Breiðablik og Valur hafa bæði unnið fimm fyrstu leiki sína í sumar en þessi tvö félög hafa verið risarnir í íslenska kvennafótboltanum undanfarin ár. Það er því mikið undir í leiknum í kvöld.
Það eru þrír aðrir leikir á dagskrá í Bestu deildinni í dag en allir hinir leikirnir eru sýndir beint á Bestu deildar rásunum tveimur.
Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og má sjá yfirlit yfir dagskrána hér fyrir neðan.
Stöð 2 Sport
Klukkan 17.25 er upphitun Bestu markanna fyrir sjöttu umferð Bestu deildar kvenna þar sem Helena Ólafsdóttir fær góða gesti í heimsókn til sín og ræðir komandi leiki.
Klukkan 17.45 hefst útsending frá stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta þar sem topplið Breiðabliks tekur á móti Íslandsmeisturum Vals.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 18.35 er leikur Genoa og Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta, á dagskrá. Albert Guðmundsson fær þar tækifæri til að bæta við mörkum í deildinni.
Eftir miðnætti, nánar klukkan 00.30, er annar leikur Minnesota Timberwolves og Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA á dagskrá. Dallas leiðir 1-0 eftir sigur á útivelli í leik eitt.
Bestu deildar rás 1
Klukkan 17.50 hefst útsending frá leik FH og Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta.
Klukkan 20.05 hefst útsending frá leik Þór/KA og Tindastóls í Bestu deild kvenna í fótbolta.
Bestu deildar rás 2
Klukkan 17.50 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og Fylkis í Bestu deild kvenna í fótbolta.
Vodafone Sport
Klukkan 09.00 er tímataka fyrir formúlu 3 á dagskrá. Hún fer fram í Mónakó þar sem Formúlu 1 keppni helgarinnar fer fram.
Klukkan 11.05 er fyrri æfing dagsins í Formúlu 1 á dagskrá. Klukkan 14.55 er komið að annarri æfingu dagsins í Formúlu 1. Báðar æfingarnar fara fram í Mónakó þar sem Formúlu 1 keppni helgarinnar fer fram.
Inn á milli æfinganna, eða klukkan 13.05, er síðan tímataka fyrir formúlu 2 kappaksturinn.
Klukkan 16.55 er komið að Evrópumótaröðinni í pílu
Klukkan 22.30 er sco sýnd beint frá leik Pittsburgh Pirates og Atlanta Braves í MLB-deildinni í hafnabolta.