„Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. maí 2024 07:01 Ósk sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Vilhelm Gunnarsson Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. Ósk stundar fjallahlaup af kappi og stefnir á nokkur keppnishlaup í sumar. „Ég er búin með Puffin run og Mýrdalshlaupið nú þegar og stefni á þessi helstu fjallahlaup í sumar; Hengil Ultra, Snæfellsjökulshlaupið, Laugavegshlaupið og Súlur Vertical. Auk þess ætla ég að fara í nokkur Ultra fjallahlaup þar sem er hlaupið fimmtíu kílómetra plús. Ég hef ekki gert það áður og er orðin mjög spennt að tækla þau,“ segir Ósk. Ósk Gunnarsdóttir sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Adda Ósk Gunnarsdóttir. Aldur? 37 ára. Starf? Útvarpskona á FM957 og verkefnastýra viðburða. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý með eiginmanni mínum Aroni Þór Leifssyni og þremur börnum undir ellefu ára, svo það er alltaf nóg að gera og líf og fjör á heimilinu. Hvað er á döfinni? Það er nóg um að vera eins og alltaf vinnulega séð en líka persónulega. Menningarnætur tónleikar Bylgjunnar er stór og skemmtilegur viðburður sem ég er alltaf spennt fyrir. Við fjölskyldan erum svo að plana sumarfríið og ætlum að ferðast mikið um fallega landið okkar. Síðan eru ansi mörg fjallahlaup framundan. Þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa eignast fallegu börnin mín klárlega. Það að verða mamma breytir manni til frambúðar. Ákvörðunin um að hætta að drekka áfengi og lifa áfengislausum lífstíl fyrir um þremur áurm síðan er einnig ofarlega á lista. Þvílíka lífsánægjan sem maður fær út úr því. Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég set svefn og hreyfingu í fyrsta sæti og hreyfi mig sex til átta sinnum í viku. Ég varð fyrir miklum heilsubresti eftir að ég átti yngsta barnið mitt fyrir um fjóru og hálfu ári síðan. Ég fór í gjörsamlegt þrot líkamlega og andlega. Tæpum tveimur árum síðar fékk ég heilsuna hægt og rólega til baka. Ég geri mér grein fyrir því að það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu. Fallegasti staður á landinu? Þetta er erfið spurning, Kársnesið er nú ofarlega í hjartanu sko en ég verð að segja Ásbyrgi, þar á ég margar fallegar minningar frá barnsaldri Ég fer í algjöra ró þegar ég fer þangað. En í heiminum? Fallegasti staður í heiminum er líka erfitt en Ítalía er uppáhalds landið mitt og þá allra helst Amalfi ströndin. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Við Aron maðurinn minn erum dugleg að fara bara tvö út á land í kyrrð og ró, þurfum ekki meira en sólarhring og batteríið verður fullhlaðið eftir svoleiðis samveru. Hvað hefur mótað þig mest? Vá það er svo margt, það að vera á sjúkrahúsi fyrstu tvö ár lífsins hefur eflaust komið þessum aga og þrautseigju í mig þó svo að ég muni ekkert eftir því. En föðurmissirinn er það eflaust. Ég byrjaði að horfa á lífið allt öðrum augum eftir að pabbi dó. Uppskrift að drauma sunnudegi? Vakna á undan öllum og fara ein út í náttúruna að hlaupa. Koma svo við í bakaríi á leiðinni heim og borða með nývöknuðum fjölskyldumeðlimum. Fara svo með alla í sund út að leika með strolluna, þá helst í Heiðmörk, í fjöru eða Öskjuhlíð. Enda daginn á sunnudagsmat hjá mömmu og í kósýkvöldi heima. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Það er hellingur þarna úti sem ég vil upplifa. Efst í huga er að fara einhvern tímann ein í ferðalag í að minnsta kosti einn mánuð, helst eitthvað að ganga. Mögulega til Kilimanjaro eða í æfingabúðir til Kenýa. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já svo sannarlega en ef ég myndi segja frá þeim hér væru þeir ekki mikið leyndir lengur. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala auðvitað fallegasta tungumálið íslensku, svo líka færeysku og ensku, get svo reddað mér á dönsku og spænsku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að gera ekki neitt fyrir neinn sem að gerir ekki neitt fyrir neinn. