Vegið að æru embættismanna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2024 07:01 Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf. Frumvarp til laga um lagareldi hefur vakið mikla athygli. Þar er lögð grundvallaráhersla á að gera náttúrunni hærra undir höfði með tilliti til lagareldis, eins og undirstrikað er í matvælastefnu frá árinu 2022. Við það virðast ekki allir sáttir. Því miður hefur borið töluvert á því, í þeirri miklu umræðu sem hefur skapast í kringum málið, að starfsfólk matvælaráðuneytisins sé sakað um óheilindi. Við því verð ég bregðast enda er slíkur rógburður bæði ómálefnalegur og ósmekklegur. Pólitíkin setur tóninn Allt við gerð frumvarpsins liggur uppi á borðum. Engu stungið ofan í skúffu. Starfsfólk ráðuneytisins hefur unnið gífurlega mikla og vandaða vinnu við að koma málinu saman miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Strax í upphafi lá fyrir að setja þyrfti ný heildarlög um lagareldi sem tækju meira tillit til náttúrunnar en núgildandi lög gera. Uppleggið var vistkerfisnálgun, aukin vernd villtra laxafiskastofna, vernd vistkerfa og dýravelferð, sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar. Það stóð aldrei til að banna fiskeldi í sjó – það átti að setja lög í kringum atvinnugreinina. Eftir ítarlega skoðun var talið farsælast að hafa leyfin ótímabundin til að tryggja ofangreind sjónarmið. Að baki þeirri ákvörðun lágu engin annarleg sjónarmið heldur þau einföldu rök að auknum réttindum atvinnurekenda fylgi stórauknar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í sjókvíaeldi á forsendum umhverfis-, náttúru- og dýraverndar. Sá þáttur var þó harðlega gagnrýndur og er nú unnið að breytingum á tímalengd leyfa í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis. Alvarlegar ásakanir Umræðan um frumvarpið hefur verið þung og á köflum ómálefnaleg. Því miður. Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru. Undir því get ég ekki setið þegjandi. Það er of langt mál rekja hér þau fjölmörgu dapurlegu ummæli sem birst hafa frá framlagningu málsins þar sem starfsfólk ráðuneytisins er dregið ofan í svaðið en þeir sem þau hafa viðhaft vita um hvað er rætt. Það liggur í augum uppi að það er ég sem ber ábyrgð á frumvarpinu eins og það fór fyrir Alþingi, hvar ábyrgðin nú hvílir á framgangi þess. Ég hvet til þess að umræðan verði færð upp á málefnalegra plan. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Stjórnsýsla Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf. Frumvarp til laga um lagareldi hefur vakið mikla athygli. Þar er lögð grundvallaráhersla á að gera náttúrunni hærra undir höfði með tilliti til lagareldis, eins og undirstrikað er í matvælastefnu frá árinu 2022. Við það virðast ekki allir sáttir. Því miður hefur borið töluvert á því, í þeirri miklu umræðu sem hefur skapast í kringum málið, að starfsfólk matvælaráðuneytisins sé sakað um óheilindi. Við því verð ég bregðast enda er slíkur rógburður bæði ómálefnalegur og ósmekklegur. Pólitíkin setur tóninn Allt við gerð frumvarpsins liggur uppi á borðum. Engu stungið ofan í skúffu. Starfsfólk ráðuneytisins hefur unnið gífurlega mikla og vandaða vinnu við að koma málinu saman miðað við þær forsendur sem fyrir lágu. Strax í upphafi lá fyrir að setja þyrfti ný heildarlög um lagareldi sem tækju meira tillit til náttúrunnar en núgildandi lög gera. Uppleggið var vistkerfisnálgun, aukin vernd villtra laxafiskastofna, vernd vistkerfa og dýravelferð, sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar. Það stóð aldrei til að banna fiskeldi í sjó – það átti að setja lög í kringum atvinnugreinina. Eftir ítarlega skoðun var talið farsælast að hafa leyfin ótímabundin til að tryggja ofangreind sjónarmið. Að baki þeirri ákvörðun lágu engin annarleg sjónarmið heldur þau einföldu rök að auknum réttindum atvinnurekenda fylgi stórauknar heimildir stjórnvalda til að grípa inn í sjókvíaeldi á forsendum umhverfis-, náttúru- og dýraverndar. Sá þáttur var þó harðlega gagnrýndur og er nú unnið að breytingum á tímalengd leyfa í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis. Alvarlegar ásakanir Umræðan um frumvarpið hefur verið þung og á köflum ómálefnaleg. Því miður. Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru. Undir því get ég ekki setið þegjandi. Það er of langt mál rekja hér þau fjölmörgu dapurlegu ummæli sem birst hafa frá framlagningu málsins þar sem starfsfólk ráðuneytisins er dregið ofan í svaðið en þeir sem þau hafa viðhaft vita um hvað er rætt. Það liggur í augum uppi að það er ég sem ber ábyrgð á frumvarpinu eins og það fór fyrir Alþingi, hvar ábyrgðin nú hvílir á framgangi þess. Ég hvet til þess að umræðan verði færð upp á málefnalegra plan. Höfundur er matvælaráðherra.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun