„Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 10:58 Frá mótmælum á skólalóð Radboud. aðsend Nemendur í háskólum Hollands hafa undanfarna daga reist tjaldbúðir á skólalóðum til stuðnings Palestínu, og margir mætt mikilli hörku lögreglu. Íslenskur nemandi lýsir mikilli samstöðu meðal stúdenta sem fara fram á að hollenskir háskólar taki skýrari afstöðu gegn ísraelskum stjórnvöldum og slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki. Slík stúdentamótmæli hófust með mótmælum í Columbia-háskóla í New York-borg, sem breiddist síðan út til fleiri bandarískra háskóla auk evrópskra. Í Hollandi hófust sambærileg mótmæli í háskólum í Amsterdam og Utrecht, en þar mættu stúdentar mikilli hörku lögreglu og sætti lögregla mikilli gagnrýni eftir að myndbönd af slíku lögregluofbeldi birtust á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Revolutionaire Eenheid (@revolutionaireeenheid) Ísabella Lena Borgarsdóttir hefur tekið þátt í stúdentamótmælum í Radboud háskólanum Nijmegen í Hollandi. View this post on Instagram A post shared by قناة الجزيرة مباشر (@aljazeeramubasher) „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim. Hófst í Amsterdam, svo í Utrecth, Eindhoven og Maastricht. Það hafa verið mikil og góð samskipti milli stúdenta í þessum borgum, en í sumum þeirra hefur mikið lögregluofbeldi átt sér stað. Þar hafa háskólar beðið lögregluna um að færa nemendur af lóðinni með afli. Það hefur hins vegar ekki enn gerst hér í Nijmegen,“ segir Ísabella. Ísabella Lena Borgarsdóttir. Mótmælendur hafa tjaldað síðustu níu daga á skólalóðinni. Kröfur stúdentanna eru að háskólinn slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki, fordæmi þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum og sýni palestínsku fólki aukinn stuðning. Mótmælin hafa breiðst út um allan háskólann.aðsend Stuðningur úr öllum bænum Ísabella segir ákveðið samfélag hafa myndast á skólalóðinni í kringum tjaldbúðirnar. „Við erum með göngur á hverjum degi, fyrirlestra og alls kyns skemmtilegt,“ segir Ísabella og nefnir hnappa og skiltagerð, ljóðalestur, matargerð og fleira sem tengist palestínskri menningu og matargerð. Mikið er lagt upp úr palestínskri matarmenningu.aðsend „Við höfum fengið ýmsa styrki en fólk alls staðar að úr Nijmegen hefur komið með mat og fleira til okkar. Fólk sem ber virðingu fyrir og finnst þetta fallegt sem við erum að gera. Það er mjög gott að finna fyrir svona miklum stuðningi úr öllum bænum, sem er bara á stærð við Reykjavík.“ Stuðningurinn kemur einnig frá öðrum háskólum um allan heim, svo sem Mexíkó, Spáni og Þýskalandi. „Á hverjum degi komum við saman og ræðum það sem er um að vera þann daginn, hvað þurfi að gera, hverjir hengja upp plaköt og hverjir sjái um gönguna. Það er mjög gaman að vera hluti af svona litlu samfélagi.“ Lokatakmark að stjórnvöld taki afstöðu Viðbrögð skólans segir Ísabella hafa verið lítil. „Það sem gerir okkur reið er að það hafi tekið skólann átta daga að rjúfa öll tengsl við rússneska skóla og fyrirtæki. Nú eru komnir níu dagar frá því þessi mótmæli hófust. Það er skrýtið að skólinn geti tekið svona skýra afstöðu með Úkraínu, en ekki Palestínu. Það skiptir ekki máli hvar börn eru drepin.“ Um hundrað manns hafa tjaldað á lóðinni undanfarna daga.aðsend Það hefur hins vegar enn ekki komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Ísabella segir líklegt að átök mótmælenda og lögreglu í Amsterdam og Utrecht skýri skort á inngripi lögreglunnar. „Það vill enginn skóli hafa það á orðspori sínu að kalla til lögreglu sem beitir nemendur þeirra ofbeldi. En starfsfólk skólans sýnir þessu mikinn stuðning, það hafa þegar 250 kennarar skrifað undir undirskriftalista okkar til stuðnings Palestínu.