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Slekk á vekjaraklukkunni. Gera það ekki flestir? En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Knúsa manninn minn, sofna oftast klesst upp við hann. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Eigum við ekki að taka þrjár Esjur saman á lau?“ Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég fór síðast að gráta beint eftir Puffin Run en í því hlaupi meiddist ég og upplifði mitt versta hlaup hingað til. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Rúmið mitt klárlega, baðkarið kemur svo ansi sterkt inn líka. Það er svo best í heimi að taka um tuttugu mínútna magnesium-bað til að róa taugakerfið og fara svo beint upp í rúm. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er lélegasti hámhorfarinn því ég sofna yfirleitt alltaf yfir sjónvarpinu, ætli ég verði ekki að segja bara The Bold and the Beautiful, heilalaust og stutt. Ég get alltaf sofnað yfir þeim þáttum og misst úr mörgum en samt er alltaf sama dramað í gangi! Ertu A eða B týpa? Ég er klárlega A týpa og hef alla tíð verið. Hælar eða strigaskór? Ég vel strigaskó alla daga fram yfir hælaskó. Fyrsti kossinn? Fyrsti alvöru kossinn var á Reykjum í Hrútardal. Ertu með einhvern bucket-lista? Já, er með nokkra bucket-lista í gangi. Ég er mikið að tikka af hlaupatengda listanum um þessar mundir og stefni á að tikka í nokkur box á árinu sem er td. að hlaupa Laugaveginn og ná að hlaupa hundrað mílur, sbr. 160 kílómetrum. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Það fer vissulega eftir hvers konar gír sé verið að spyrja um, en það lag sem að kemur mér alltaf í gott skap er Flýg upp með Aroni Can og Hetjan með Herranum. Það eru mín go to þegar ég er ein í bílnum. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Hin hliðin Heilsa FM957 Hlaup Tengdar fréttir Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44 „Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03 Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Ósk stundar fjallahlaup af kappi og stefnir á nokkur keppnishlaup í sumar. „Ég er búin með Puffin run og Mýrdalshlaupið nú þegar og stefni á þessi helstu fjallahlaup í sumar; Hengil Ultra, Snæfellsjökulshlaupið, Laugavegshlaupið og Súlur Vertical. Auk þess ætla ég að fara í nokkur Ultra fjallahlaup þar sem er hlaupið fimmtíu kílómetra plús. Ég hef ekki gert það áður og er orðin mjög spennt að tækla þau,“ segir Ósk. Ósk Gunnarsdóttir sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Adda Ósk Gunnarsdóttir. Aldur? 37 ára. Starf? Útvarpskona á FM957 og verkefnastýra viðburða. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Ég bý með eiginmanni mínum Aroni Þór Leifssyni og þremur börnum undir ellefu ára, svo það er alltaf nóg að gera og líf og fjör á heimilinu. Hvað er á döfinni? Það er nóg um að vera eins og alltaf vinnulega séð en líka persónulega. Menningarnætur tónleikar Bylgjunnar er stór og skemmtilegur viðburður sem ég er alltaf spennt fyrir. Við fjölskyldan erum svo að plana sumarfríið og ætlum að ferðast mikið um fallega landið okkar. Síðan eru ansi mörg fjallahlaup framundan. Þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa eignast fallegu börnin mín klárlega. Það að verða mamma breytir manni til frambúðar. Ákvörðunin um að hætta að drekka áfengi og lifa áfengislausum lífstíl fyrir um þremur áurm síðan er einnig ofarlega á lista. Þvílíka lífsánægjan sem maður fær út úr því. Hvernig hugarðu að heilsunni? Ég set svefn og hreyfingu í fyrsta sæti og hreyfi mig sex til átta sinnum í viku. Ég varð fyrir miklum heilsubresti eftir að ég átti yngsta barnið mitt fyrir um fjóru og hálfu ári síðan. Ég fór í gjörsamlegt þrot líkamlega og andlega. Tæpum tveimur árum síðar fékk ég heilsuna hægt og rólega til baka. Ég geri mér grein fyrir því að það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu. Fallegasti staður á landinu? Þetta er erfið spurning, Kársnesið er nú ofarlega í hjartanu sko en ég verð að segja Ásbyrgi, þar á ég margar fallegar minningar frá barnsaldri Ég fer í algjöra ró þegar ég fer þangað. En í heiminum? Fallegasti staður í heiminum er líka erfitt en Ítalía er uppáhalds landið mitt og þá allra helst Amalfi ströndin. