Sitt sýnist hverjum um nýja mynd af Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2024 13:53 Katrín í klæðunum sem hún er í á teiknuðu myndinni á forsíðu Tatler. Yui Mok/Getty Images Teiknuð forsíðumynd af Katrínu prinsessu af Wales í Tatler tímaritinu hefur vakið gríðarlega mikla athygli, þá aðallega neikvæða. Ástæðan er sú að listamanninum þykir ekki hafa tekist vel til og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir óánægju með myndina. Myndin er teiknuð af breska-sambíska listamanninum Hönnuh Uzor og er af Katrínu í fyrsta hátíðarkvöldverði Karls sem Bretakonungs á síðasta ári. Myndin prýðir forsíðu tímaritsins sem mun koma út í júlí. CNN hefur eftir Uzor að hún hafi grandskoðað myndir af prinsessunni en ekki átt þess kost að setjast niður með henni til að mála af henni mynd. Ef myndin hér fyrir neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Tatler (@tatlermagazine) Þá segist Hannah einnig hafa skoðað myndband af Katrínu þar sem hún tilkynnti að hún væri komin með krabbamein. Myndbandið birti Katrín í mars eftir margra vikna umtal um meint hvarf hennar af opinberum vettvangi. Höfðu ýmsar samsæriskenningar farið á kreik um hvarf hennar þar til hún steig fram og opinberaði sannleikann. Þrátt fyrir útskýringar listakonunnar virðist lítil ánægja ríkja með myndina. Svo lítil að allir helstu erlendu miðlar hafa fjallað um málið. Þar vitna þeir í ummæli undir Instagram færslu Tatler tímaritsins, sem mörg hver eru á neikvæða vegu. „Þetta lítur ekkert út eins prinsessan af Wales. Þetta er svo hræðilegt, þessi mynd lýsir algjörri vanvirðingu,“ skrifar einn netverja sem CNN vitnar í. Annar tekur í svipaðan streng. „Þetta er gjörsamlega glatað einhvern veginn. Ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar. Þetta er eins og lélegt menntaskólaverkefni.“ Kóngafólk Bretland Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Myndin er teiknuð af breska-sambíska listamanninum Hönnuh Uzor og er af Katrínu í fyrsta hátíðarkvöldverði Karls sem Bretakonungs á síðasta ári. Myndin prýðir forsíðu tímaritsins sem mun koma út í júlí. CNN hefur eftir Uzor að hún hafi grandskoðað myndir af prinsessunni en ekki átt þess kost að setjast niður með henni til að mála af henni mynd. Ef myndin hér fyrir neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Tatler (@tatlermagazine) Þá segist Hannah einnig hafa skoðað myndband af Katrínu þar sem hún tilkynnti að hún væri komin með krabbamein. Myndbandið birti Katrín í mars eftir margra vikna umtal um meint hvarf hennar af opinberum vettvangi. Höfðu ýmsar samsæriskenningar farið á kreik um hvarf hennar þar til hún steig fram og opinberaði sannleikann. Þrátt fyrir útskýringar listakonunnar virðist lítil ánægja ríkja með myndina. Svo lítil að allir helstu erlendu miðlar hafa fjallað um málið. Þar vitna þeir í ummæli undir Instagram færslu Tatler tímaritsins, sem mörg hver eru á neikvæða vegu. „Þetta lítur ekkert út eins prinsessan af Wales. Þetta er svo hræðilegt, þessi mynd lýsir algjörri vanvirðingu,“ skrifar einn netverja sem CNN vitnar í. Annar tekur í svipaðan streng. „Þetta er gjörsamlega glatað einhvern veginn. Ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar. Þetta er eins og lélegt menntaskólaverkefni.“
Kóngafólk Bretland Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira