Vegið að æru embættismanna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2024 07:01 Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf. Frumvarp til laga um lagareldi hefur vakið mikla athygli. Þar er lögð grundvallaráhersla á að gera náttúrunni hærra undir höfði með tilliti til lagareldis, eins og undirstrikað er í matvælastefnu frá árinu 2022. Við það virðast ekki allir sáttir. Því miður hefur borið töluvert á því, í þeirri miklu umræðu sem hefur skapast í kringum málið, að starfsfólk matvælaráðuneytisins sé sakað um óheilindi. Við því verð ég bregðast enda er slíkur rógburður bæði ómálefnalegur og ósmekklegur. Pólitíkin setur tóninn Allt við gerð frumvarpsins liggur uppi á borðum. Engu stungið ofan í skúffu. Starfsfólk ráðuneytisins hefur unnið gífurlega mikla og vandaða vinnu við að koma málinu saman miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Strax í upphafi lá fyrir að setja þyrfti ný heildarlög um lagareldi sem tækju meira tillit til náttúrunnar en núgildandi lög gera. Uppleggið var vistkerfisnálgun, aukin vernd villtra laxafiskastofna, vernd vistkerfa og dýravelferð, sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar. Það stóð aldrei til að banna fiskeldi í sjó – það átti að setja lög í kringum atvinnugreinina. Eftir ítarlega skoðun var talið farsælast að hafa leyfin ótímabundin til að tryggja ofangreind sjónarmið. Að baki þeirri ákvörðun lágu engin annarleg sjónarmið heldur þau einföldu rök að auknum réttindum atvinnurekenda fylgi stórauknar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í sjókvíaeldi á forsendum umhverfis-, náttúru- og dýraverndar. Sá þáttur var þó harðlega gagnrýndur og er nú unnið að breytingum á tímalengd leyfa í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis. Alvarlegar ásakanir Umræðan um frumvarpið hefur verið þung og á köflum ómálefnaleg. Því miður. Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru. Undir því get ég ekki setið þegjandi. Það er of langt mál rekja hér þau fjölmörgu dapurlegu ummæli sem birst hafa frá framlagningu málsins þar sem starfsfólk ráðuneytisins er dregið ofan í svaðið en þeir sem þau hafa viðhaft vita um hvað er rætt. Það liggur í augum uppi að það er ég sem ber ábyrgð á frumvarpinu eins og það fór fyrir Alþingi, hvar ábyrgðin nú hvílir á framgangi þess. Ég hvet til þess að umræðan verði færð upp á málefnalegra plan. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Stjórnsýsla Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf. Frumvarp til laga um lagareldi hefur vakið mikla athygli. Þar er lögð grundvallaráhersla á að gera náttúrunni hærra undir höfði með tilliti til lagareldis, eins og undirstrikað er í matvælastefnu frá árinu 2022. Við það virðast ekki allir sáttir. Því miður hefur borið töluvert á því, í þeirri miklu umræðu sem hefur skapast í kringum málið, að starfsfólk matvælaráðuneytisins sé sakað um óheilindi. Við því verð ég bregðast enda er slíkur rógburður bæði ómálefnalegur og ósmekklegur. Pólitíkin setur tóninn Allt við gerð frumvarpsins liggur uppi á borðum. Engu stungið ofan í skúffu. Starfsfólk ráðuneytisins hefur unnið gífurlega mikla og vandaða vinnu við að koma málinu saman miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Strax í upphafi lá fyrir að setja þyrfti ný heildarlög um lagareldi sem tækju meira tillit til náttúrunnar en núgildandi lög gera. Uppleggið var vistkerfisnálgun, aukin vernd villtra laxafiskastofna, vernd vistkerfa og dýravelferð, sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar. Það stóð aldrei til að banna fiskeldi í sjó – það átti að setja lög í kringum atvinnugreinina. Eftir ítarlega skoðun var talið farsælast að hafa leyfin ótímabundin til að tryggja ofangreind sjónarmið. Að baki þeirri ákvörðun lágu engin annarleg sjónarmið heldur þau einföldu rök að auknum réttindum atvinnurekenda fylgi stórauknar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í sjókvíaeldi á forsendum umhverfis-, náttúru- og dýraverndar. Sá þáttur var þó harðlega gagnrýndur og er nú unnið að breytingum á tímalengd leyfa í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis. Alvarlegar ásakanir Umræðan um frumvarpið hefur verið þung og á köflum ómálefnaleg. Því miður. Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru. Undir því get ég ekki setið þegjandi. Það er of langt mál rekja hér þau fjölmörgu dapurlegu ummæli sem birst hafa frá framlagningu málsins þar sem starfsfólk ráðuneytisins er dregið ofan í svaðið en þeir sem þau hafa viðhaft vita um hvað er rætt. Það liggur í augum uppi að það er ég sem ber ábyrgð á frumvarpinu eins og það fór fyrir Alþingi, hvar ábyrgðin nú hvílir á framgangi þess. Ég hvet til þess að umræðan verði færð upp á málefnalegra plan. Höfundur er matvælaráðherra.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun