„Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kærleikans í umferðinni Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins 10. júní 2024 10:00 Jokka vill höfða til manngæsku í nýju átaki Snigla. „Við erum alltaf að skamma fólk, „Hættu í símanum! Ekki drepa mig!“ Okkur langar að breyta þessu og höfða til kærleikans. Við erum öll manneskjur á ólíkum farartækjum og viljum bara fá að koma heil heim eins og allir,“ segir Jokka, sem er í stjórn Snigla Bifhjólasamtaka lýðveldisins, en í nýrri herferð samtakanna á Tiktok biður mótorhjólafólk bílstjóra í umferðinn um að passa það. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins eru ein þeirra sem taka þátt í átakinu. Fyrirmyndin að herferð Snigla er Tiktok trend sem kallast Adopt a Biker, og gengur út á að bílstjórar sem sjá hjólafólk í umferðinni „taki það að sér" og passi það. Skipti jafnvel um akreinar til að vera á eftir hjólamanneskjunni og halda bilinu svo það verði ekki keyrt aftan á það. „Við snöruðum þessu yfir á íslensku, „Viltu passa mig?“ en það er barnslega einlægt að biðja einhvern um að passa sig og höfðar til manngæsku í fólki. Ef vinkona mín segir til dæmis „æi viltu passa mig í kvöld“ á djamminu þá er ég alltaf með varann á mér með hana. Við vitum vel að ef einhver biður mann um að passa sig þá er maður með augun á viðkomandi.“ Klippa: „Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kærleikans í umferðinni Ökumenn oft ómeðvitaðir um minni farartæki „Við viljum að umferðin sé meðvituð um hjólafólk, líka vespur, rafhjól, hlaupahjól og auðvitað gangandi vegfarendur en við Sniglar einblínum auðvitað sem mest á okkar fólk. Mótorhjól eru lítil, snögg upp í hraða og lendum við oft í því að ökumenn sjá okkur ekki og margir eru ómeðvitaðir um okkur því miður,“ segir Jokka. Líttu tvisvar Áminningin „Líttu tvisvar" sem hefur verið slagorð Snigla til margra ára á því alltaf við. „Líttu tvisvar“ er enn í fullu gildi og við höldum því svo sannarlega á lofti. „Sniglar eru 40 ára á þessu ári og af því tilefni er afmælisútgáfa á peysunum okkar og stendur aftan á þeim „Líttu tvisvar" með endurskini til að leggja enn meiri áherslu á það. Eins er hægt að fá límmiða í bíla sem á stendur „Sérðu mótorhjól, líttu tvisvar" og er hægt að fá svona límmiða gefins í Sniglaheimilinu ef fólk vill.“ Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga. Umferð Umferðaröryggi Umferðarátak 2024 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Sjá meira
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins eru ein þeirra sem taka þátt í átakinu. Fyrirmyndin að herferð Snigla er Tiktok trend sem kallast Adopt a Biker, og gengur út á að bílstjórar sem sjá hjólafólk í umferðinni „taki það að sér" og passi það. Skipti jafnvel um akreinar til að vera á eftir hjólamanneskjunni og halda bilinu svo það verði ekki keyrt aftan á það. „Við snöruðum þessu yfir á íslensku, „Viltu passa mig?“ en það er barnslega einlægt að biðja einhvern um að passa sig og höfðar til manngæsku í fólki. Ef vinkona mín segir til dæmis „æi viltu passa mig í kvöld“ á djamminu þá er ég alltaf með varann á mér með hana. Við vitum vel að ef einhver biður mann um að passa sig þá er maður með augun á viðkomandi.“ Klippa: „Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kærleikans í umferðinni Ökumenn oft ómeðvitaðir um minni farartæki „Við viljum að umferðin sé meðvituð um hjólafólk, líka vespur, rafhjól, hlaupahjól og auðvitað gangandi vegfarendur en við Sniglar einblínum auðvitað sem mest á okkar fólk. Mótorhjól eru lítil, snögg upp í hraða og lendum við oft í því að ökumenn sjá okkur ekki og margir eru ómeðvitaðir um okkur því miður,“ segir Jokka. Líttu tvisvar Áminningin „Líttu tvisvar" sem hefur verið slagorð Snigla til margra ára á því alltaf við. „Líttu tvisvar“ er enn í fullu gildi og við höldum því svo sannarlega á lofti. „Sniglar eru 40 ára á þessu ári og af því tilefni er afmælisútgáfa á peysunum okkar og stendur aftan á þeim „Líttu tvisvar" með endurskini til að leggja enn meiri áherslu á það. Eins er hægt að fá límmiða í bíla sem á stendur „Sérðu mótorhjól, líttu tvisvar" og er hægt að fá svona límmiða gefins í Sniglaheimilinu ef fólk vill.“ Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Umferð Umferðaröryggi Umferðarátak 2024 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Sjá meira