“ Lokatakmarkið sé hins vegar að fá stjórnvöld í Hollandi til að taka skýrari afstöðu gegn árásum Ísraela í Palestínu. „Þetta klárast ekki hér.“ Holland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Slík stúdentamótmæli hófust með mótmælum í Columbia-háskóla í New York-borg, sem breiddist síðan út til fleiri bandarískra háskóla auk evrópskra. Í Hollandi hófust sambærileg mótmæli í háskólum í Amsterdam og Utrecht, en þar mættu stúdentar mikilli hörku lögreglu og sætti lögregla mikilli gagnrýni eftir að myndbönd af slíku lögregluofbeldi birtust á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Revolutionaire Eenheid (@revolutionaireeenheid) Ísabella Lena Borgarsdóttir hefur tekið þátt í stúdentamótmælum í Radboud háskólanum Nijmegen í Hollandi. View this post on Instagram A post shared by قناة الجزيرة مباشر (@aljazeeramubasher) „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim. Hófst í Amsterdam, svo í Utrecth, Eindhoven og Maastricht. Það hafa verið mikil og góð samskipti milli stúdenta í þessum borgum, en í sumum þeirra hefur mikið lögregluofbeldi átt sér stað. Þar hafa háskólar beðið lögregluna um að færa nemendur af lóðinni með afli. Það hefur hins vegar ekki enn gerst hér í Nijmegen,“ segir Ísabella. Ísabella Lena Borgarsdóttir. Mótmælendur hafa tjaldað síðustu níu daga á skólalóðinni. Kröfur stúdentanna eru að háskólinn slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki, fordæmi þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum og sýni palestínsku fólki aukinn stuðning. Mótmælin hafa breiðst út um allan háskólann.aðsend Stuðningur úr öllum bænum Ísabella segir ákveðið samfélag hafa myndast á skólalóðinni í kringum tjaldbúðirnar. „Við erum með göngur á hverjum degi, fyrirlestra og alls kyns skemmtilegt,“ segir Ísabella og nefnir hnappa og skiltagerð, ljóðalestur, matargerð og fleira sem tengist palestínskri menningu og matargerð. Mikið er lagt upp úr palestínskri matarmenningu.aðsend „Við höfum fengið ýmsa styrki en fólk alls staðar að úr Nijmegen hefur komið með mat og fleira til okkar. Fólk sem ber virðingu fyrir og finnst þetta fallegt sem við erum að gera. Það er mjög gott að finna fyrir svona miklum stuðningi úr öllum bænum, sem er bara á stærð við Reykjavík.“ Stuðningurinn kemur einnig frá öðrum háskólum um allan heim, svo sem Mexíkó, Spáni og Þýskalandi. „Á hverjum degi komum við saman og ræðum það sem er um að vera þann daginn, hvað þurfi að gera, hverjir hengja upp plaköt og hverjir sjái um gönguna. Það er mjög gaman að vera hluti af svona litlu samfélagi.“ Lokatakmark að stjórnvöld taki afstöðu Viðbrögð skólans segir Ísabella hafa verið lítil. „Það sem gerir okkur reið er að það hafi tekið skólann átta daga að rjúfa öll tengsl við rússneska skóla og fyrirtæki. Nú eru komnir níu dagar frá því þessi mótmæli hófust. Það er skrýtið að skólinn geti tekið svona skýra afstöðu með Úkraínu, en ekki Palestínu. Það skiptir ekki máli hvar börn eru drepin.“ Um hundrað manns hafa tjaldað á lóðinni undanfarna daga.aðsend Það hefur hins vegar enn ekki komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Ísabella segir líklegt að átök mótmælenda og lögreglu í Amsterdam og Utrecht skýri skort á inngripi lögreglunnar. „Það vill enginn skóli hafa það á orðspori sínu að kalla til lögreglu sem beitir nemendur þeirra ofbeldi. En starfsfólk skólans sýnir þessu mikinn stuðning, það hafa þegar 250 kennarar skrifað undir undirskriftalista okkar til stuðnings Palestínu.“ Lokatakmarkið sé hins vegar að fá stjórnvöld í Hollandi til að taka skýrari afstöðu gegn árásum Ísraela í Palestínu. „Þetta klárast ekki hér.“
Holland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent