Afmælisstemming hjá Eldstó á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2024 14:32 Helga Ingadóttir hjá Eldstó á Hvolsvelli en hún og hennar fólk bjóða gestum og gangandi að koma í afmæliskaffi til þeirra á morgun, sunnudaginn 26. maí þar sem boðið verður upp á ókeypis köku og kaffi á milli 15:00 og 17:00 í tilefni af 20 ára afmælinu. Aðsend Það verður blásið til veislu Hvolsvelli á morgun, sunnudag en þá fagnar eina kaffihús staðarins 20 ára afmæli og býður öllum, sem vilja upp á köku og kaffi í tilefni dagsins frá 15:00 til 17:00. Póstur og sími voru áður í húsnæðinu. Hér erum við að tala um Eldstó á Hvolsvelli, sem er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja, sem þau Þór Sveinsson, leirkerasmiður og Helga Ingadóttir, leirlistakona eiga og hafa rekið myndarlega síðustu 20 ár en Eldstó er við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Hvolsvöll. Helga ætlar varla að trúa því að það séu komin 20 ár frá því að Eldstó var opnað en Póstur- og sími var áður með starfsemi í húsinu. Er þetta ekki eina kaffihúsið á Hvolsvelli eða hvað? „Jú ég myndi segja eina svona alvöru kaffihúsið þar sem við erum ekki bara með handgert kaffi heldur líka handgerða bolla, þannig að þetta er mjög persónulegt,” segir Helga. Helga og Þór, sem hafa rekið Eldstó í 20 ár.Aðsend Helga segir að reksturinn hafi gengið upp og ofan í þessi 20 ár en að þau hafi neitað að gefast upp og ætli að reka staðinn eins lengi og þau hafi orku og gaman af. „Þetta er mjög gaman þegar nóg er að gera og svo verður maður auðvitað pínu útbrunnin á haustin og svo fyllist maður eldmóði þegar maður fer í gang aftur eftir áramótin,” segir Helga hlæjandi. Eldstó er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja í hjarta Hvolsvallar við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið ætlið að bjóða fólki að koma í kaffi og kökur og flottheit á morgun? „Já, já, milli 15:00 og 17:00 á sunnudaginn en þá erum við með kaffi og köku eða tertu í boði Eldstóar fyrir gesti og gangandi.” Og Helga, sem er líka söngkona ætlar að syngja fyrir gesti í afmælinu með hljómsveit sinni kantrý og blúslög, ásamt þjóðlögum og fleira. „Já, já, maður verður að hafa gaman,” segir Helga og hlær enn meira. Helga mun meðal annars taka lagið í afmælinu með hljomsveit sinni.Aðsend Eldstó heimasíða Rangárþing eystra Veitingastaðir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Hér erum við að tala um Eldstó á Hvolsvelli, sem er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja, sem þau Þór Sveinsson, leirkerasmiður og Helga Ingadóttir, leirlistakona eiga og hafa rekið myndarlega síðustu 20 ár en Eldstó er við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Hvolsvöll. Helga ætlar varla að trúa því að það séu komin 20 ár frá því að Eldstó var opnað en Póstur- og sími var áður með starfsemi í húsinu. Er þetta ekki eina kaffihúsið á Hvolsvelli eða hvað? „Jú ég myndi segja eina svona alvöru kaffihúsið þar sem við erum ekki bara með handgert kaffi heldur líka handgerða bolla, þannig að þetta er mjög persónulegt,” segir Helga. Helga og Þór, sem hafa rekið Eldstó í 20 ár.Aðsend Helga segir að reksturinn hafi gengið upp og ofan í þessi 20 ár en að þau hafi neitað að gefast upp og ætli að reka staðinn eins lengi og þau hafi orku og gaman af. „Þetta er mjög gaman þegar nóg er að gera og svo verður maður auðvitað pínu útbrunnin á haustin og svo fyllist maður eldmóði þegar maður fer í gang aftur eftir áramótin,” segir Helga hlæjandi. Eldstó er kaffihús, veitingastaður og leirkerasmiðja í hjarta Hvolsvallar við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið ætlið að bjóða fólki að koma í kaffi og kökur og flottheit á morgun? „Já, já, milli 15:00 og 17:00 á sunnudaginn en þá erum við með kaffi og köku eða tertu í boði Eldstóar fyrir gesti og gangandi.” Og Helga, sem er líka söngkona ætlar að syngja fyrir gesti í afmælinu með hljómsveit sinni kantrý og blúslög, ásamt þjóðlögum og fleira. „Já, já, maður verður að hafa gaman,” segir Helga og hlær enn meira. Helga mun meðal annars taka lagið í afmælinu með hljomsveit sinni.Aðsend Eldstó heimasíða
Rangárþing eystra Veitingastaðir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira