„Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 10:58 Frá mótmælum á skólalóð Radboud. aðsend Nemendur í háskólum Hollands hafa undanfarna daga reist tjaldbúðir á skólalóðum til stuðnings Palestínu, og margir mætt mikilli hörku lögreglu. Íslenskur nemandi lýsir mikilli samstöðu meðal stúdenta sem fara fram á að hollenskir háskólar taki skýrari afstöðu gegn ísraelskum stjórnvöldum og slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki. Slík stúdentamótmæli hófust með mótmælum í Columbia-háskóla í New York-borg, sem breiddist síðan út til fleiri bandarískra háskóla auk evrópskra. Í Hollandi hófust sambærileg mótmæli í háskólum í Amsterdam og Utrecht, en þar mættu stúdentar mikilli hörku lögreglu og sætti lögregla mikilli gagnrýni eftir að myndbönd af slíku lögregluofbeldi birtust á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Revolutionaire Eenheid (@revolutionaireeenheid) Ísabella Lena Borgarsdóttir hefur tekið þátt í stúdentamótmælum í Radboud háskólanum Nijmegen í Hollandi. View this post on Instagram A post shared by قناة الجزيرة مباشر (@aljazeeramubasher) „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim. Hófst í Amsterdam, svo í Utrecth, Eindhoven og Maastricht. Það hafa verið mikil og góð samskipti milli stúdenta í þessum borgum, en í sumum þeirra hefur mikið lögregluofbeldi átt sér stað. Þar hafa háskólar beðið lögregluna um að færa nemendur af lóðinni með afli. Það hefur hins vegar ekki enn gerst hér í Nijmegen,“ segir Ísabella. Ísabella Lena Borgarsdóttir. Mótmælendur hafa tjaldað síðustu níu daga á skólalóðinni. Kröfur stúdentanna eru að háskólinn slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki, fordæmi þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum og sýni palestínsku fólki aukinn stuðning. Mótmælin hafa breiðst út um allan háskólann.aðsend Stuðningur úr öllum bænum Ísabella segir ákveðið samfélag hafa myndast á skólalóðinni í kringum tjaldbúðirnar. „Við erum með göngur á hverjum degi, fyrirlestra og alls kyns skemmtilegt,“ segir Ísabella og nefnir hnappa og skiltagerð, ljóðalestur, matargerð og fleira sem tengist palestínskri menningu og matargerð. Mikið er lagt upp úr palestínskri matarmenningu.aðsend „Við höfum fengið ýmsa styrki en fólk alls staðar að úr Nijmegen hefur komið með mat og fleira til okkar. Fólk sem ber virðingu fyrir og finnst þetta fallegt sem við erum að gera. Það er mjög gott að finna fyrir svona miklum stuðningi úr öllum bænum, sem er bara á stærð við Reykjavík.“ Stuðningurinn kemur einnig frá öðrum háskólum um allan heim, svo sem Mexíkó, Spáni og Þýskalandi. „Á hverjum degi komum við saman og ræðum það sem er um að vera þann daginn, hvað þurfi að gera, hverjir hengja upp plaköt og hverjir sjái um gönguna. Það er mjög gaman að vera hluti af svona litlu samfélagi.“ Lokatakmark að stjórnvöld taki afstöðu Viðbrögð skólans segir Ísabella hafa verið lítil. „Það sem gerir okkur reið er að það hafi tekið skólann átta daga að rjúfa öll tengsl við rússneska skóla og fyrirtæki. Nú eru komnir níu dagar frá því þessi mótmæli hófust. Það er skrýtið að skólinn geti tekið svona skýra afstöðu með Úkraínu, en ekki Palestínu. Það skiptir ekki máli hvar börn eru drepin.“ Um hundrað manns hafa tjaldað á lóðinni undanfarna daga.aðsend Það hefur hins vegar enn ekki komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Ísabella segir líklegt að átök mótmælenda og lögreglu í Amsterdam og Utrecht skýri skort á inngripi lögreglunnar. „Það vill enginn skóli hafa það á orðspori sínu að kalla til lögreglu sem beitir nemendur þeirra ofbeldi. En starfsfólk skólans sýnir þessu mikinn stuðning, það hafa þegar 250 kennarar skrifað undir undirskriftalista okkar til stuðnings Palestínu.