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Við Aron maðurinn minn erum dugleg að fara bara tvö út á land í kyrrð og ró, þurfum ekki meira en sólarhring og batteríið verður fullhlaðið eftir svoleiðis samveru. Hvað hefur mótað þig mest? Vá það er svo margt, það að vera á sjúkrahúsi fyrstu tvö ár lífsins hefur eflaust komið þessum aga og þrautseigju í mig þó svo að ég muni ekkert eftir því. En föðurmissirinn er það eflaust. Ég byrjaði að horfa á lífið allt öðrum augum eftir að pabbi dó. Uppskrift að drauma sunnudegi? Vakna á undan öllum og fara ein út í náttúruna að hlaupa. Koma svo við í bakaríi á leiðinni heim og borða með nývöknuðum fjölskyldumeðlimum. Fara svo með alla í sund út að leika með strolluna, þá helst í Heiðmörk, í fjöru eða Öskjuhlíð. Enda daginn á sunnudagsmat hjá mömmu og í kósýkvöldi heima. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Það er hellingur þarna úti sem ég vil upplifa. Efst í huga er að fara einhvern tímann ein í ferðalag í að minnsta kosti einn mánuð, helst eitthvað að ganga. Mögulega til Kilimanjaro eða í æfingabúðir til Kenýa. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já svo sannarlega en ef ég myndi segja frá þeim hér væru þeir ekki mikið leyndir lengur. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala auðvitað fallegasta tungumálið íslensku, svo líka færeysku og ensku, get svo reddað mér á dönsku og spænsku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að gera ekki neitt fyrir neinn sem að gerir ekki neitt fyrir neinn. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Slekk á vekjaraklukkunni. Gera það ekki flestir? En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Knúsa manninn minn, sofna oftast klesst upp við hann. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Eigum við ekki að taka þrjár Esjur saman á lau?“ Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég fór síðast að gráta beint eftir Puffin Run en í því hlaupi meiddist ég og upplifði mitt versta hlaup hingað til. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Rúmið mitt klárlega, baðkarið kemur svo ansi sterkt inn líka. Það er svo best í heimi að taka um tuttugu mínútna magnesium-bað til að róa taugakerfið og fara svo beint upp í rúm. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er lélegasti hámhorfarinn því ég sofna yfirleitt alltaf yfir sjónvarpinu, ætli ég verði ekki að segja bara The Bold and the Beautiful, heilalaust og stutt. Ég get alltaf sofnað yfir þeim þáttum og misst úr mörgum en samt er alltaf sama dramað í gangi! Ertu A eða B týpa? Ég er klárlega A týpa og hef alla tíð verið. Hælar eða strigaskór? Ég vel strigaskó alla daga fram yfir hælaskó. Fyrsti kossinn? Fyrsti alvöru kossinn var á Reykjum í Hrútardal. Ertu með einhvern bucket-lista? Já, er með nokkra bucket-lista í gangi. Ég er mikið að tikka af hlaupatengda listanum um þessar mundir og stefni á að tikka í nokkur box á árinu sem er td. að hlaupa Laugaveginn og ná að hlaupa hundrað mílur, sbr. 160 kílómetrum. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Það fer vissulega eftir hvers konar gír sé verið að spyrja um, en það lag sem að kemur mér alltaf í gott skap er Flýg upp með Aroni Can og Hetjan með Herranum. Það eru mín go to þegar ég er ein í bílnum. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Hin hliðin Heilsa FM957 Hlaup Tengdar fréttir Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44 „Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03 Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44
„Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03
Geggjuð í karókí og býr yfir miklum sannfæringarkrafti Þórhildur Þorkelsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Brú Strategy ásamt því að halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmál, með vinkonu sinni Nadine Guðrúnu Yaghi. Þórhildur er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona um árabil. 18. mars 2024 07:01