulega á óvart. Hann muni berjast af öllum mætti við að hreinsa nafn sitt. pic.twitter.com/Z5yRycsPnA— Lucas Paquetá (@LucasPaqueta97) May 23, 2024
Enski boltinn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Hætta við að fá Paqueta eftir ásakanir um brot á veðmálareglum Englandsmeistarar Manchester City eru hættir við að reyna að fá miðjumanninn Lucas Paqueta til liðs við sig frá West Ham eftir að upplýst var um að leikmaðurinn sætir nú rannsókn vegna mögulegra brota á veðmálareglum enska og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. 22. ágúst 2023 22:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Hætta við að fá Paqueta eftir ásakanir um brot á veðmálareglum Englandsmeistarar Manchester City eru hættir við að reyna að fá miðjumanninn Lucas Paqueta til liðs við sig frá West Ham eftir að upplýst var um að leikmaðurinn sætir nú rannsókn vegna mögulegra brota á veðmálareglum enska og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. 22. ágúst 2023 22:01