“ Lokatakmarkið sé hins vegar að fá stjórnvöld í Hollandi til að taka skýrari afstöðu gegn árásum Ísraela í Palestínu. „Þetta klárast ekki hér.“ Holland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Slík stúdentamótmæli hófust með mótmælum í Columbia-háskóla í New York-borg, sem breiddist síðan út til fleiri bandarískra háskóla auk evrópskra. Í Hollandi hófust sambærileg mótmæli í háskólum í Amsterdam og Utrecht, en þar mættu stúdentar mikilli hörku lögreglu og sætti lögregla mikilli gagnrýni eftir að myndbönd af slíku lögregluofbeldi birtust á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Revolutionaire Eenheid (@revolutionaireeenheid) Ísabella Lena Borgarsdóttir hefur tekið þátt í stúdentamótmælum í Radboud háskólanum Nijmegen í Hollandi. View this post on Instagram A post shared by قناة الجزيرة مباشر (@aljazeeramubasher) „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim. Hófst í Amsterdam, svo í Utrecth, Eindhoven og Maastricht. Það hafa verið mikil og góð samskipti milli stúdenta í þessum borgum, en í sumum þeirra hefur mikið lögregluofbeldi átt sér stað. Þar hafa háskólar beðið lögregluna um að færa nemendur af lóðinni með afli. Það hefur hins vegar ekki enn gerst hér í Nijmegen,“ segir Ísabella. Ísabella Lena Borgarsdóttir. Mótmælendur hafa tjaldað síðustu níu daga á skólalóðinni. Kröfur stúdentanna eru að háskólinn slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki, fordæmi þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum og sýni palestínsku fólki aukinn stuðning. Mótmælin hafa breiðst út um allan háskólann.aðsend Stuðningur úr öllum bænum Ísabella segir ákveðið samfélag hafa myndast á skólalóðinni í kringum tjaldbúðirnar. „Við erum með göngur á hverjum degi, fyrirlestra og alls kyns skemmtilegt,“ segir Ísabella og nefnir hnappa og skiltagerð, ljóðalestur, matargerð og fleira sem tengist palestínskri menningu og matargerð. Mikið er lagt upp úr palestínskri matarmenningu.aðsend „Við höfum fengið ýmsa styrki en fólk alls staðar að úr Nijmegen hefur komið með mat og fleira til okkar. Fólk sem ber virðingu fyrir og finnst þetta fallegt sem við erum að gera. Það er mjög gott að finna fyrir svona miklum stuðningi úr öllum bænum, sem er bara á stærð við Reykjavík.“ Stuðningurinn kemur einnig frá öðrum háskólum um allan heim, svo sem Mexíkó, Spáni og Þýskalandi. „Á hverjum degi komum við saman og ræðum það sem er um að vera þann daginn, hvað þurfi að gera, hverjir hengja upp plaköt og hverjir sjái um gönguna. Það er mjög gaman að vera hluti af svona litlu samfélagi.“ Lokatakmark að stjórnvöld taki afstöðu Viðbrögð skólans segir Ísabella hafa verið lítil. „Það sem gerir okkur reið er að það hafi tekið skólann átta daga að rjúfa öll tengsl við rússneska skóla og fyrirtæki. Nú eru komnir níu dagar frá því þessi mótmæli hófust. Það er skrýtið að skólinn geti tekið svona skýra afstöðu með Úkraínu, en ekki Palestínu. Það skiptir ekki máli hvar börn eru drepin.“ Um hundrað manns hafa tjaldað á lóðinni undanfarna daga.aðsend Það hefur hins vegar enn ekki komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Ísabella segir líklegt að átök mótmælenda og lögreglu í Amsterdam og Utrecht skýri skort á inngripi lögreglunnar. „Það vill enginn skóli hafa það á orðspori sínu að kalla til lögreglu sem beitir nemendur þeirra ofbeldi. En starfsfólk skólans sýnir þessu mikinn stuðning, það hafa þegar 250 kennarar skrifað undir undirskriftalista okkar til stuðnings Palestínu.“ Lokatakmarkið sé hins vegar að fá stjórnvöld í Hollandi til að taka skýrari afstöðu gegn árásum Ísraela í Palestínu. „Þetta klárast ekki hér.“
Holland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent